Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 55

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 55
Óttar Geirsson Búnaðarfélagi ísiands 107 Reykjavík Notkun búfjáráburðar á íslandi Inngangur Ljóst er að menn hafa notað búQáráburð til að auka frjósemi jarðvegs miklu lengur en liðið er frá því að þeir gerðu sér grein fyrir því í hverju gagnsemi áburðarins er fólgin. Má t.d. benda á frásögn Njálu af Njáli á Bergþórshvoli, sem ók skarni á hóla. Á dögum söguritara var þetta athæfi talið hafa verið nýjung á dögum Njáls, en hefur augsýnilega verið alþekkt þá er sagan var rituð, en það er talið hafa verið á 13. öld. En á 18. og 19. öld eru menn að koma með ýmsar kenningar um það á hverju plöntur lifi (Thaer, Liebig) og það er raunar ekki fyrr en á þeirri 19. sem menn eru komnir að þeirri niðurstöðu sem við fylgjum aö mestu enn í dag. Breytt viðhorf til búfjáráburðar Ef skoðuð er þróun í notkun búfjáráburðar, og þar með áherslur í leiðbeiningum um noktun hans, hér á landi á þessari öld, má greina þrjú stig: I. Áhersla lögð á að nýta búfjáráburð til áburðar en ekki til eldsneytis eins og algengt var, og varðveita næringarefni í honum við geymslu. Þá er lögð áhersla á að geyma áburðinn í haughúsum en ekki úti í haug og í jarðræktarlög kemur ákvæði um styrk á þeim forsendum . Búfjáráburður var oftast eini áburðurinn sem notaður var á hverja túnspildu en tilbúinn áburður notaður sér á aðrar. II. Lítil áhersla lögð á nýtingu búfjáráburðar og talið best "að losna við hann" í flög, en á þeim tíma var nýrækt hvað mest hér á landi og því alltaf nóg til af flögum. Tækninýjungar, bæði tæki og byggingar, sem athygli vöktu voru þær sem minnkuðu vinnu við að losna við áburðinn úr húsunum óháð því hvort þær stuðluðu að betri nýtingu næringarefna í honum eða ekki. Ef búfjáráburður var borinn á tún var fullur skammtur af tilbúnum áburði borinn á með honum. III. Vaxandi áhugi á að nýta áburðarefni í búbjáráburöi til að draga úr aðföngum búsins. Tekið er tillit til þess í áburðaráætlunum hvort búfjáráburður er notaður eða ekki og dregið úr tilbúnum áburði þar sem svo er, m.ö.o. búfjáráburður notaður með viðbót af tilbúnum áburði. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.