Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 63
Magn búfjáráburðar er áætlað með því að margfalda þurrefnismagn fóðurs
sem notað er á innistöðu með ákveðnum reiknistuðli fyrir viðkomandi bústofn.
Þurrefnismagn fóðursins er fengið úr RHL og reiknistuðlarnir eru teknir úr
kennslubókinni Áburðarfræði eftir þá Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson
(1991).
2. tafla. Magn búljáráburöar á grundvallarbúum.
Fóður,tonn/þe Reiknistuðull Tonn af áburði
Kúabú 105,5 3,5 369,3
Sauðfjárbú 122 2,0 244
Áætluð áburðarþörf og kostnaður byggir á eftirtöldum forsendum: í fyrsta
lagi á viðmiðunartölum um hæfilegan áburðarskammt pr. ha, fengnar úr handbók
bænda. í öðru lagi er tekið mið af áætlaðri túnstærð RHL fyrir þessa bústærð.
í þriðja lagi á gildandi verði Áburðarverksmiðju Ríkisins á hreinum efnum 19/3
1992.
3. tafla. Áburöarþörf grundvallarbúa.
Þörf hrein efni kg/ha Stærð túns ha Þörf hrein efni kg/35 ha Verð kg hrein efni Samtals kostnaöur
Kúabú
N 120 35 4.200 65,10 273.420
P 30 35 1.050 100,25 105.263
K 50 3 51.750 34,57 Samtals 60.498 439.180
Sauðfjárbú
N 120 37,3 4.476 65,10 291.388
P 30 37,3 1.119 100,25 112.180
K 50 37,3 1.865 34,57 Samtals 64.473 468.040
Verðmæti búfjáráburðarins
Verðmæti búfjáráburðarins er fundin út bæði miðað við lélega og góða
meðferð hans (Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson 1991). Það er mat
manna að léleg meðferð búfjáráburði sé oftast raunin hér á landi. Góða meðferðin
liggur í heppilegum dreifingartíma þ.e. vordreifingu og þéttum geymslum.
Efnainnihaldið þ.e. kg hreinna efna í einu tonni af búfjáraburði er einnig fengið
úr bók þeirra Magnúsar og Matthíasar.
57