Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 96
til mengunar. Líklegt er aö búfjáráburðurinn verði áfram vatnsblandaður og að
reynt verði að sameina meðhöndlun búfjáráburðarins þannig að hægt sé að nota
nánast sömu tækni á allar gerðir búfjáráburðar en blanda aðeins vatni eftir
þörfum. Ef að hægt er að nota dælutækni við uppblöndun þarf ekki að fara með
dráttarvélar í áburðargeymslurnar og þar með þurfa þær ekki að vera eins rýmis-
miklar af þeim ástæðum. Á þann hátt er hægt að draga úr kostnaði, einfalda
geymsluaðferðir og vera með flutninginn á búfjáráburðinum í lokuðu kerfi. Gera
þarf ítarlegri kannanir á áhrifum ójafnrar dreifingar á nýtingu búfjáráburðarins,
einnig áhrif umferðar um túnin og aksturlags við dreifingu. Þá væri æskilegt að
gera frekari könnun á áhrifum niðurfellingar búfjáráburðar í svörð bæði út frá
tæknilegum og jarðvegsfræðilegum sjónarmiðum.
Heimildir
Gjestang, Knut Erik og fl. 1990. Bygningslære. A/S Landbruksforlaget, Norge.
215 bls.
Grétar Einarsson. 1976. Vinnurannsóknir í fjósum. íslenskar iandbúnaðarrann-
sóknir 8: 27-47.
Grétar Einarsson 1980. Áhrif húsagerðar á húsvist sauðfjár. Fjölrit RALA nr. 68,
33 bls.
Grétar Einarsson 1982. Málmristagólf í fjárhúsum. Freyr 78: 976-980.
Grétar Einarsson og Eiríkur Loftsson 1988. Húsagerðir og húsvist sauðfjár.
Ráðunautafundur 1988: 87-95.
Guðmundur Jónsson 1942. Búíjáráburöur. Búfræðingurinn. Ársrit "Hvanneyri^
og "Hólamannafélags" MCMLII: 5-112.
Gunnar Bjarnason 1966. Búfjárfræði. Bókaforlag Odds Bjömssonar, Akureyri.
Jón Ólafur Guðmundsson 1977. Gulvtyper och utgödslingssystemer i faarhus paa
Island. Fjölrit á NJF seminar 23.-25.sept. 1977. Island. 6 bls.
Karlsson, Stig, 1991. Handledning för spridning av stallgödsel. Del 2 - flytgödsel.
Jordbrukstekniska institutet. Meddelande nr. 432.
Ólafur Guðmundsson 1972. Tækni við tæmingu haughúsa. Fjölrit. Ráðunautaráð-
stefna 20.-25.mars 1972. 3 bls.
Ólafur Guðmundsson 1973. Tæming haughúsa. Handbók bænda 1973: 319-331.
90