Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 19

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 19
D. Tilraunir með meðferð grastegunda Sumarið 1992 voru áfram uppskomar 9 samskonar tilraunir með mismunandi ábmðarskammta, áburðartíma og sláttutíma. Tikaunimar era gerðar eftir 33 skipan; hver þáttanna þriggja hefur þrjú stig og era þau öll þáttuð saman þannig að liðir eru 27. Figinlegar endurtekningar era engar, en tilraununum er þó skipt í blokkir til að einangra frjósemismun jarðvegs. Þriggja þátta víxlhrif auk tveggja þátta víxlhrifa annarra en línulegra/línu- legra era notað sem skekkja, sem hefur 15 frítölur. Þrep þáttanna era þessi (dag- setningar 1993): Áburðarskammtur 1 400 kg Græðir 8 2 600 " " 3 800 " " Áburðartími 1 12. maí 2 20. maí 3 26. maí Sláttutímar 1 1. júlí og 19. ágúst 2 15. júlí og 23. september 3 29. júlí og 23. september Tilraunirnar 9 era hver með sína grastegund/stofn og hafa eftirfarandi númer: 802-90 Engmo vallarfoxgras (sagt Adda í fyrri skýrslum) 803-90 Korpa vallarfoxgras 804-90 Fylking vallarsveifgras 805-90 Lavang vallarsveifgras 806-90 Leik túnvingull 807-90 Raud túnvingull 808-90 Leikvin língresi 809-90 Snarrót frá Sámstöðum 810-90 Norcoast beringspuntur Grastegundimar vora að mestu hreinar nema língresi, snarrót og beringspuntur. Sú fyrstnefnda er þó ríkjandi á öllum reitum, að meðaltali um 80% uppskera í 1. slætti. Snarrótin er hinsvegar mun blandaðri og varla er nokkur reitur með ríkjandi snarrót. Gróðurinn er hið mesta óræsti, knjáliðagras og varpasveifgras era mest áberandi ásamt með skriðsóley og arfa. Má í raun telja furðu hve mikla uppskera þessi gróður gefur. Beringspunturinn er einnig mjög blandaður, er raunar kiminn í minnihíuta. Blöndunin er nær eingöngu vallarsveifgras sem lík lega hefur fylgt fræinu. Ekki er að sjá liðamun á innblöndun. Niðurstöður tilraunanna um uppskeru era birtar sameiginlega í 14. töflu sem meðaltöl þrepa hvers þáttar. Víxlhrif milli þátta vora hvergi veraleg þó svo þau næðu tölfræðilegri marktækni í einstaka tilfellum. Hver tala í töflunni er meðaltal 9 mælinga, og fyrir uppskera þurrefnis er sýnd staðalskekkja meðaltalanna, reiknað frá skekkju með 15 frítölum. 12

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.