Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 32

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 32
RANNSÓKNIR f MATJURTARÆKT Magnús Óskarsson Veturinn 1992 - 1993 var mildur þannig að lítill klaki var í jörðu. Vorið var þurrt og sumarið mjög þurrt og kalt. Aðfaranætur 11. og 12. ágúst var grimmdarfrost á Hvanneyri og þá féll kartöflugras og aðrar jurtir, svo sem asíur skemmdust. í september brá til hlýrra og betra veðurs. Tegundir og afbrigði matjurta sem náðu þokkalegum þroska sumarið 1993, verða að teljast árviss á Hvanneyri. Gæðamat á grænmetinu fór aðallega fram eftir reglum Sölufélags garðyrkju- manna 1988, íslenskt græmneti - gæðamat. A. Ræktun kartaflna Vaxtarhraði kartaflna. Ath. II - 93. 1. tafla. Uppskeraeftir mismunandi sprettutfma. Fjöldi sprettu- daga Uppskera alls kg/m2 Markaðs- kartöflur kg/m2 Smælki % Á bersvæði: Rauðaríslenskar 64 0,39 0,15 61 Laila 64 1,43 1,00 30 Undir tretjadúk: Rauðar íslenskar 64 1,56 0,93 30 Laila 64 2,17 1,98 9 Hver tilraunameðferð var á einum reit og reiturimi var 6,3 m^ að stærð. Áburður g/m^: 14 N, 6,1 P, 16,6 K, 9 S, 1,4 Mg, 3 Ca og 0,06 B. Tilraunin var í gömlum fijóum garði innan skjólbeltis. Kartöflumar voru settar niður 7. júní og trefja- dúkur þá settur yfir reitina. Dúkurinn var fjarlægður 26. júlí. Kartöflugrasið féll í næturfrosti 11. og 12. ágúst. Þess vegna voru kartöflumar teknar snemma upp, eða 17/8 og uppskeran varð svo lítil sem raun ber vitni. í vondu árferði auka gróðurhlífar uppskemna verulega og það gerðist í sumar eins og tölurnar sýna. Erfiðar aðstæður renna stoðum undir það að nota Lailu sem fljótvaxið kartöfluaíbrigði. 25

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.