Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 49

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 49
Ræktcm á hjúpberjum í gróðurhúsi. Ath. XXV. Hjúpber (Physalis peruvianum edulis) voru ræktuð í upphituðu gróðurhúsi. Þau hafa áður verið ræktuð á Hvanneyri og gengu þá undir nafninu ananaskirsuber. Ræktun þeirra í óupphituðu plastgróðurhúsi heppnaðist illa, en þau voru ræktuð með góðum árangri í sólstofu Kristínar Jónsdóttur og Braga Jóhannssonar, Borgamesi. Hjúpberjafræinu var sáð í potta 24. mars og í cktóber voru komin fullþroskuð ber. D. Lín og aðrar jurtir Ræktun á líni. Ath. XXII 30. tafla. Uppskera af líni. Afbrigöi Fyrirtæki Uppskera hkg/ha Meðallengd á plöntu (cm) Ariane Van d. Bilt 174 63 Belinka Cebeco 156 57 Escalina Cebeco 146 61 Evelin Wiers. 166 65 Henryk (S V 63110) Ham. 126 62 Natasja Z.P.C. 124 60 Nike Ham. 114 67 Nynke Z.P.C. 127 62 Saskia Z.P.C. 113 59 Viking Van d. Bilt 129 56 Staðalskekkja er 0,13. Lengd á plöntu var mæld frá rótarenda að blómskipan, þar sem plantan byrjar að greinast. Samreitir voru 3 og hver reitur var 1 x 7 = 7 m^ að stærð. Landið var ójafnt. Sáð var 21. maí og uppskorið 30. september, þaimig að vaxtardagar urðu 132. Sumarið var kalt og þurrt, nema september, sem var hlýr og þá þroskaðist línið mikið. Áburður á hektara var: N 100 kg, P 80 kg og K 150 kg. Dreift var sem svaraði 1 tonni af kalki á ha. Sáðmagn var 120 kg/ha af fræi. Fræinu var dreifsáð. 42

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.