Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Síða 55
ÁHRÍF LÍFRÆNS OG ÓLÍFRÆNS ÁBURÐAR
Á JARÐVEG
Líneik Arma Sævarsdóttir og Anna Guðrún Þórhallsdóttir
Inngangur
Á síðustu árum hefur áhugi á nýtingu búfjáráburðar aukist m.a. vegna aukins
áhuga á lífrænum landbúnaði. Hér á landi hafa margar rannsóknir veiið gerðar á
búfjáráburði en áhrif hans á jarðveg hafa ekki verið könnuð sérstaklega.
Á árunum 1977-1991 stóð yfir á Hvanneyri áburðatilraun í sjö liðum (tilraun nr.
437-77). í tilrauninni var borin saman uppskera af reitum sem fengu köfnunai-
efnisgjöf úr tilbúnum áburði (5 liðir; (60, 100, 140, 180) kg N/ha og breytilegt N
magn eftir árferði), köfnunarefnisgjöf úr búfjáráburði eingöngu (15 tonn sauða-
tað/ha ) og samblandi af búfjáráburði og tilbúnum áburði (15 tonn sauðatað/ha +
breytilegt N magn eftir árferði). (Greint hefur verið frá niðurstöðum tilraunar-
innar m.a. í Riti Búvísindadeildar nr.l, Riti Búvísindadeildar nr. 3 og framar í
þessari skýrslu.)
Þessi tilraun skapar afar verðmæta aðstöðu til athugana á langtímaáhrifum búfjár-
áburðargjafar. Tilraunin var notuð sem grunnur að 4. árs námsverkefni við
Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri.
Markmið verkefnisins er að meta áhrif 15 ára lífrænnar (sauðatað) og ólífrænnar
áburðargjafar á efnainnihald, eðlisgerð og dýralíf (ánamaðka) í jarðvegi í mýrar-
túni á Hvanneyri.
Vísindasjóður veitti Bjama Guðmundssyni og Líneik önnu Sævarsdóttur styrk til
verkefnisins. Vinna við verkefnið hófst sumarið 1993. Helstu samstarfsaðilar í
verkefninu eru Bjöm Þorsteinsson, Bændaskólanum á Hvanneyri, Hólmfríður
Sigurðardóttir, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Þorsteinn Guðmundsson,
Þýskalandi.
Framkvæind
Tekin vom jarðvegsýni úr 4 liðum áburðartilraunarinnar sem lögð var til gmnd-
vailar, liðum sem fengu 60 kg N/ha, 180 kg N/ha, 15 tonn sauðatað/ha og 15 tonn
sauðatað/ha + tilbúinn áburð. Gert er ráð fyrir að úr 15 tonnum af sauðataði fáist
um 60 kg N og því ættu þeir liðir sem fengu 60 kg N/ha og 15 tonn af
sauðataði/ha að hafa fengið svipað magn köfnunarefnis. í hverjum tilraunalið em
4 endurtekningar (reitir) og er hver reitur 36 m^ (4x9m) á stærð.
Efnagreiningar: Sýni vom tekin úr öllum fjóram endurtekningum í hveijum
tilraunalið á 0-5 cm dýpi, 5-10 cm dýpi og 10-15 cm dýpi. Sýnin vom tekin um
miðjan júlí 1993. í hverju þessara sýna var mælt sýrastig (pH), heildarmagn N,
auk magns af P, K, Mg, Ca og Na. Sýnin verða einnig notuð til mælinga á líf-
rænu kolefni og eðlisþyngd.
Sýni til greininga á köfnunarefnislosun vom tekin úr hverjum reit, á 0-5 cm dýpi
48