Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 62

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 62
BEITARTILRAUN MEÐ HROSS Anna Guðrón Þórhallsdóttir og Ingimar Sveinsson Inngangur Hrossabeitartilrauninni sem hófst sumarið 1992 var fram haldið samkvæmt áætlun á árinu. Tilraunin ei samvinnuverkefni Bændaskólans og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og hefur Framleiðnisjóður styrkt fTamkvæmd hennar. Áætlað er að tilraunin standi til ársins 1996. Framkvæmd Tilraunin fer fram á tveimur stöðum, að Hesti í Andakíl og Litlu-Drageyri í Skorradal. Á hvorum stað var girt 16.9 ha, fimm strengja rafmagnsgirðing sumarið 1992. Hvorri girðingu var síðan skipt í þrjú hólf með tveimur strengjum, 7.1 ha, 5.0 ha og 3.8 ha. Beitarhólfin í Skorradal eru staðsett á gömlu túni sem ekki hefur verið borið á í um 20 ár, Á Hesti eru beitarhólfin á framræstri rnýri sem að hluta vai' brennd fyrir nokkrum árum. Fyixi hluta ársins var greint úr gróðursýnum sem safnað var af föstum reitum sumarið 1992 (12 reitir í beitarhólfi, adls 72 reitir. Sjá tilraunaskýrslu 1991). Hvert sýni var greiní til tegunda og þurrvigt hverrar tegundai’ innan reitsins ákvörðuð. Hross voru sett í tilraunahólfin 22.-24. júní, og var það seinna en áætlað hafði verið vegna hversu seint voraði. Hross voru fengin frá 8 bæjum í Andakíl, Skorradal, Lundarreykjadal og Reykholtsdal, auk hrossa frá Hesti og Hvanneyri. Fimm hross voru sett í hvert hólf sem gaf 1.3 hross/ha í minnsta hólfinu (þungbeitt), 1.0 hross/ha í miðhólfinu (miðlungsbeitt) og 0.7 hross/ha í stærsta hólfinu (léttbeitt). Var þess gætt að aldur, þungi og kyn væru jöfn í hólfunum. Öll voru hrossin 4 vetra eða eídri og bandvön. Fyrsta tilraunatímabil hófst strax er hrossin voru komin í hólfin. Var þeim safnað saman daglega og hverju hrossi gefin 50 g af fóðurkögglum blönduðum alkanamerkiefnum (C-32 n- dotriacontane, C-34 tetratriacontane og C-36 hexatriacontane). Voru kögglamir gefnir í 14 daga, en síðustu 5 dagana var einnig safnað saur frá hverju hrossi til efnagreiningar. Gekk saursöfnun vonum framar, en fyrirfram voru áhyggjur af þessum þætti tilraunarinnar. Þegar ekki gekk að fá sýni sjálfkrafa var það sótt og gekk það að jafnaði án fyrirhafnar. Gefnir voru merkiefnakögglar og tekin saursýni alls fjórum sinnum á síðastliðnu sumri, með tveggja vikna millibili. Síðustu sýnatöku lauk 24. september. Samhliða hverri saursýnatöku var uppskera mæld í hverju hólfi og klippt gróðursýni til efnagreininga. Þá voru og hrossin vigtuð vikulega. Jafnframt mælingum á átmagni hrossanna var fylgst með atferli þeirra í tilraunarhólfunum. Útbúnir voru 5 síritar sem festir voru á hrossin til skiptis og mældu þeir beitartíma hrossanna. f lok júlímánaðar var hins vegar svo 55

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.