Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 65

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 65
Á mynd 3. eru þungabreytingar við sama beitarþunga á Hesti og Skorradal bomar saman. Hrossin á Hesti voru í byrjun töluvert þyngri en í Skorradal. Hélst sá þyngdarmunur í 7.1 ha. hólfunum og var þyngdaraukningin því svipuð við minnsta beitaxþunga á báðurn stöðum. Við mesta beitarþunga var töluverður munur á milli svæða. Hrossin í 3.8 ha. beitarhólfinu á Hesti þyngdust mun minna en í samsvarandi hólfi í Skorradal. Mestur munur var þó á svæðunum ef bomar em samari þungabreytingar við miðlungs beitarþunga. Hrossin í 5.0 ha. hólfinu á Hesti þyngdust mjög lítið meðan hross í 5.0 ha. hólfinu í Skorradal bættu töluverðu á sig. Samkvæmt þessum niðurstöðum var miðlungsbeitta hólfið á Hesti mun lakara en samsvarandi hólf í Skorradal. Sumarið 1993 var um margt sérstakt. Veðurfar var mjög kalt og þurrt og kom það greinilega fram á efnainnihaldi og uppskeru gróðurs. Næringargildi gróðurs hélst ótrúlega jafnt og hátt lengi sumars (sjá niðurstöður Lenu Femlund hér í skýrslunni). Vöxtur var hægur er líða fór á sumarið vegna þurrka. Uppskera var því í lakara lagi og gróður þurr og lítt aðlaðandi er líða tók á. Töluvert rigndi fyrri hluta september og kom það greinilega fram á þungatölum hrossanna, sem þá þyngdust mjög snögglega (sjá myndir 1-3). Kemur greinilega fram að veðurfar getur haft vemleg áhrif á át og þrif hrossa. Sumarið 1993 var fyrsta ár beitartilraunarinnar en ætlunin er að endurtaka tilraunina á komandi ámm enda áhrif mismunandi beitarþunga ekki enn komin fram. Niðurstöður sumarsins í sumar og áhrif veðurfars undirstrika einnig nauðsyn þess að hafa endurteknar mælingar til að fá marktækar niðurstöður. 58

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.