Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 71

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 71
SAUÐFJÁRRÆKTARTILRAUNIR Ólöf Björg Einarsdóttir Framleiðsla á fersku lambakjötí Haustið 1993 sóttu Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Afurðastöð KB í Borgamesi, Bændaskólinn á Hvanneyri og á Hólum saman um fjárveitingu til fagráðs sauðfjárræktarinnar til rannsókna á framleiðslu fersks lambakjöts. Verkefnið ber yfirskriftina "Framleiðsla á fersku lambakjöti" og skiptist það í eftirfarandi undirverkefni. 1. Bætt flokkun feitra sláturlamba. Keldnaholt. 2. Haust og vetrarfóðrun sláturlamba a) Hópfóðrun á Hvanneyri b) Hópfóðrun hjá bændum í Borgarfirði c) Einstaklingsfóðrun á Keldnaholti d) Hópfóðrun á Hólum 3. Gæðamælingar og bragðprófanir, samstarf við sláturleyfishafa, verkefnisstjóm. 4 Sölu og kynningarmál. Áætlaður verktími þessara verkefna er 1993-1994. Hér á eftir verður vikið að þeim hluta verkefnisins sem framkvæmdur er á Hvanneyri eða á vegum bændaskólans. Hópfóðrun á Hvanneyri Tilgangur verkefnisins er að safna þekkingu og reynslu varðandi það hvemig fóðra eigi sláturlömb frameftir vetri á sem hagkvæmastan hátt m.t.t. fóðurkostnaðar og afurða. Efniviður tilraunarinnar eru 48 gimbrar. Þær vom teknar á hús 13.okt., vigtaðar (að meðal-tali 33,8 kg), holdastigaðar og rúnar (ull vigtuð). Eftir að lömbin höfðu verið vanin við heyið var þeim skipt milli 6 meðferða, 8 gimbrar í hverri meðferð og 4 lömb saman í stíu, Við-miðunarhóp (8 gimbmm) var slátrað um leið og tilraun hófst, 26. okt. Lömbin em vigtuð og holdastiguð vikulega. Fóðuráætlun miðast við að fjórir tilraunaflokkar fái orku til u.þ.b. 100 g vaxtar á dag að jafnaði en próteinmagn er breytilegt milli flokkanna. Fimmti flokkurinn er 64

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.