Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 79

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 79
Áhrif Sijálparefna og fleiri þátta á verkun votheys Fyrir skipulagi þessarar tiiraunar var gerð grein á bls. 24 í Tilr.sk. 1991. í tibauninni voru rannsökuð álirif heyskurðar, forþurrkunar og notkunar hjálparefna á verkun og lystugleika heys sem verkað var f rúlluböggum. Úr tilrauninni hefur verið unnið. Helstu niðurstöður hennar voru kynntar á Ráðunautafundi 1993 (sjá ritaskrá). Þær eru m.a. þessar: a) Skurður (smækkun) heysins við bindingu bætti hvorki verkun heysins né lystugleika þess, metinn með gemlingum b) Forþurrkun heysins að 56-58% þurrefni bætti fóðrunarvirði þess til tnuna c) Bætandi áhrifa maurasýru gætti einkum í fersku fóðri (með 28-29% þurrefni) en hjálparefnið Kofa-Pluss hafði meiri áhrif í forþurrkaða fóðrinu (með 56-58% þurrefni). í Tilr.sk. 1992, bls. 25-26, er sagt frá tilraun með áhrif forþurrkunar, heyskurðar og Kofa-safa (KOFA-SIL) á verkun votheys í rúlluböggum. Á útmánuðum 1993 var heyið fullverkað tekið til rannsóknar og m.a. gerð mæling á fóðrunarvirði þess fyrir gemlinga. Unnið er að loka uppgjöri tilraunarinnar en eftirfarandi vísbendingar hafa þegar komi fram: a) Hitamyndun í heyinu bæði fyrst eftir hirðingu og eftir opnun bagganna reyndist ívið minni þar sem Kofa-safi hafði verið notaður. b) Orkugiidi heysins varðveittist betur í því heyi sem verkað var með Kofa- safa en í hinu sem verkað var án hans. Mismunarins gœtti einkum í heyi sem ekki hafði verið forþurrkað (23-29% þe) c) Tilhneigingar gætti í þá átt að þurrefnistap úr heyinu við verkun og geymslu væri minna þar sem notaður var Kofa-safi d) Gemlingar átu meir afþví heyi sem verkað var með Kofa-safa en afhinu sem verkað var án hans. Reyndust áhrif Kofa-safans á lystugleika heysins vera síst minni en áhrif forþurrkunar heysins að 55-62% B. Tilraunir og athuganir 1993 Sumarið 1993 má telja til betri sumra hvað snertir tíðarfar til heyskapar þótt þurrkar hefðu getað verið sterkari á öndverðum slætti. Þroski grasa var nokkru fyrr á ferð en sumarið á undan, Vallarfoxgras á Hvanneyrartúni var að skríða 11.-12. júlf. Sláttur hófst hins vegar um mánaðarmótin júní-júlí. Heyskapartíð var hvað best á tímabilinu 12.-24. júlí, en síðan tóku votviðri að tefja heyverk nokkuð. Háarspretta var í lakara iagi, enda fremur svalt þar til hlýnaði í lok ágúst. Töðugæði á Hvanneyrartúni Eins og nokkur undanfarin sumur var fylgst með magni og gæðum uppskeru allmargra túnspildna á Hvanneyri. Mælingamar eru liður í heyverkunartilraunum, og takmarkast við spildur sem notaðar eru í því skyni. 72

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.