Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 80
Fóðargildi heysins á Hvanneyri við fyrri slátt sumarið 1993 má lýsa þannig, en x
er sem fyrr dagafjöldi við slátt talinn frá 30. júní:
Orkugildi, FE/kg þe. y = 0,78 - 0,003 x r = -0,59
Hráprótein, % afþe. y = 15,9 - 0,040 x r = -0,25
Á síðustu árum hefur fyrri sláttur á Hvanneyri tekið æ skemmri tíma í kjölfar
breyttra heyskapartækni. Gildissvið líkinganna, sem árlega hafa verið birtar á
þessu formi, hefur því þrengst nokkuð. Þarf að hafa það í huga við samanburð
þeirra milli ára. Megineinkennin virðast þó svipuð:
Miðað við blandaðan túngróður þarfu.þ.b. 1,5 kg heys (utn 1,3 kg þe.) í
FE um það leyti sem vallarfoxgras er að skríða; orkugildi heysins rýrnar
um 0,2-0,3 FE/kg þe. á viku og hrápróteinið fellur um 0,5 %-stig á viku.
Forþurrkun heys og efnabreytingar í því
Með batnandi tækni við verkun heys í geymslu (súgþurrkun, votverkun) reynir
tiltölulega meira á forþurrkun heysins á vellinum. í samræmi við það hefur aukin
áhersla verið lögð á þennan þátt í heyverkunarrannsóknum á Hvanneyri. Til þess
að varpa nánara Ijósi á efnabreytingar í heyinu á fyrstu stundum
forþurrkunarinnar voru gerðar tilraunir sumarið 1992 þar sem misinunað var
sláttutíma heysins og fyrsta snúningi þess eftir slátt. Ásdís Helga Bjamadóttir, þá
nemandi í Búvísindadeild, gerði tilraunina upp og skrifaði skýrslu um hana sem
lið í námi sínu. Fram kom að meltanleiki þurrefnis í heyinuféll mjög hratt fyrstu
stundir vallþurrkunarinnar, svo og bufferhæfiii þess. Þótt þurrkunartími heysins
yrði mun styttri með því að slá að morgni og snúa heyinu þá þegar, reyndist
meltanleiki heysins, sem slegið var að kvöldi, hvað hæstur er leið á þurrktímann.
Sumarið 1993 var því bætt við tilraunina nokkrum mælingum á dægursveiflum
efnamagns og meltanleika heysins. Eftirfarandi mynd sýnir "dægursveiflur"
meltanleika þurrefnis í þremur grastegundum:
1. mynd. "Dægursveiflur" meltanieika þurrefnis þriggja grastegunda.
Línuleg fylgni meltanleika og sláttutíma á umræddu bili er allsterk í
vallarsveifgrasi (r=0,83; P<0,01) og í Beringspunti (r=0,10; P<0,10), en
ógreinileg í vallarfoxgrasi (r=0,15; e.m.).
73