Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 83

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 83
í nóvember 1993 hófst mælifóðrun 2 x 36 áa á heyinu. Mun hún standa út innistöðu vetrarins. Ánum verður gefið tilraunaheyið frá hýsingu ánna og til loka fengitíðar og síðan aftur frá miðjum mars og fram úr. Ögn af fiskimjöli var gefið um fengitíð. Ahrif teðslu tóns á örveruflóru votheys Tihaunin er framhald verkefnis sem hófst sumarið 1992, sjá bls. 27 í Tilr.sk. 1992. Skyldi þar rannsaka áhrif búfjáráburðar á vöxt og þroska örveruflóru á grösunum á vaxtarskeiði þeirra og við verkun að slætti loknum. í ár var valin gamalgróin túnspilda, henni skipt til helminga og fékk síðan hvor helmingur sinn áburðinn: a) sauðatað (skítur) + hressing með tilbúnum áburði b) tilbúinn áburður - reiknað sama köfnunarefnismagn og á a-lið Skítur var borinn á a-lið þann 19. apríl, slóðadregið var 17. maí og tilbúinn áburður borinn á b-lið þann 25. maí. Þann 2. júní var tilbúna áburðinum síðan bætt á a-lið. Áætlað var að áborið N næmi um 120 kg/ha á báða liði. Tilraunin var slegin þann 19. júlí 1993. Nær enginn munur reyndist vera á töðufalli við slátt (4320 kg/ha og 4350 kg/ha), né heldur þe.-prósentu heysins (21,9%). Hvorum lið (a og b) var skipt í tvennt er að verkun kom. Var annar helmingurinn hirtur strax í rúllubagga, en hinn helmingurinn forþurrkaður í einn dag og síðan settur í rúllubagga. Gengið var frá böggunum með venjubundnum hætti: Sexföld plasthjúpun þeirra og útigeymsla án yfirbreiðslu. Há af tilraunaspildunni var ekki nýtt til sláttar, en um miðjan september var mjólkurkúm beitt á hana. Gátu þær valið frjálst um hvom lið tilraunarinnar. Fylgst var skipulega með beitarhegðun kúnna þá tvo daga sem þær voru á spildunni. Fengust við það athyglisverðar upplýsingar um beitarhegðunina sem prófa þarf með frekari mælingum. Frá vori til sláttar vom tekin grassýni vegna örvemgreininga. Greindar vom örverur sem einkum koma við sögu votheysgeijunarinnar. Greiningamar annaðist Aðalsteinn Geirsson, örvemfræðingur. Súluritin á mynd 3 á næstu síðu sýna dæmi um niðurstöður þeirra. Veturinn 1994 verður heyið úr böggunum tekið til mats á verkun, örvemgreininga og fóðnmar, en rannsaka á meðal annars hvort teðslan hafi merkjanleg áhrif á fóðrunarvirði heysins ís samanburði við það að nota aðeins tilbúinn áburð til næringar grasanna. 76

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.