Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 85

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 85
Rýgresi: Til þess var sáð í júníbyrjun í gamalræktaða og frjósama túnspildu, sem hafði verið plægð haustið áður. Rýgresið spratt jafnt og vel. Það var slegið 2. september. Notuð var siáttuvél með múgtæti. Vinnslubreidd hennar er 2,4 m og lagði hún heyið í liðlega 1 m breiðan múga. Þannig lá rýgresið í einn sólarhring í hlýju og kyrru dumbungsveðri áður en það var bundið í rúllur beint úr múgunum. Engin hjálparefni voru notuð við verkun heysins. Rúllubaggamir (1,2 m Krone- 125) voru hjúpaðir sexföldu plasti. Þeir voru geymdir utandyra án yfirbreiðslu en á þurrlegu undirlagi, háin í tveggja laga stæðu en rýgresið í einni baggaröð. Aflöguðust rýgresisbaggamir fljótlega og mikið við geymslu. 6. tafla. Verkun háar og rýgresis í rúUuböggum Há Rýgresi Uppskera af hektara, kg þurrefnis 1690 4660 Meðalþungi bagga, kg 659 797 Meðalþurrefnismagn í bagga, kg 254 118 Þurrefni f fúllverkuðu heyi, % 28-32 15-19 Sýrustig heysins, pH 5,4-5,7 4,2-4,3 Baggar með sýnilegum mygluskemmdum, % 0 0 Ekki eru allar mælitölur komnar til skila þegar þetta er skrifað. Fóðrið í báðum flokkum reyndist vel verkað, eins og tölumar í töflunni bera með sér. Rýgresisbaggarnir léttust vemlega vegna safa sem seytlaði út um plasthjúpinn. Meðallétting fjögurra mælibagga á verkunar- og geymslutíma nam um 170 kg. Súrefni virðist þó ekki hafa komist að heyinu sem reyndist vel verkað og myglulaust með öllu. Þann 22. nóvember 1993 hófst mælifóðrun í heyflokkunum með 2x5 mjólkurkýr sem stóð fram í janúar 1994. Var hún gerð með sarna hætti og árin á undan, sjá Tilr.sk. 1991 bls. 26 og 1992 bls. 27-28. Að þessari mælifóðrun lokinni verða gögn athugunaráranna þriggja gerð upp sameiginlega. 78

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.