Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Síða 45

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Síða 45
GRÓÐURBREYTINGAR í ÞJÓRSÁRDAL 43 unnar þar á eftir, en hún fer vaxandi eftir því, sem ofar dregur, eins og 1960. 3.4. Samanburður gróðurfars 1960 og 1977. Breytingar á gróðri frá 1960 til 1977 hafa orðið mjög miklar. Gróður í heild hefur aukist, en aftur á móti er tiltölulega meira af gisnum gróðri 1977 en 1960. Munurinn er mjög mikill á þessu tíma- bili fyrir neðan 200 m, en þar koma til hinar miklu nýgræður á flatlendinu. Fyrir ofan 200 m er gróðuraukning minni, en þó hefur hún orðið nokkur þrátt fyrir töluvert jarðrask. Flatarmál gróðurlenda í Pjórsárdal 1960 og 1977 er sýnt á 3. mynd, en hér á eftir verður getið helstu gróðurbreytinga. Land með gróðri fyrir neðan 200 m hæð hefur aukist úr 431 ha. í 1776 ha., þ. e. nær fjórfaldast, en sé umreiknað í algróið land, er um tvöföldun að ræða, úr 403 ha. í 807 ha. Astæður þessa eru bæði mikil aukning nýgræðna, þ. e. a. s. sjálfgræðsla lands og ræktun. Ofan 200 m hefur land með gróðri aukist úr 1449 í 1908 ha., og sé miðað við umreikning í algróið land, hefur það aukist úr 1011 ha. í 1282 ha. Mosaþemba hefur rýrnað mest allra gróðurlenda bæði ofan og neðan við 200 m. Orsakirnar eru án efa bæði skemmdir af völdum öskufalls og að annar gróður hefur vaxið inn í mosaþembuna (2. mynd og 2. tafla). Kvistlendi var lítið fyrir, en hefur aukist nokkuð. Skóglendi er óbreytt að heita má. Sef og starmóar hafa aukist gífurlega að flatarmáli, einkum ofan við 200 m. Með samanburði á kortunum 1960 og 1977 sést, að víða hefur mosaþemban breytst í þetta gróðurlendi. Uppgræðsla á vegum Landsvirkjunar í Þjórsárdal hefur verið mun meiri en sem nemur gróðureyðingu af völdum mannvirkjagerðar. Seeding and cultivation of grasses in P. has been cons- iderably more extensive areally than the disruption caused by construction activities. Valllendi hefur aukist lítillega. Snjódteld var á einum stað, uppi á Skeljafelli 1960, en þar var annar gróður 1977. I Pjórsárdal er ekki svo mjög snjóþungt, að þar sé að vænta snjódælda- gróðurs. Nýgræður hafa aukist gífurlega á lág- lendi. Pær eru 23 ha. 1960, en 1250 ha. 1977. Sé miðað við algróið land, aukast nýgræður úr 20 ha. í 332 ha. Pessi mikla aukning er að sjálfsögðu afleiðing friðun- arinnar, en einnig Heklugossins 1970. Þá féll svartur basaltvikur yfir ljósa lípar- ítvikurinn í Pjórsárdal. Basaltvikur er frjósamari en líparítvikur vegna þess, hve kalí fellur auðveldlega út úr honum (SiG- URÐUR Pórarinsson, 1976). Svooghitnar dökki vikurinn meira en hinn ljósi, og lík- legt er, að rotnun þess gróðurs, er varð undir nýja vikrinum, hafi orðið örari en ella af þessari sömu ástæðu. Er því mjög
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.