Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 51

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 51
GRÓÐURBREYTINGAR í ÞJÓRSÁRDAL 49 gróið land, þ. e. a. s. með 100% þekju. Hektarafjöldi hvers gróðurhverfis er síðan margfaldaður með þeim ijölda nýtanlegra fóðureininga, sem gróðurhverfið gefur af sér á hektara (sjá 10. og 11. töflu). Nýtanlegar fóðureiningar er sá hluti heildaruppskerunnar, sem talið er óhætt að fjarlægja með beit án þess að valda tjóni á gróðurlendinu. Miðað er við, að óhætt sé að fjarlægja með beit 50% af uppskeru bestu beitarplantna, en tilsvarandi minna af öðrum. Pað er því hlutfallið góðar/lé- legar beitarplöntur, sem ákvarða, hve mikið af heildaruppskerunni er nýtan- legur, svo að um hóflega beit sé að ræða. Hvert ærgildi (ær rneð 1,3 lömbum) þarf 2,13 fóðureiningar (fe) á dag til vaxt- ar og viðhalds að sumrinu samkvæmt rannsóknum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. Miðað er við, að ærin vegi 50 kg, þegar henni er sleppt á beitilandið, og að hún þyngist um 10 kg á beitartímanum, sé hann miðaður við 90 daga. Lambapró- sentan er áætluð 130, og gert er ráð fyrir, að hvert lamb vegi 10 kg, þegar því er sleppt, en þyngist um 25 kg á beitartím- anum. (Gunnar Ólafsson, 1973). Beitarþolið er síðan reiknað út á þann hátt, að 2,13 fóðureiningum er deilt í heildarfjölda nýtanlegra fóðureininga svæðisins, en það gefur beitarþol í beitar- dögum. Beitarþolsútreikningar fyrir Þjórsárdal árin 1960 og 1977 eru sýndir hér á eftir (13. tafla). Beitarþol hefur meira en þrefaldast á þessu 17 ára tímabili. Aúkningin er meiri á láglendi en í hlíðum og fjöllum, umfram allt vegna nýræktanna. Þær eru 190 ha. á láglandi og 8 ha. ofan 200 m og gefa af sér rúmlega 45.000 nýtanlegar fóðureiningar. Sé ræktaða landinu sleppt 1977, eru nýt- anlegar fóðureiningar í dalnum rúmlega Kjarrlendi í Þjórsárdal. Low birch in Pjórsárdalur. Ljósmynd Yngvi Þór Loftsson. Meigresi í Þjórsárdal. Elymus arenarius in Pjórsárdal. Ljósmynd Andres Arnalds 202.000 árið 1977, en voru tæplega 77.000 17 árum fyrr. Beitargildi elftingarný- græðnanna er einnig mikið, en þær gefa af sér 32775 nýtanlegar fóðureiningar á lág- lendi. Fyrir ofan 200 m hæð hefur aukningin orðið nærri þreföld, þrátt fyrir það að sáning og áburðarnotkun hafi þar verið óveruleg. Þarna kemur til, að gróð- urfar með tilliti til beitar fer batnandi. 4

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.