Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 6
Markþjálfun er hundrað prósent byggð á akademískum grunni. Ingvar Jónsson Um árabil hafa strand- ríki Norður-Atlantshafs deilt um aflaheimildir á síld. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stóra króks Eyja-og Miklaholtshreppi Hreppsnefnd Eyja-og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi sínum 3. desember 2020 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í landi Stóra Króks, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur aðallega í sér breytingar á byggingaskilmálum. Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum, 342 Stykkishólmi og á heimasíðu Eyja-og Miklaholtshrepps www.eyjaogmikla.is Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipu- lagsfulltrúa í síðasta lagi 29. janúar 2021 annaðhvort á Hjallatanga 34, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: bygg@eyjaogmikla.is Ragnar Már Ragnarsson Skipulagsfulltrúi Eyja-og Miklaholtshrepps Eyja og Miklaholtshrepps DÓMSMÁL Lands réttur sýknaði Borgar leik húsið og Kristínu Ey­ steins dótt u r leik hús st jóra af kröfum Atla Rafns Sigurðs sonar, leikara. Með dómi sínum í gær sneri Landsréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Atla Rafni voru dæmdar 5,5 milljónir í bætur. Atli Rafn stefndi Kristínu og leik­ húsinu vegna upp sagnar sinnar í desember 2017. Var honum sagt upp í kjöl far á­ sakana á hendur honum um kyn­ ferðis lega á reitni. Bóta krafa hans var sam tals upp á þrettán milljónir, tíu milljónir króna í skaða bætur og þrjár milljónir í miska bætur. Í stefnu Atla segir að hann hafi verið boðaður á fund með Kristínu Ey steins dóttur og Berg lindi Ólafs­ dóttur, fram kvæmda stjóra Borgar ­ leik hússins, þar sem honum hafi verið af hent upp sagnar bréf. Hann hafi á sama tíma verið upp lýstur um á sakanirnar, en þær ekki frekar skýrðar, hvers eðlis þær væru, frá hve mörgum þær kæmu eða frá hvaða tíma. Í dómi Lands réttar segir að upp­ sögnin hafi rúmast innan þeirra heimilda sem Borgar leik húsið og Kristín höfðu sam kvæmt ráðning­ ar­ og kjara samningi. – mhj Sýkna Borgarleikhúsið af kröfum Atla Atli Rafn ásamt lögmanni í héraðsdómi. FI S K VE I ÐAR Hugsanlegt er að afurðaverð síldar og kolmunna muni lækka á komandi árum vegna þess að Marine Stewardship Council (MSC) telur veiðar á stofn­ inum ekki lengur sjálf bærar. MSC tilkynnti fyrir skömmu að norsk­ íslenski síldarstofninn muni missa sjálf bærnivottun sína frá og með næstu áramótum. Hið sama gildir um kolmunna sem veiddur er í Norður­Atlantshafi. Ástæða þess að veiðar á kolmunna og síld eru taldar ósjálf bærar er stöðug ofveiði á undanförnum árum, en strandríki Norður­Atlantshafs – Ísland, Fær­ eyjar, Noregur, Evrópusambandið, Grænland og Bretland – hafa ekki náð samkomulagi um skiptingu aflaheimilda. Áhrifin á tegundirnar tvær eru þó með ólíkum hætti. Síld er að mestu unnin til manneldis, á meðan kol­ munni er fyrst og fremst nýttur til framleiðslu á fiskimjöli. Þar sem norsk­íslenski síldar­ stofninn hefur ekki veiðst í verulegu magni um langt skeið mun verð­ lækkun vegna afnáms sjálf bærni­ vottunar ekki hafa teljandi áhrif á íslenska þjóðarbúið. Kolmunni er hins vegar mikið til nýttur til fram­ leiðslu á fiskimjöli sem er síðan notað til framleiðslu á fóðri fyrir eldislax. Vöxtur í laxeldi hefur verið mikill á fyrri árum og framleiðsla á fiskimjöli úr kolmunna verið einkar arðbær af þeim sökum. Hins vegar þarf hráefni fóðurs til laxeldis að vera MSC­vottað svo eldislaxinn geti hlotið sama stimpil. Því er ein­ sýnt að eftirspurn þess kolmunna sem íslenskar útgerðir koma með að landi muni dragast nokkuð saman af þessum sökum. – thg Kolmunni og síldin að missa sjálfbærnivottun VIÐSKIPTI Undanfarin ár hafa ein­ kennst af miklum vexti hjá Profec­ tus ehf. Fyrirtækið sérhæfir sig í markþjálfanámi auk þess sem í boði eru fjölbreyttir fyrirlestrar og námskeiðahald. Eigandi fyrir­ tækisins, Ingvar Jónsson, segist ætla sér stóra hluti utan land­ steinanna þegar kórónaveirufar­ aldurinn er liðinn undir lok og að skólinn ætli sér að verða einn af tíu stærstu markþjálfunarskólum heims innan þriggja ára. Mikil­ vægur liður í þeirri vegferð náðist á dögunum þegar markþjálfanám Profectus hlaut hæsta vottunarstig hjá ICF – alþjóðlegum samtökum markþjálfa. Ingvar kynntist markþjálfun á námsárum sínum í Kaupmanna­ höfn, rétt eftir hrun, þar sem hann lagði stund á meistaranám í við­ skiptafræði við Copenhagen Bus­ iness School. Ingvar lauk náminu en áhuginn sem kviknaði á mark­ þjálfuninni sat eftir. „Þetta átti strax vel við mig. Ég hafði talsverða kennslureynslu, meðal annars í NTV sem faðir minn átti, sem að nýttist mér vel,“ segir Ingvar. Hann hafi því strax séð fyrir sér að miðla þekkingu sinni til annarra sem hefðu áhuga á að leggja fyrir sig markþjálfun. „Ég fer í gang með markþjálfunar­ kennslu um haustið 2016. Þá er ég með einn sex manna hóp. Núna er staðan þannig að starfsmenn eru um tíu talsins og við erum að útskrifa um sjö til tíu hópa á ári, bæði í staðar­ og fjarnámi hér heima og einnig erlendis,“ segir Ing­ var. Þegar kórónaveirufaraldurinn hefur gengið niður segir Ingvar að gengið verði frá samningum við aðila í nokkrum löndum um starfsemi undir merkjum Profect­ us. Fyrstu löndin sem lagt verður til atlögu við eru Bretland, Írland, Kanada og Suður­Afríka. En hvaða erindi á íslenskur markþjálfunar­ skóli við umheiminn? Að sögn Ing­ vars er ástæðan fyrir því gríðarleg vinna sem hefur verið lögð í að búa til eigið námsefni og kennslukerfi. „Við höfum fjárfest öllum hagnaði af rekstri fyrirtækisins í vöruþróun og þannig byggt upp kennslukerfi sem að skapar okkur mikla sér­ stöðu,“ segir Ingvar. Hann segir að lykillinn felist í myndrænni fram­ setningu og þar hafi hann verið svo farsæll að kynnast kanadískum samstarfsmanni sínum, teiknar­ anum Jim Ridge. „Hann hefur unnið þrekvirki í að myndskreyta kennsluefni og bækur sem að við höfum gefið út. Við erum einnig búin að verja á þriðja þúsund klukkustundum í framleiðslu á kennslumyndbönd­ um á ensku og íslensku sem eru aðgengileg nemendum okkar. Við teljum okkur því vel vopnum búin fyrir landvinninga,“ segir Ingvar. Markþjálfun hefur rutt sér hratt til rúms á Íslandi undanfarin ár. Að sögn Ingvars er þróunin hérlendis þó um tíu árum á eftir þróuninni í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Þar ytra eru góðir markþjálfarar mikil­ vægur hluti af atvinnulífinu enda hefur verið sýnt fram á að hver króna sem fjárfest er skilar sér sjö­ falt tilbaka,“ segir Ingvar. Að sögn Ingvars liggur gríðarleg vinna að baki því að vera góður markþjálfari. „Markþjálfun er hundrað prósent byggð á akadem­ ískum grunni enda er hún f léttuð saman úr hugmyndum meðal ann­ ars úr sálfræði, leiðtogafræðum, heimspeki og félagsvísindum. Til þess að verða góður markþjálfi þá vilt þú huga að og vera í markviss­ um vexti og endurskoðun. Þeir sem leggja ekki þá vinnu á sig verða ekki langlífir í þessu fagi,“ segir Ingvar. bjornth@frettabladid.is Profectus í útrás með markþjálfunarskóla Fyrirtækið Profectus hefur þróað kennslukerfi og námsefni í markþjálfun og hyggur fyrirtækið, þegar kórónaveirufaraldrinum lýkur, á erlenda útrás. Stofnandinn segir gríðarlega vinnu að baki því að vera farsæll markþjálfi. Ingvar Jónsson, stofnandi Profectus. MYND/AÐSEND 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.