Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 44
Ungar fjölskyldur með börn eru oft á ferð-inni um jólin. Fara til ömmu og afa eða annarra ættingja. Þá kemur stundum upp smá þrýstingur um að vera ekki að flýta sér heim, vera lengur. Ekki er óalgengt að við sem vinnum með svefnvanda barna séum spurð um hvort þetta sé skynsamlegt,“ segir Arna og bendir á að svarið sé í raun ekki einfalt þar sem sum börn þoli slíkar breytingar vel á meðan önnur geri það ekki. „Flest þeirra þola þetta eitt og eitt kvöld en ekki of mörg kvöld í röð. Venjulega hefur maður þá reglu að ef á að snúa svefntímanum í heild, bæði fara seinna að sofa og seinna á fætur, þá sé það ekki gert nema fyrir tveggja til þriggja vikna frí. En þá þarf líka að gefa sér tíma til að snúa þeim aftur við tímanlega þegar fríið er búið. Þó sum börn geti gert það á einum til tveimur dögum þá þurfa langflest börn fleiri daga til þess. Alltaf að muna að það hve- nær dagur byrjar, það er hvenær þau vakna að morgni, er stýripunktur í hvenær þau sofna að kvöldi. Fyrir þau yngri sem sofa daglúr þá er það einnig hvenær síðasta daglúr lýkur,“ útskýrir Arna. Mjög ung börn (á fyrsta ári) Best er fyrir ungbörnin að halda sínum svefntíma svona að mestu. Foreldrar geta þá látið barnið sofna hjá ömmu og afa á sama eða svip- uðum tíma og venjulega. Síðan er annaðhvort gist með barninu hjá ömmu og afa eða farið með barnið heim sofandi, þá er það háttað áður en það sofnar og farið með það heim í náttfötunum. Passið þá að raska ró barnsins sem minnst. Verið búin að hita bílinn áður en farið er með barnið þangað. Gott er að annað foreldrið sitji aftur í hjá barninu og haldi sænginni upp að andliti, kinn, þess. Hafið svo rólegt og slökkt ljós þegar það er borið sofandi inn og úr bílnum. Næsta morgun þarf að byrja dag- inn á sama eða svipuðum tíma og venjulega. Mikilvægt er að muna að sólar- hringur byrjar að morgni. Þannig að ekki rugla því klukkan hvað þau vakna morguninn eftir. Þá vaknar einhver með þeim og hefur morg- uninn góðan, í leik og kúri. Látið barnið svo fara í daglúr á sama tíma og venjulega. Ef nóttin hefur verið eitthvað styttri en venjulega, barnið ef til vill sofnað aðeins seinna, þá er hægt að bæta aðeins við fyrri daglúr, en ekki of mikið. Til dæmis mætti vekja barnið sirka 30 mínútum seinna en það vaknar venjulega úr þeim lúr. Eða ef barn sefur aðeins einn daglúr þá þeim lúr. Eldri börn (sirka 2-5 ára) Oft er erfiðara að flakka með barn sofandi á þessum aldri því þau eru varari um sig en ungbarn. Næturgisting Langbesta staðan fyrir þessi börn ef þau eiga að vaka fram yfir venju- legan háttatíma er að þau fái að gista. Að þau sofni þá hjá ömmu og afa á þeim stað sem þau mega síðan sofa á yfir nóttina. Að vera lengur í boðinu og láta þau sofna seinna að kvöldinu þola f lest börn í eitt og eitt skipti. En þá er gott að hafa fært daglúr, ef barn sefur daglúr, aðeins seinna að deg- inum þannig að þau séu ekki að vaka allt of lengi fyrir nætursvefn. Ekki samt yfirkeyra þetta, það er að segja, láta þau vaka allt of lengi, því sum börn geta það auðveldlega en þá getur verið erfitt að fá þau til að sofna. Best er oftast að hátta þau áður en farið er í bílinn og leyfa þeim að sofna á leiðinni og bera þau inn heima hjá sér sofandi. Best er að passa að tíminn sem þau vakna morguninn eftir sé sá sami eða svipaður og venjulega, það er að segja, að honum sé ekki breytt of mikið. Þannig að ruglingurinn sé bara einn og einn dag en ekki of marga daga í röð. Skólakrakkar eiga oftast mjög auðvelt með að vaka lengur á kvöldin enda f lest hin ánægðustu með það. Hjá þessum hóp þarf meira að passa upp á hvenær þau vakna að morgni svo snúningurinn verði ekki of mikill. Mikilvægt er að muna eins og með alla að vera ekki að rugla of oft í svefntímum fram og til baka. Betra er að færa hann til yfir hátíðarnar í til dæmis frá klukkan 22 til 9, ef barnið sefur venjulega 11 tíma nótt, eða frá klukkan 23 til 9 ef barnið sefur venjulega 10 tíma nótt. Þegar nær dregur því að skól- inn byrji aftur, þá þarf að færa svefntímann tímanlega til baka um 30-60 mínútur á nokkurra daga fresti. Þá skiptir öllu að byrja á því hvenær þau vakna að morgni. Það þýðir að það kvöld sem barnið á að fara að sofa klukkan 21 þarf að gæta þess að barnið s é v a k n a ð klukkan átta. Það skiptir nefnilega öllu máli hvað þau hafa vakað lengi. Barn sem sefur 10 tíma nótt þarf að vaka 14 tíma frá því það vaknar að morgni þangað til það er tilbúið að sofna að kvöldinu. Sprengjuhávaði um áramót Sum börn, sérstaklega ungbörn, sem eru það sem kallað er auð- trufluð að upplagi, það er að segja, eru viðkvæm fyrir umhverfistrufl- unum, þarf að passa upp á varðandi sprengjuhávaða á gamlárskvöld. Gott ráð er að setja útvarp í gluggann á herberg- inu sem þau sofa í, hafa kveikt á þv í þegar þau sofna, til dæmis með rólega tónlist á, en hækka síðan í því eftir því sem s p r e n g j u - hávaðinn úti hækkar þegar líður á kvöldið. Þeim allra viðk væmustu þarf að sitja hjá og halda blíð- lega fyrir eyrun á þeim í mesta hávaðanum svo þau vakni ekki. Svefnrútína barna í jólafríinu Fram undan er jólafrí og þekkja flestir foreldrar hvernig það er að koma börnum í rútínu eftir slíkt. Arna Skúla- dóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Draumalandið, lumar á góðum ráðum fyrir þá foreldra. Arna Skúla- dóttir hjúkrunar- fræðingur gaf út bókina Draumaland fyrst árið 2006 en nýverið kom út önnur og uppfærð útgáfa bókarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Arna segir mikilvægt að ef svefnrútínu er breytt í fríinu þurfi að gefa sér tíma til að snúa henni aftur við að fríi loknu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Lovísa Arnardóttir lovisaa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is VENJULEGA HEFUR MAÐUR ÞÁ REGLU AÐ EF Á AÐ SNÚA SVEFNTÍMANUM Í HEILD, BÆÐI FARA SEINNA AÐ SOFA OG SEINNA Á FÆTUR, ÞÁ SÉ ÞAÐ EKKI GERT NEMA FYRIR TVEGGJA TIL ÞRIGGJA VIKNA FRÍ. 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.