Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 22
ÍÞRÓTTIR Á næstu dögum kveðjum
við afar sérstakt íþróttaár þar sem
blása þurfti af Íslandsmótin í þremur
stærstu boltagreinunum á Íslandi. Í
knattspyrnu stendur upp úr árangur
kvennalandsliðsins sem komst á
fjórða Evrópumótið sitt í röð á sömu
slóðum og karlalandsliðið féll úr
leik á síðustu hindruninni fyrir EM.
Atvinnumennirnir okkar áttu mis-
jafnt ár á erlendri grundu. Sara Björk
Gunnarsdóttir varð annar Íslend-
ingurinn til að vinna Meistaradeild
Evrópu í knattspyrnu á árinu og sú
fyrsta til að skora í úrslitaleiknum
sjálfum eftir að hafa samið við
sterkasta lið Evrópu. Hún var ein
af nokkrum leikmönnum kvenna-
landsliðsins sem áttu frábært ár með
félagsliðum sínum.
Allt undir í Ungverjalandi
Fótboltalandslið Íslands lentu í
þeirri sérkennilegu stöðu að leika
bæði úrslitaleik upp á sæti í loka-
keppni EM í Ungverjalandi með
tæplega þriggja vikna millibili.
Stelpurnar okkar brutu blað í sögu
KSÍ þegar þær urðu fyrsta A-lands-
liðið til að vinna leik í desember-
mánuði gegn Ungverjum þann 1.
desember síðastliðinn. Með því
fékk kvennalandsliðið nítján stig af
24 mögulegum í riðlakeppninni og
kom síðar um kvöldið í ljós að þær
voru komnar á Evrópumótið í Eng-
landi árið 2022 eftir úrslit úr öðrum
riðlum, sem eitt af stigahæstu lið-
unum í öðru sæti. Með því tókst
kvennalandsliðinu að kóróna gott
ár, þar sem fimm sigrar unnust í átta
leikjum og markmiðið að komast á
EM náðist. Svartur blettur var sett-
ur á afrek kvennalandsliðsins sama
kvöld þegar þjálfari liðsins fór yfir
strikið í fagnaðarlátum undir áhrif-
um áfengis en hann sagði nokkrum
dögum síðar af sér starfinu.
Karlalandsliðið var grátlega
nálægt því að komast á þriðja stór-
mótið í röð í nóvembermánuði en
missti forskotið frá sér á lokamín-
útum leiksins gegn Ungverjalandi.
Ísland hafði áður unnið 2-1 sigur
á Rúmeníu í haust, sem þýddi að
Ísland fór í hreinan úrslitaleik í
Búdapest upp á sæti á EM. Þegar
þrjár mínútur voru til leiksloka í
Búdapest virtist Gylfi Þór Sigurðs-
son ætla að verða hetja Íslands í
enn eitt skiptið, eftir að hafa komið
Íslandi yfir í byrjun leiks, en klaufa-
legt jöfnunarmark hleypti Ung-
verjum inn í leikinn á ný. Í upp-
bótartíma var það gulldrengur
Ungverja sem rak rýting í hjörtu
Íslendinga og skaut Ungverjum á
EM með langskoti og gerði út um
vonir Strákanna okkar.
Árangur kvennalandsliðsins á
árinu var aðeins hluti af stórkost-
legu ári Söru Bjarkar sem afrekaði
það að vinna tvöfalt fjórða árið í
röð með Wolfsburg. Sara var svo
í þeirri sérkennilegu aðstöðu að
mæta fyrrum liðsfélögum sínum
með Lyon í úrslitaleik Meistara-
deildar Evrópu nokkrum vikum
síðar og var besti leikmaður vall-
arins þegar Lyon vann Meistara-
deildina fimmta árið í röð. Sara var
á dögunum í 24. sæti yfir bestu leik-
menn heims og hefur strax tekist að
stimpla sig inn í eitt besta félagslið
sögunnar í Frakklandi.
Árangurinn var ekki slakari
hjá Grindvíkingnum Ingibjörgu
Sigurðardóttur sem fór fyrir fyrsta
meistaraliði Välerenga í Nor-
egi. Með Ingibjörgu innanborðs
vann Välerenga fyrstu tvo titlana
í sögu félagsins og var miðvörður-
inn valinn leikmaður ársins í Nor-
egi. Hin 23 ára gamla Ingibjörg fór
frá Svíþjóð yfir til Noregs með það
að markmiði að keppa í titilbaráttu
á ný og stóð hún við markmið sín
með fullt hús stiga.
Þegar gullkynslóðin í karlalands-
liðinu sem hefur komið Íslandi á tvö
stórmót fer að nálgast seinni enda
ferilsins og nokkrir gætu hafa leikið
sinn síðasta landsleik, var jákvætt
að U21 ára drengjaliðið komst í
lokakeppni EM sem fer fram á næsta
ári. Tíu ár verða þá liðin frá því að
Ísland keppti fyrst í lokakeppninni
og burðarásarnir úr því liði áttu
eftir að mynda kjarna A-landsliðs-
ins næsta áratuginn. Í U21 árs liði
Íslands var að finna leikmenn sem
náðu frábærum árangri með félags-
liðum sínum eins og Alfons Samp-
sted sem varð norskur meistari
með Bodö/Glimt í fyrsta sinn í sögu
félagsins og Andra Fannar Baldurs-
son sem lék fyrstu leiki sína í efstu
deild á Ítalíu átján ára gamall. Eng-
inn vakti þó jafn mikla athygli og
Ísak Bergmann Jóhannesson sem
lék 27 leiki í sænsku deildinni og
er eftirsóttur af mörgum af stærstu
liðum heims.
Í deildarkeppninni hér heima
endurheimtu karlalið Vals og
kvennalið Breiðabliks Íslands-
meistaratitlana eftir eins árs fjar-
veru. Hvorugu liði tókst að innsigla
Íslandsmeistaratitilinn áður en
deildarkeppnin var stöðvuð en voru
í sérflokki og aðeins tímaspursmál
hvenær titilinn hefði unnist.
Bjarki fetaði í fótspor Guðjóns
Vals og Sigurðar í Þýskalandi
Árið byrjaði á einum af betri sigrum
íslenska handboltalandsliðsins í
sögu þess, á ríkjandi heimsmeist-
urum Dana fyrir troðfullri höll
af Dönum sem áttu von á sann-
færandi sigri sinna manna. Aron
Pálmarsson minnti heimsbyggð-
ina á sig með því að fara á kostum
í 31-30 sigri Íslands. Sigur á Rússum
fylgdi tveimur dögum síðar en
tap gegn Ungverjum og Slóvenum
gerði út um vonir Íslands á því
að komast áfram í milliriðlinum
og vann Ísland aðeins einn leik af
síðustu fimm á Evrópumótinu.
Kórónaveiru faraldurinn gerði út
um umspilsleiki fyrir HM 2021 og
úthlutaði EHF Íslandi sæti á HM á
kostnað Sviss. Heimsfaraldurinn
kom einnig í veg fyrir alla leiki
kvennalandsliðsins í undankeppni
EM og kepptu Stelpurnar okkar því
enga leiki á þessu ári.
Það var ekki aðeins gegn Dönum
sem Aron sýndi snilli sína því hann
hefur verið meðal bestu leikmanna
Barcelona, sem á enn eftir að tapa
leik á árinu. Börsungar leika í
úrslitahelgi Meistaradeildar Evr-
ópu milli jóla og nýárs og hafa ekki
tapað leik í rúmlega tvö ár. Spænska
liðið þykir afar sigurstranglegt fyrir
úrslitahelgina í Meistaradeildinni
þar sem Aron fær tækifæri til að
vinna keppnina í þriðja sinn.
Annar leikmaður sem blómstr-
aði í byrjun árs var hornamaður-
inn Bjarki Már Elísson. Árbæing-
urinn varð þriðji Íslendingurinn
í sögunni til að verða markahæsti
leikmaður þýsku deildarinnar með
Lemgo. Áður höfðu Sigurður Sveins-
son og Guðjón Valur Sigurðsson
náð því afreki, en Bjarki varð áður
markahæsti leikmaður næstefstu
deildar í Þýskalandi.
Í Olís-deildunum var keppni
stöðvuð áður en kom að úrslita-
keppninni og var því enginn
Íslandsmeistari krýndur á árinu.
Fram var svo gott sem búið að
tryggja sér deildarmeistaratitilinn
í kvennaf lokki en spennan var
heldur meiri í karlaflokki þar sem
Valur var með naumt forskot á FH
á toppi deildarinnar. Framkonur
höfðu áður unnið bikarmeistara-
titilinn í kvennaf lokki en karla-
megin voru það Eyjamenn sem urðu
bikarmeistarar.
Upplifðu gleði og sorg í Ungverjalandi
Skrýtnu íþróttaári lýkur á næstunni þar sem kórónaveirufaraldurinn setti strik í reikninginn í íslensku íþróttalífi. Á alþjóðlegri
grundu áttu atvinnumennirnir góðum árangri að fagna og kvennalandsliðið í knattspyrnu getur horft stolt til baka á þetta ár.
Sara Björk var einn besti leikmaður vallarins og skoraði markið sem innsiglaði sigur Lyon á Wolfsburg í úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu, nokkrum vikum eftir vistaskipti til Lyon frá þýska félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Martin fagnar fyrri titli ársins með
Alba Berlin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Danir reyndu hvað sem þeir gátu til að stöðva Aron Pálmarsson sem fór
fyrir Íslandi í óvæntum sigri á Dönum í fyrsta leik á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
ÍSLENSKAR ÍÞRÓTTIR 2020