Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 30
VIÐ VORUM EIGINLEGA BÚIN AÐ GERA RÁÐ FYRIR ÞVÍ AÐ GETA EKKERT SÝNT LEIKRITIÐ ÞESSI JÓLIN, ÞANNIG AÐ VIÐ ERUM MJÖG ÞAKKLÁT FYRIR AÐ FÁ TÆKIFÆRI TIL ÞESS. Álfarnir Þorri og Þura eru leiknir af þeim Agnesi Wild og Sig-rúnu Harðardóttur en þeir urðu til fyrir 13 árum, þegar þær Agnes og Sigrún voru aðeins 17 ára og stefndu báðar á leiklistarnám. „Við vorum þá fengnar til að skemmta á leikskóla og ákváðum að búa til nýjar persónur sérstaklega fyrir það tilefni. Þannig urðu Þorri og Þura til, og nokkur sönglög urðu líka til þennan sama dag. Svo vatt verkefnið upp á sig, persónurnar þróuðust og fleiri ævintýri urðu til,“ útskýrir Agnes. Á tímabili lágu álfarnir aðeins í dvala á meðan Agnes og Sigrún bjuggu erlendis, Agnes fór til Lond- on að læra leiklist og Sigrún var í Þýskalandi og Bandaríkjunum í tónlistarnámi. Álfarnir dúkkuðu samt upp af og til og undanfarið hefur verið mikið að gera hjá Þorra og Þuru. Haustið 2018 voru frum- sýndir nýir þættir á RÚV sem heita Týndu jólin og í vor verður frum- sýnd önnur þáttaröð á RÚV sem mun bera nafnið Þorri og Þura: vinir í raun. Jólaævintýrið í Tjarnarbíói var svo frumsýnt um síðustu jól og seldist þá upp á allar sýningarnar og því stefndu þær stöllur á annað eins nú þessi jólin. Semja verkið og tónlistina sjálfar Agnes og Sigrún ásamt Evu Björgu Harðardóttur sem hannar leikmynd og búninga mynda leikhópinn Mið- nætti sem sérhæfir sig í vönduðu leikhúsi og sjónvarpsefni fyrir börn. Meðal verka sem hópurinn hefur unnið að er brúðuleiksýningin Á eigin fótum, sem var tilnefnd til tveggja Grímuverðlauna og hefur ferðast víða um heim, meðal ann- ars til Grænlands, Eistlands og Pól- lands. Um þessar mundir vinnur hópurinn að nýrri brúðusýningu í samstarfi við Þjóðleikhúsið en sú leiksýning heitir Geim-mér-ei og verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í janúar. Þær Agnes og Sigrún leika ekki aðeins álfana heldur er Agnes höf- undur verksins og samdi Sigrún alla tónlist sýningarinnar. Leikmynd og búninga hannar svo Eva Björg Harð- ardóttir og leikstjórn er í höndum Söru Marti Guðmundsdóttur. Sýningin fjallar um það þegar Þorri og Þura fá afa í heimsókn, en hann biður þau að passa jóla- kristalinn sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum. En það gengur alls ekki nógu vel hjá þeim og jólakristallinn hættir að lýsa. Þorri og Þura leggja af stað í ævin- týraferð til að finna leið til að laga kristalinn og finna jólagleðina í hjartanu. Þau lenda í ýmsum hremmingum, en allt fer þó vel að lokum. Að sögn Agnesar er um að ræða hugljúfa sögu sem minnir okkur á að lítil góðverk geta haft mikil áhrif og kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum. Spennt að hitta litlu vini sína Leikarinn Sveinn Óskar Ásbjörns- son tekur einnig þátt í sýningunni og bregður sér í ólík hlutverk; Afa, búálfsins Huldu, Jólakattarins og Jóla-Sveins. Agnes segir það gleðja hópinn mikið að nýjar reglur heimili aftur leikhússýningar en auðvitað sé sótt- varnareglna gætt til hins ítrasta. „Það er alveg frábært, við vorum eiginlega búin að gera ráð fyrir því að geta ekkert sýnt leikritið þessi jólin, þannig að við erum mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til þess. Tjarnarbíó er alveg til fyrirmyndar í öllum sóttvörnum og passar upp á að öllum reglum sé fylgt. Við erum líka svo spennt að hitta alla litlu vini okkar aftur og fá að færa barna- fjölskyldum smá jól í hjarta,“ segir Agnes en til stóð að sýna sýninguna allan desembermánuð svo það er ekki seinna vænna að færa álfana á fjalirnar. Aðeins mega vera 50 gestir yfir 15 ára aldri á hverri sýningu og því eru tilmæli hópsins að fjölda fullorð- inna með hverjum hópi sé haldið í lágmarki. Reglur um fjarlægðar- og sam- Færa fjölskyldum sól í hjarta Jólaævintýri Þorra og Þuru verður sýnt nú um helgina í Tjarnarbíói tvisvar á dag. Sýningin hentar að sögn aðstand- enda ungum sem öldnum en í ljósi gildandi takmarkana eru börn beðin að takmarka fjölda fullorðinna með sér. Sveinn Óskar Ásbjörnsson, Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir í hlutverkum sínum í verkinu Jólaævintýri Þorra og Þuru. Agnes Wild, eða Þorri, starfar bæði sem leikkona og leikstjóri, Sigrún, eða, Þura, semur alla tónlist í verkum hópsins en starfar einnig sem fiðluleikari. Haustið 2018 voru sýndir á RÚV þættirnir Týndu jólin og í vor verður sýnd ný þáttaröð á RÚV sem mun bera nafnið Þorri og Þura: vinir í raun. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is komutakmarkanir gilda ekki fyrir börn 15 ára og yngri. „Þar sem þetta er fjölskyldusýn- ing og hátt hlutfall gesta eru börn verður selt í allar sætaraðir en eitt autt sæti haft milli ótengdra. Æski- legt er að ótengdir fullorðnir ein- staklingar hafi því barn yngra en 15 ára á milli sín við val sæta,“ segir Agnes. Hver er stærsta áskorunin við að skemmta börnum? „Þau eru svo hreinskilin! Það fer ekki á milli mála hvort þeim líkar leikritið eða ekki, þau láta strax vita. Við erum svo heppin að vera búin að sýna hundruð leikskólasýninga í gegnum árin og þar höfum við komist að þessu, það er mjög dýr- mætt, þá getum við haldið áfram að þróa karakterana og sögurnar okkar þannig að börnum þyki þær skemmtilegar og spennandi.“ Hvað er skemmtilegast við að leika fyrir börn? „Það er svo skemmtilegt hvað börn leyfa sér að lifa sig inn í leikritið. Þau eru svo miklir þátttakendur í sýn- ingunni bara með nærveru sinni. Þau hika ekki við að syngja með ef þau kunna lögin, hlæja og brosa. Það gefur okkur svo mikið.“ Fyrir hvaða aldur er sýningin helst ætluð? „Fyrir stóra sem smáa! En flestir gestirnir okkar eru á aldrinum 2 til 8 ára ásamt fjölskyldum sínum.“ 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.