Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 72
Platan hefur hlotið frábærar viðtökur líkt og eldri systirin. Á plötunni eru textarnir í aðalhlutverki og sækir Swift efni­ við víða. Líkt og hún gerði á folk­ lore, þá eru mörg lögin skrifuð frá sjónarhorni ímyndaðra og raun­ verulegra persóna. Hjartnæmir hugarórar Líkt og á folklore er platan að miklu leyti unnin í samstarfi við Aaron Dessner í hljómsveitinni The National. Þá kemur Jack Antonoff, sem Swift hefur unnið mikið með undanfarin ár, einn­ ig við sögu en þó bara í tveimur lögum að þessu sinni, popplaginu gold rush og ivy. Eftir útgáfu folklore veltu margir vöngum yfir því hver William Bowery væri, en hann var skráður sem einn höfunda laganna betty og exile. Ein algengasta uppá­ stungan var sú að þetta væri kær­ asti Swift, leikarinn Joe Alwyn, og reyndist það tilfellið. Á evermore snýr hann aftur og er skráður fyrir þremur lögum. Í gegnum tíðina hefur Swift lagt það að í vana sinn að setja til­ finningaríkustu lögin sem fimmtu lög plötunnar og á evermore er þar engin undantekning. Í laginu segir frá konu í ástarsambandi sem upp­ lifir að ást sín sé ekki endurgoldin. Einhverjir töldu að hún væri mögulega að skrifa út frá sjónar­ horni myndlistarkonunnar Fridu Kahlo, þar sem söguhetjan segir elskhuga sinn vera eldri og vitrari en hún og að hún velji bestu litina fyrir portrettmyndina af honum. Óður til ömmu Tilfinningaríkasta lag plötunnar er þó sennilega frekar þrettánda lag plötunnar, marjorie. Lagið er óður Swift til móðurömmu sinnar, óperusöngkonunnar Marjorie Finley, sem lést árið 2003. Í laginu rifjar hún upp hjartfólgnar minn­ ingar af ömmu sinni sem augljós­ lega var mikill áhrifavaldur í lífi hennar. Í textamyndbandinu við lagið má sjá fjölda myndbrota af ömmu hennar og má heyra rödd hennar í bakgrunni. Rob Sheffield, blaðamaður hjá Rolling Stone, segir lagið vera eitt merkilegasta lag Swift og bendir á að lagið eigi sérstaklega við á þeim tímum sem við nú lifum þegar margir syrgja ástvini sína. Þá er gaman að geta þess að á folklore var lagið epiphany númer þrettán, en þar vísaði hún til afa síns sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og tengdi það við raunir heilbrigð­ isstarfsfólks á okkar tímum. Einnig er áhugavert að talan þrettán er Swift afar hugleikin en hún er fædd þann 13. desember árið 1989 og hefur notað töluna þrettán á svo marga og marg­ slungna vegu að ómögulegt er að gera því skil nema með umtals­ verðri rannsóknarvinnu. Fjörugasta lag plötunnar er sennilega lagið long story short þar sem rödd Swift og trommuheili eru í aðalhlutverki. Í laginu, sem er ástaróður til núverandi elskhuga, vísar hún til ævintýra á borð við Lísu í Undralandi þegar hún segist hafa dottið ofan í kanínuholu en þó lifað af. Óhætt er að fullyrða að árið 2020 hafi verið fullt af myrkri og vonbrigðum, en Taylor Swift til­ heyrir þeim ekki. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Að eilífu Taylor Taylor Swift gaf nýverið út sína níundu plötu, evermore. Hún lýsir henni sem systur folklore sem kom út í sumar. Taylor Swift varð 31 árs 13. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að hún gaf út sína níundu plötu. Til samanburðar er gaman að geta þess að Leonard Cohen var 33 ára gamall þegar hann gaf út sína fyrstu plötu. Taylor Swift hefur verið afar akastamikil undanfarið ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Taylor Swift syngur meðal annars um ömmu sína á nýju plötunni. SKRUDDA Hamarshöfða 1 – 110 – Reykjavík skrudda@skrudda.is – 5528866 www.skrudda.is Pottþéttar bækur 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.