Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 112
1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R80 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2020 Leikstjórinn Bong Joon Ho var þarna sagður geta reynst mikill múrbrjótur og það boðaði miklar breytingar í Hollywood að honum hafi tekist að smygla Sníkjudýrum sínum inn í bandaríska þjóðarsál. Veiran leikur lausum hala Skömmu síðar slapp önnur og öllu verri padda frá Wuhan laus og mun óumdeilanlega hafa varanleg áhrif á framleiðslu og dreifingu kvik- mynda. Kórónaveiran fer ekki frekar en aðrir sjúkdómar í manngreinarálit, eins og fræga fólkið í Hollywood hefur mátt reyna á eigin skinni. Fyrstu mánuði ársins var annars fólk í Los Angeles ekkert frekar en í Reykjavík að gera of mikið með pestina frá Kína, en það átti heldur betur eftir að breytast og í heimi fræga fólksins hrökk fólk upp við vondan draum 11. mars, þegar leikarinn Tom Hanks, laus við alla smitskömm, tilkynnti að hann og konan hans, Rita Wilson, hefðu greinst með COVID-19 þegar þau voru í Ástralíu. Fleiri stjörnur fylgdu í kjölfarið á næstu mánuðum og greindu frá smiti. Þar á meðal voru Idris Elba, Madon na og P i n k . Breska konungsf jölskyldan lét svo þau boð út ganga undir lok marsmánaðar að Karl prins hefði smitast og væri í sjálfskipaðri ein- angrun í Skotlandi. Nokkru síðar spurðist út að Vilhjálmur prins, sonur Karls og bróðir almúgamannsins Harrys, hefði smitast um svipað leyti og faðir hans, en hafi kosið að halda veikindum sínum leyndum. Black Lives Matter Þann 25. maí myrti hvítur lög- reglumaður George Floyd með fádæma fantaskap og fúlmennsku. Myndbandsupptökur af morðinu fóru sem eldur í sinu um gervöll Bandaríkin og þaðan út um allan heim. Fólki var nóg boðið og krafa #BlackLivesMatter-hreyfingarinn- ar um sjálfsögð mannréttindi þel- dökkra bergmálaði um víða veröld. Margar stórstjörnur í Hollywood blönduðu sér í baráttuna gegn lögregluof beldi og rótgrónu kyn- þáttamisréttinu í Bandaríkjunum. Jamie Foxx, Ben Aff leck, Kristen Stewart, Emily Ratajkowski, Brad Pitt og f leiri tóku vikum saman þátt í friðsamlegum mótmælum í Los Angeles og New York. Leikarinn John Cusack sagði lögregluna hafa ráðist að sér með kylfur á lofti á mótmælum í Chi- cago og stallsystkin hans, Cole Sprouse og Jaime King, sögðust hafa verið handtekin í Los Angeles. Chrissy Teigen, Seth Rogen, Drake og f leiri buðust til þess að leggja fram tryggingafé til þess að fá mót- mælendur leysta úr haldi. Aðrir tjáðu sig með ýmsum hætti í f jöl- og samfélagsmiðlum og þannig keypti JAY-Z heilsíðuaug- lýsingar í dagblöðum vítt og breitt um Bandaríkin til þess að heiðra minningu George Floyd og Ashton Kutcher útskýrði Black Lives Mat- ter í tilfinningaþrungnum skila- boðum á Instagram. toti@frettabladid.is Nýr kafli í langri sorgarsögu Britneyjar Spears hófst á þessu ári þegar söngkonan gerði til- raun til þess að brjótast undan ofríki föður síns á þeim for- sendum að hún treysti honum ekki. Pabbi hennar hefur í tólf ár stjórnað fjármálum hennar og í raun öllu hennar lífi, en nú finnst #FreeBritney-hreyfingunni nóg komið og krefst þess að Jamie Spears gefi dóttur sinni fullt frelsi. Sjálf segist hún ekki ætla að troða upp á meðan faðir hennar stjórni öllum hennar málum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Herra Kim Kardash- ian, Kanye West, var í ruglinu meira eða minna allt árið og tókst með ýmsum undar- legum uppátækjum að skyggja jafnvel á eigin- konuna, sem hefur einstakt lag á að fanga sviðsljósið. Kanye toppaði um miðjan júlí þegar hann lýsti yfir framboði til embættis forseta Bandaríkjanna undir merkjum Af- mælisflokksins. Við tók slíkur fjölmiðla- sirkus að óttast var um geðheilsu Kanye og að lokum staðfesti Kim að hann væri með geðhvörf. Minna hefur farið fyrir tónlistar- manninum undir lok ársins og já, Joe Biden er víst næsti forseti Bandaríkjanna. Brad Pitt var virkur í Black Lives Matter- mótmæl- unum. Rita Wilson og Tom Hanks voru með þeim fyrstu í Hollywood til að upplýsa um CO- VID-smit. POTTARNIR OKKAR ERU MÆTTIR Heitir & Kaldir Einstaklega vandaðir viðarpottar sem hægt er að nota sem heitann & kaldann pott. Tröppur og lok fylgja með! Tvær stærðir í boði 160x160cm & 120x120cm Verð Frá 148.000 kr Ögurhvarf 2 www.dekkor.is 846 4444 Til sýnis í verslun okkar Dekkor pottur.indd 1 18.12.2020 13:59:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.