Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 42
Falleg förðun er ómiss-andi við jólakjólinn og fengum við Helgu Krist-jáns förðunarfræðing og ritstjóra tísku- og lífsstílsvefsins Hér er og samfélagsmiðlara Smáralindar, til að gefa lesendum ráð þegar kemur að hátíðaförðuninni. Aðspurð um trendin í vetur segir Helga: „Þessi vetur hefur augljós- lega verið ólíkur öllum öðrum og kannski margir sem hafa látið maskarann duga þegar kemur að förðun. Hins vegar er það óskrifuð regla að rauðar varir og glimmer á alltaf upp á pallborðið í kringum jól og áramót. Á tískupöllunum sáum við nátt- úrulega ljómandi húð sem auðvelt er að framkalla með góðu raka- kremi eða ljómandi farðagrunni. Skærrauðar varir, ófullkominn eyeliner í rokkarastíl og „f luffy“ augabrúnir voru einnig áberandi. Eitt stærsta Instagram-trendið sem tröllríður förðunartískunni er svokölluð „foxy eye“-förðun en þá er notaður eyeliner langt niður í augnkrók og upp að augabrún sem framkallar andlitslyftingu. Fyrirsætan Bella Hadid er talskona þessa trends,“ segir Helga en eins og heyra má er ekki komið að tómum kofunum hjá henni þegar kemur að tískutrendum enda býr hún að yfir tíu ára reynslu úr tískuheiminum þar sem hún hefur starfað sem stíl- isti, förðunarfræðingur og blaða- maður en einnig förðunarritstjóri hjá íslenska Glamour og Nýju lífi. Hvað er nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni? „Ég fer ekki langt án Total Finish- púðurfarðans sem ég kalla fótó- sjopp í dós. Svo er ég líka orðin háð varablýöntum, mínir uppá- halds heita Classy Rose og Stunn- ing Nude frá Sensai. Ég stelst til að teikna örlítið út fyrir línurnar, ég elska næntís-varablýantstískuna eða Astro-stílinn eins og ég hef stundum kallað hann. Nýjasta uppgötvunin þín í förð- unarvöru? „Ég hreinlega verð að segja ykkur frá augnháraserumi sem ég upp- götvaði um daginn. Aumingjalegu augnhárin mín eru í fyrsta sinn á ævinni orðin mjög löng og þétt. Þegar maðurinn minn spurði mig um daginn hvort ég væri ekki með gerviaugnhár, varð ég enn sann- færðari um þessa miklu snilldar- uppgötvun. Mæli þúsund prósent með fyrir konur sem vilja lengri og þéttari augnhár. Það heitir Grande Lash MD og er mest selda vara sinn- ar tegundar í Sephora en það fæst í Hagkaup í Smáralind hér á landi. Besta förðunartrikkið? „Mikilvægast er að næra húðina vel og preppa fyrir farðaásetningu og svo finnst mér líka algert möst að nota bronserinn til að blanda augn- skuggann upp augnlokið í lokin eða jafnvel nota hann einan og sér í kringum augun. Algerlega vert að prófa! Svo er best að nota hyljara eftir að augnförðunin er kláruð, svona til að „hreinsa til“. Hvað þarf að eiga fyrir fallega spariförðun? „Góður farði er gulls ígildi, fagur- rauður varalitur með réttum undir- tón fyrir þinn húðlit og ekki er verra að eiga augnskuggapall ettu með einum augnskugga sem „poppar“ og er sanseraður eða glitrandi, sem hægt er að nota á miðju augnloksins og gerir förðunina sparilega. Hvaða farði er í uppáhaldi? Cellular Performance frá Sensai er uppáhalds í augnablikinu, dásamlega kremaður, hylur ein- staklega vel og er náttúrulegur á húðinni. Rauðar varir eiga alltaf við um jól Þó það séu bara nánustu í jólakúlunni okkar þetta árið er ekkert vit í öðru en að vera í veislugír, klæða sig upp fyrir sjálfan sig og sitt fólk. Þá er falleg förðun auðvitað lykilatriði . Þeir sem vilja spreyta sig á þessari fallegu förðun sem Helga skartar hér sjálf geta fundið myndband sem sýnir hana skref fyrir skref undir nafninu Spariförðun inni á Facebook-síðu Sensai Cosmetics. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Helga mælir heilshugar með Grande Lash-augnháraseruminu en það fæst í Hagkaup, Smáralind. Brow Artist Plumper augabrúna- gelið frá Maybelline er gott að nota til að framkalla „fluffy“ augabrúnir. Cellular Performance-farðinn er í miklu uppáhaldi hjá Helgu. Helga segir nauðsynlegt að eiga augn- skuggapallettu með einum lit sem „poppar“ eða er sans- eraður og gerir förðunina extra sparilega. Hér má sjá pall- ettuna sem hún notaði í sína förðun, Petal Dance frá Sensai. Falleg augnskuggapalletta frá Dior. Ruby Woo frá MAC er dásam- lega sparilegur varalitur og sívinsæll. Aura Dew frá Shiseido er krem-púðurkenndur high- lighter sem fallegt er að nota til að fá glans á augnlokin. Sparileg gerviaugnhár frá Eyelure eru tilvalin í jólaförðunina. Heavy Metal-eyelinerarnir frá Urban Decay eru nauðsyn á áramótum. Í samstarfi við Beautybox og Sensai setti Helga saman uppáhaldsvörur sínar í sett sem koma í takmörkuðu upplagi fyrir jólin. Annars vegar er um að ræða sett af vörum fyrir fullkomna augnförðun og hins vegar fyrir ljómandi húð og varir. Vörurnar fást inni á vefversluninni Beautybox.is. Hér má sjá dæmi um fagurrauðar varir á fyrirsætu baksviðs á sýningu hjá tískuhúsinu Oscar de la Renta. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.