Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 8
5,1 milljarð er áætlað að fram- kvæmdirnar kosti. Opnunartímar Kirkjugarða Reykjavíkur um jólin Á aðventunni, um jól og áramót eru Fossvogskirkjugarður, Gufuneskirkjugarður, Kópavogskirkjugarður og Hólavallagarður opnir allan sólarhringinn nema Fossvogskirkjugarður er lokaður fyrir allri bílaumferð á aðfangadag milli kl. 11:00 og 14:00 vegna mikils fjölda gangandi og slysahættu. Þeir sem ekki geta vitjað leiða ástvina sinna nema koma akandi er bent á að koma annað hvort fyrir eða eftir tilgreindan lokunartíma. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Á Þorláksmessu og aðfangadag er hringakstur í Gufuneskirkjugarði með aðkomu eingöngu frá Hallsvegi og farið er út norðan megin inn á Borgaveg eins og verið hefur. Símavarsla verður á skrifstofu Kirkjugarðanna á aðfangadag og gamlársdag frá kl. 8:00-12:00 í síma 585 2700 fyrir þá sem þurfa að leita upplýsinga og aðstoðar. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum www.gardur.is Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. www.kirkjugardar.is Hafðu samband í síma 568 8000 eða pantaðu gjafakort á borgarleikhus.is Gefðu tengdó trúnó um jólin Umhverfisstofnun auglýsir hér með tillögu að vatnaáætlun fyrir Ísland 2022-2027 í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og umhverfisskýrslu skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Tillögurnar eru aðgengilegar á vefsíðu Umhverfisstofnunar www.vatn.is og liggja frammi til kynningar á skrifstofu Umhverfis- stofnunar. Ábendingar og athuga- semdir sendist á ust@ust.is merkt „Stjórn vatnamála“ eða til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir eru sex mánuðir eða til og með 15. júní. STJÓRNSÝSLA Stefnt er að því að fara í nýtt útboð vegna enduruppbygg- ingar skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli í janúar. Öllum til- boðum var hafnað í útboðinu í nóvember og ný áætlun er nú komin inn á borð sveitarfélaganna. Kostn- aðurinn er nú metinn 5,1 milljarður króna í stað 3,6 áður. Verkefnið er afar umfangsmikið og á sér aðdraganda allt til ársins 2007 en árið 2018 undirrituðu borg- ar- og bæjarstjórar á höfuðborgar- svæðinu samkomulag. Um er að ræða fjórar skíðalyftur í Bláfjöllum og eina í Skálafelli, snjóframleiðslu og endurnýjun skíðaskála. Vanda- mál með uppboðið, kæra frá Veitum og heimsfaraldurinn hafa tafið upp- bygginguna. Magnús Árnason, forstöðumaður Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, segir að öll tilboðin hafi verið yfir áætlun. Því hafi hún verið endur- skoðuð og verkefnum deilt niður á f leiri ár. „Við erum að skoða af hverju tilboðin voru öll hærri en lægstu verð birgjanna,“ segir hann. Birgjarnir eru erlend skíðalyftufyr- irtæki. „Það er mikill áhugi á þessu verkefni hjá þeim og við viljum fá sem flesta til að bjóða í.“ Vegna faraldursins tafðist fyrra útboðið um fjóra mánuði. Í fyrra tafðist verkefnið vegna kæru Veitna sem töldu aukna umferð um Blá- fjallaveg þurfa að fara í umhverfis- mat þar sem hann liggi um vatns- verndarsvæði. Magnús segir þetta atriði leyst með samkomulagi Veitna og Vegagerðarinnar. Þegar sé byrjað að gera vegaxlir öruggari. Samkvæmt Magnúsi munu fram- kvæmdirnar ekki skerða starfsem- ina í fjöllunum. Þær fari allar fram á sumrin. „Við stefnum á að geta hafið framkvæmdir árið 2022 en um leið og þetta fer í gang mun þetta gerast hratt,“ segir Magnús. Fyrst verði farið í lyfturnar og snjóframleiðslu en skálarnir verði kláraðir eftir 2030. „Þetta verður þvílík upplyfting fyrir allt skíða- og brettafólk í land- inu,“ segir Magnús. Síðan lyftan Kóngurinn var sett upp árið 2004 hafi lítið gerst. „Búnaðinum hefur hrakað og við þurft að taka eina stólalyftu úr umferð. Þegar þetta verður klárað mun fólk geta valið sér brekku við hæfi, mannskapur- inn dreifist og raðir styttast. Í Skála- felli til dæmis mun lyftan fara helm- ingi hraðar og geta tekið helmingi f leira fólk.“ Framkvæmdirnar munu ekki aðeins nýtast almenningi vel heldur einnig þeim sem stunda æfingar. Betur verður hægt að halda þeim út af fyrir sig. Magnús segir að því miður sé staðan sú í dag að iðk- endur og almenningur blandist of mikið saman. Með snjóframleiðslunni verður einnig hægt að lengja tímabilið. Undanfarin ár hefur það hafist í nóvember eða desember og staðið fram á vor og tekist að lengja það eitthvað með snjógirðingum. „Það verður hægt að tryggja snjó fyrr, sem stendur betur af sér hlákur,“ segir Magnús. „Þó að aðstæður á Akureyri séu ekki fullkomlega sam- bærilegar við okkar þá varð versti veturinn með snjóframleiðslu þar betri en sá besti án hennar.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Nýtt útboð og matið hækkað Kostnaðarmat við enduruppbyggingu skíðasvæð- anna á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 1,5 milljarða. Framkvæmdir gætu hafist árið 2022. Framkvæmdirnar á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli verða gerðar á sumrin og munu því ekki skerða starfsemina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Búnaðinum hefur hrakað og við þurft að taka eina stólalyftu úr umferð. Magnús Árnason, forstöðumaður Skíðasvæða höfuðborgar- svæðisins Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is COVID-19 Ísland er nú appelsínugult á áhættukorti Evrópsku sóttvarna- stofnunarinnar, ECDC, sem komið var á fót í haust vegna COVID-19. Kortið var búið til fyrir samræm- ingu takmarkana, til dæmis hvort fólk þurfi að fara í skimun ferðist það á milli svæða. Þegar kortið var búið til var Ísland merkt grátt þar sem ekki lágu nægilegar upplýsingar fyrir en varð fljótt rautt, sem er efsta stigið. Í dag er langstærstur hluti álfunnar rauður. Í ljósi fækkunar tilfella og fjölda prófana er Ísland komið niður um hættustig. Önnur appelsínugul svæði eru Írland, Finnland utan Helsinki, Vestur-Noregur og ein- staka svæði í öðrum ríkjum, svo sem Krít og Korsíka. Einungis Norður-Noregur, Staf- angurssvæðið og Grænland eru grænmerkt, sem er lægsta hættu- stigið. – khg Ísland orðið appelsínugult Langstærstur hluti Evrópu er rauður sem er efsta hættustig. 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.