Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 10
Telur undirrituð
borðleggjandi að
kerfið verði boðið út í heild
sinni um leið og fyrir liggur
stefna sem tekur mið af
Samgöngusáttmálanum.
Theódóra S.
Þorsteinsdóttir,
bæjarfulltrúi
BF Viðreisnar í
Kópavogi
Breyting á Aðalskipulagi
Eyja-og Miklaholtshrepps
Miðhraun 2
Hreppsnefnd Eyja-og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi þann
1. október 2020 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Eyja-og
Miklaholtshrepps 2018-2038 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að lítils háttar færsla verður á mörkum
landnotkun arreita í landi Miðhrauns 2 vegna fyrirhugaðrar þjónustu við
ferðafólk. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags.
14. september 2020.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa
Eyja-og Miklaholtshrepps.
Ragnar Már Ragnarsson
Skipulagsfulltrúi Eyja-og Miklaholtshrepps
Eyja og Miklaholtshrepps
ORKURANNSóKNASJóÐUR
Ert þú að grúska fyrir
grænan heim?
Eitt stærsta verkefni okkar er að skila jörðinni til komandi
kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en við tókum við henni.
Nútíminn kallar á grænar lausnir til að ná þessu takmarki,
og ein stærsta græna lausnin er orkuvinnsla úr auðlindum sem
endurnýja sig og valda lítilli losun á gróðurhúsalofttegundum.
Rannsóknaverkefni sem tengjast orku- og umhverfismálum
geta skipt sköpum í leitinni að þessum grænu lausnum og
Orkurannsóknasjóður styður við slík verkefni á vegum háskóla,
stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.
Við auglýsum nú eftir umsóknum um styrki frá sjóðnum.
Nánari upplýsingar, auk umsóknareyðublaðs,
er að finna á vef Landsvirkjunar
landsvirkjun.is
Umsóknum er skilað á netfangið
orkurannsoknasjodur@landsvirkjun.is
Umsóknarfrestur er til og með
11. janúar 2021
STJÓRNSÝSLA Theódóra S. Þor-
steinsdóttir, bæjar f ulltr úi BF
Viðreisnar í Kópavogi, gagnrýnir
misbresti í innkaupum vegna
umferðarljósaker f is á höf uð-
borgarsvæðinu . Kemur þett a
fram í bókun hennar í bæjarráði á
fimmtudag.
Í bókuninni vék hún að Betri
samgöngum, nýju félagi ríkisins
og sex sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu. Samkomulag þessara
aðila sé að ráðist verði strax í mark-
vissar aðgerðir til að nýta tækni-
lausnir og bæta umferðarljósakerfi
á höfuðborgarsvæðinu.
„Í ljósi þess hvernig verkefnið
um umferðarstýringu á höfuð-
borgarsvæðinu hefur farið af stað
með úrskurðum um meðal annars
að ekki sé gætt að ákvæðum laga,
álagningu stjórnvaldssekta og
krafna um greiðslu skaðabóta þá
telur undirrituð borðleggjandi að
kerfið verði boðið út í heild sinni
um leið og fyrir liggur stefna sem
tekur mið af samgöngusáttmál-
anum,“ segir í bókun Theódóru.
Þarna vitnar Theódóra til nýs
úrskurðar kærunefndar útboðs-
mála sem lagði stjórnvaldssektir
á Reykjavíkurborg og Vegagerðina
fyrir að hafa samið beint við fyrir-
tækið Smith & Norland um kaup á
ljósastýringarbúnaði og þjónustu
í stað þess að bjóða viðskiptin út.
Borgin er enn fremur bótaskyld
vegna útboðs sem fellt var niður.
Theódóra vill að tryggt verði að
meginreglur opinberra innkaupa
séu virtar.
„Í því felst meðal annars að
tryggja jafnræði milli fyrirtækja við
tilboðsgerð með það að leiðarljósi
að hagkvæmni sé leitað með virkri
samkeppni og til að efla nýsköpun
og þróun við innkaup hins opin-
bera,“ segir í bókun Theódóru sem
áheyrnarfulltrúinn Sigurbjörg E.
Egilsdóttir úr Pírötum tók undir.
„Það að kaupa miðlæga stjórn-
tölvu án útboðs en ætla síðan í
framhaldinu að bjóða út viðbótar-
búnað sem háður er þessari stjórn-
tölvu tryggir ekki jafnræði milli
fyrirtækja og við höfum enga vissu
um að geta þannig keypt nýjustu
og bestu lausnina á hagkvæmasta
verðinu,“ segir Sigurbjörg við
Frétta blaðið.
„Það hlýtur að vera farsælast
að móta fyrst stefnu í samráði við
sveitarfélögin sem eru aðilar að
samgöngusáttmálanum og bjóða
síðan kerfið út í heild sinni miðað
við þau markmið og væntingar sem
koma út úr þeirri stefnu. Lýðræðis-
legra og gagnsærra ferli skilar sér
í bæði aukinni skilvirkni og meiri
sátt,“ bætir Sigurbjörg við.
Bæjarráðið í heild beindi því til
stjórnar Betri samgangna að marka
skýra stefnu í ljósastýringu í sam-
ráði við aðila Samgöngusáttmálans.
„Mikilvægt er að í kjölfarið verði
farið í útboð sem tryggir heildar-
lausn sem taki mið af öllum tegund-
um samgangna sem er í samræmi
við markmið Samgöngusáttmál-
ans,“ segir í bókun bæjarráðsins.
gar@frettabladid.is
Bjóði kerfið út í heild
Fulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi segir að þar sem lögum hafi ekki verið fylgt
við innkaup á umferðarljósastýringu sé ljóst að bjóða þurfi kerfið út í heild.
dot.is
DÓT
Gæði á góðu verðiKíktu á úrvalið
Sendum um land allt
Sigurbjörg Erla
Egilsdóttir,
bæjarfulltrúi Pír
ata í Kópavogi
1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð