Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 102
FULLKOMIN BLANDA fyrir notalegasta tíma ársins Óhætt er að segja að 2020 sé ekki uppáhalds ár í lífi f lestra. Árið hefur þó reynst Ragnari Jónassyni glæpa- sagnahöfundi einkar gjöfult. Hann hefur selt jafnmikið af bókum árið 2020 og samanlagt frá 2009, þegar fyrsta bókin hans kom út, og til ársins 2019. Fyrir ári fagnaði Ragnar því að milljónasta eintakið af bók eftir hann seldist í Eymundsson fyrir jólin. Í ár hefur hann tvöfaldað þá sölu. Lætur nærri að það seljist tvær bækur eftir hann á hverri mínútu einhvers staðar í heiminum. Þarna munar mestu um það að um það bil 700.000 eintök hafa selst í Frakk- landi og Þýskalandi á árinu en þau lönd eru orðin hans helstu vígi. Bækur hans koma nú út í á fjórða tug landa. Sigurganga í Þýskalandi Mistur varð fyrsta íslenska bókin til að komast á topp þýska metsölulist- ans og um tíma átti Ragnar þrjár af tíu mest seldu bókunum þar í landi. Dimma hefur nú setið á þýska met- sölulistanum í 30 vikur samfleytt, þar af 29 vikur í röð á topp tíu. Eldra metið átti Arnaldur Indriðason, árið 2005, þegar Napóleonsskjölin voru níu vikur í röð á topp tíu. Þess má líka geta að Dimma náði einnig efsta sætinu á lista yfir mest seldu glæpasögur Frakklands í mars og Drungi fór í toppsætið á Amazon Kindle metsölulistanum í Bretlandi í febrúar, yfir allar bækur. Þá var tilkynnt um samning við CBS sem hyggst framleiða átta þátta sjónvarpssyrpu byggða á Dimmu og samningar um gerð sjónvarspsseríu eftir Siglufjarðarbókum Ragnars eru nú á lokastigi. Glæpasaga ársins í Bretlandi Mistur hlaut í haust Capital Crime verðlaunin sem besta glæpasaga ársins í Bretlandi en það eru glæpa- sagnahátíðin Capital Crime og Amazon Publishing sem standa að verðlaununum. The Times valdi Mistur sem eina af glæpasögum árs- ins í Bretlandi, rétt eins og Sunday Times. Dagens Nyheter valdi Mistur sem eina af bestu glæpasögum árs- ins í Svíþjóð. Þá var Snjóblinda til- nefnd sem frumraun ársins í f lokki þýddra glæpasagna í Hollandi. Framúrskarandi lokaþáttur Sunday Times valdi Vetrarmein sem eina af glæpasögum desembermán- aðar á dögunum. Í dómnum sagði: „Fyrir tuttugu árum var Ísland hvergi að finna á lista yfir þau lönd sem hafa skapað metsöluhöfunda í röð glæpasagnahöfunda. Gullöld glæpasögunnar á 20. öld fór fram hjá landinu; það eru engin dæmi um glæpasögur sem skrifaðar voru á milli 1950 og 1970. Þetta hefur gjör- breyst, þökk sé nokkrum íslenskum höfundum – Arnaldi Indriðasyni, Yrsu Sigurðardóttur og nú Ragnari Jónassyni … Þessi vægðarlausa sena [lát ungrar stúlku] minnir á svipaðan atburð í Snjóblindu, fyrstu bókinni í röðinni, og undirstrikar þá trú Ragnars Jónassonar að frumlegir glæpir séu sjaldgæfir. Rétt eins og Agatha Christie hefur hann meiri áhuga á endurtekningum í mann- legu eðli – græðgi, eigingirni, eyði- leggjandi þrám – sem Ari Þór þarf að rýna í innan um lygar hinna grunuðu og tilraunir þeirra til að afvegaleiða hann. Vetrarmein er framúrskarandi lokaþáttur í Sigluf jarðarsyrpu Ragnars, þar sem hann færir hina hefðbundnu glæpasögu í nýjan búning, kunnugleg og framandi stef sameinast áreynslulaust. Haf i Ísland misst af gullöld glæpasagnanna, þá er landið – og Ragnar – svo sannarlega að bæta upp fyrir það núna.“ Ævintýraleg velgengni Það lætur nærri að tvær bækur eftir glæpasagnahöfundinn Ragnar Jónasson seljist á hverri mínútu ein- hvers staðar í heiminum. Um 700.000 eintök af bókum hans hafa selst í Frakklandi og Þýskalandi á árinu. Ragnar Jónasson hefur sannarlega átt gott ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI BÆKUR Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin Yrsa Sigurðardóttir Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 167 Eftirvæntingin var mikil hjá gagnrýnanda þegar spurðist út að von væri á nýrri barnabók eftir glæpasagnadrottninguna Yrsu Sigurðardóttur. Fyrri barnabækur höfundar sem komu út í kringum síðustu aldamót voru hreint út sagt frábærar, bráðfyndnar og eftirminnilegar. Þar lágu Danir í því (1998) og Við viljum jólin í júlí (1999) standa þar upp úr. Nýja bókin, Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin, fjallar um heimilis- köttinn Herra Bóbó, sem lítur á sig sem mikinn hefðarkött. Þegar ný læða f lytur í næsta hús sem efast um uppruna hans hefst mikið ævintýri þar sem Herra Bóbó þarf að sanna sig með forláta ættbók. En hvað er eiginlega ættbók? Hann fær hjálp frá músinni Amelíu sem býr í kjallaranum og á milli þeirri skapast fallegt vinasamband. Sagan er sögð frá sjónarhorni kattarins og oft virðist heimur mannfólksins kómískur með augum hans. Katta- eigendur geta tengt sérstaklega við hegðun Herra Bóbós gagnvart eigendum sínum, hvernig hann fer sínar eigin leiðir, lítur stórt á sig og telur sig stýra öllu á heimilinu. Toppnum er náð þegar dóttirin á heimilinu ákveður að halda afmæli með hundaþema, þar sem hundum úr hverfinu er boðið til veislu. Herra Bóbó líst ekki á blikuna og úr verður allsherjar fíaskó. Bókin skiptist upp í stutta kafla sem eru hæfilegir fyrir unga les- endur og virka einnig vel í upp- lestri. Myndlýsingar Kristínar Sólar Ólafsdóttur birtast á hverri einustu opnu og þótt þær virðist mjög ein- faldar í upphafi styðja þær vel við húmorinn í texta Yrsu og létta undir lesturinn. Það á bæði við um text- ann og myndirnar að lagt er upp úr að mæta ungum lesendum og f lækja hlutina ekki um of. Sjónar- horn kattarins býður einnig upp á samræður ungra og eldri um ólíkar upplifanir á hversdagsleikanum. Ferðalag Herra Bóbós og Amelíu er æ s i s p e n n - andi en verður þó aldrei mjög erfitt og engar alvar- legar hættur steðja að þeim. Í lok bókarinnar má svo finna fallegan boðskap um vináttu og trygglyndi óháð útliti, uppruna og tegund. Fyrst og fremst er þó hér á ferð fyndin og létt hasarsaga sem hægt er njóta í botn. Vonandi heldur Yrsa áfram að skrifa barnabækur. Guðrún Baldvinsdóttir NIÐURSTAÐA: Spennandi og bráð- fyndin barnabók um sérvitra kött- inn Herra Bóbó og músina Amelíu. Sérvitur köttur Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR HANS KOMA NÚ ÚT Í Á FJÓRÐA TUG LANDA. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R70 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.