Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 34
að snjórinn er sirka 10 til 20 senti
metrum frá loftinu báðum megin
við mig og að herbergið hennar
Ölmu er fullt af snjó. Útidyrahurðin
var farin og forstofan full.
Ég átta mig strax á að ég geti ekki
grafið Ölmu út með höndunum
svo ég klifra yfir skaflinn og sé þá
að það er lítill snjór inni hjá hinum
börnunum og heyri í þeim. Yngri
dóttirin sat þar stjörf í rúmi sínu
þangað sem snjórinn hafði náð og
var í miklu sjokki.“
Anna heyrði svo síðar að Siggi,
níu ára sonur þeirra, var þá þegar
búinn að láta Neyðarlínuna vita.
„Hann var fyrstur til að láta vita að
f lóð hefði fallið á efri byggðina en
allir voru þá með hugann við flóðið
sem rétt áður hafði fallið á höfnina.“
Hélt fast í vonina
Anna sendi Sigga út um gluggann,
á sokkunum, yfir til nágrannakonu
og í sömu andrá sér hún fyrsta björg
unarmanninn koma að húsinu.
„Hann hafði verið klár í að fara
niður að höfn. Hver mínúta skiptir
máli í svona aðstæðum og það
bjargaði Ölmu alveg örugglega að
björgunarsveitarmennirnir voru til
búnir í göllunum á leið í hitt f lóðið
og komu því innan nokkurra mín
útna,“ segir Anna og bætir við að
hún fái seint fullþakkað björgunar
sveitinni Sæbjörgu á Flateyri sem
bjargaði lífi dóttur hennar.
Önnu og börnunum tveimur var
komið fyrir í bíl í götunni þar sem
þau biðu í um hálftíma, fjörutíu
mínútur. „Ég hringdi strax í Óla og
í pabba hennar Ölmu sem bjó fyrir
sunnan.“
Anna hélt ró sinni allan tímann á
meðan hún fékk reglulega fréttir af
því að ekki hefði enn náðst að finna
dóttur hennar. „Þegar aðstæður
verða svona alvarlegar kemur yfir
mig ró en oft kemur sjokkið svo
seinna meir. Ég var líka með svo
mikla sannfæringu um að henni
yrði bjargað. Það fór ýmislegt í
gegnum hugann á þeim tíma sem
leið, en ég hélt fast í vonina.“
Óli beið á Ísafirði og átti erfiðara
með að halda rónni. „Ég veit alveg
hversu hratt líkurnar á að þú lifir
af ofan í f lóði hrapa og þetta stóð
virkilega tæpt. Ég var í raun orðinn
viss um að hún væri dáin.“
Fjögurra tíma sigling til Ísafjarðar
Um leið og Alma fannst fékk Anna
fréttirnar en á þeim tímapunkti var
þó ekkert vitað um ástand hennar.
Anna segir tilfinninguna þegar hún
svo fékk fréttirnar um að dóttir
hennar væri á lífi hafa verið ólýsan
lega.
„Þá var farið með hana til að
hlynningar í íþróttahúsinu og við
sigldum svo með varðskipinu yfir
til Ísafjarðar í versta sjóveðri sem ég
get ímyndað mér. Ölmu voru gefin
róandi lyf og komið í hana hita en
ég og læknirinn lágum á gólfinu og
ældum til skiptis í þá fjóra tíma sem
það tók að sigla þessa stuttu leið. Við
vörðum svo nóttinni á sjúkrahúsinu
á Ísafirði.“
Anna fór aftur með börnin til
Flateyrar þremur dögum eftir
f lóðið. „Pabbi Ölmu bauð henni að
koma suður til hans en við vildum
vera áfram og hún klára grunn
skólann.“
Anna segir rústabjörgunarsveit
ina hafa unnið magnað starf og nán
ast hver einasti litli hlutur fundist.
„Þessu var svo öllu raðað á pallettur
í frystihúsinu auk þess sem konur
um allt þorp voru að þvo af okkur
föt og þurrka skó. En þetta eru bara
hlutir, eftir svona upplifun er manni
sama um þá. Við fundum ótrúlegan
samhug og það var magnað að finna
andrúmsloftið í þessu þorpi þar sem
margir hafa misst nákomna í snjó
flóði.“
Krassaði alveg
Þær mæðgur vöktu athygli fyrir yfir
vegun og æðruleysi í fjölmiðlum eftir
áfallið en Anna segir að afleiðingarn
ar hafi komið síðar í hennar tilfelli.
Í mars, þegar veður fór aftur versn
andi, kom bakslag. „Við vorum flutt
á mikið öruggari stað niðri á Eyrinni
en ég varð óróleg og fór að hugsa um
hvar flóðið gæti farið yfir garðana,
hverjir væru í hættu og svo fram
vegis.“
Anna segir dótturina hafa jafnað
sig fljótt, þó að vel hafi verið fylgst
með líðan hennar og hún sagt:
„Mamma, ég held að þetta hafi haft
mikið meiri áhrif á þig en mig.“ Hún
er ótrúlega jarðbundin týpa eins
og pabbi hennar. Sem kom sér vel í
þessum aðstæðum.“
Viku eftir flóðið var Anna mætt til
vinnu og segir allt hafa gengið ágæt
lega framan af. „En eftir vonda veðrið
í mars varð allt erfiðara. Ég þoldi illa
álag í vinnunni og smám saman fann
ég að ég var ekki að ráða við aðstæð
ur svo ég minnkaði starfshlutfallið
VIÐ VORUM FLUTT Á
MIKIÐ ÖRUGGARI STAÐ
NIÐRI Á EYRINNI EN ÉG
VARÐ ÓRÓLEG OG FÓR AÐ
HUGSA UM HVAR FLÓÐIÐ
GÆTI FARIÐ YFIR GARÐ-
ANA, HVERJIR VÆRU Í
HÆTTU OG SVO FRAM-
VEGIS.
Anna
Hús Önnu og barnanna á Flateyri illa farið eftir flóðið sem fór í gegnum það á tveimur stöðum. MYND/ÖNUNDUR PÁLSSON
Alma gáir til veðurs þegar kom til rýmingar í efri hluta
þorpsins í kjölfar snjóflóðahættu í mars, en fjölskyldan
var þá flutt neðar á eyrina. MYND/AÐSEND
Anna Sigga er
sambýlismann-
inum og gull-
smiðnum Óla
innan handar á
verkstæði hans
í Íshúsi Hafnar-
fjarðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
eftir að hafa ráðfært mig við áfalla
sálfræðing.
Í lok maí krassaði ég svo alveg. Ég
kom heim úr vinnu einn daginn og
brotnaði niður og gat ekki hætt að
gráta.“
Ekki meðvitað að flýja hugsanir
Í framhaldi var tekin ákvörðun
um að Anna færi í orlof, sem enn
stendur yfir.
„Ég átti að vera heima og æfa mig
í að gera ekki neitt, bara leggja mig,
fara í göngutúr og horfa á sjónvarp
ið,“ segir Anna sem þurfti að endur
byggja þanið taugakerfið.
„Ég áttaði mig þá á að ég hafði
í raun aldrei slakað á síðan þetta
gerðist. Ég var ekki meðvitað að
f lýja einhverjar hugsanir en þetta
var mín leið til að halda dampi.“
Orlofið átti upphaflega að standa
fram á haust en að ráði sérfræðings
var það framlengt til áramóta. „Ég
er fegin að hún tók fram fyrir hend
urnar á mér enda er maður sjálfur
ekkert endilega bestur til að meta
eigið ástand.“
Erfitt að vera áfram
Forsendur breyttust eðlilega þegar
ákveðið var að Anna hyrfi ekki aftur
til starfa um haustið.
„Mér fannst erfið tilhugsun að
vera á Flateyri, horfa á skólann byrja
og vera sjálf ekkert að gera og ákvað
því að flytja í bæinn. Mér fannst líka
erfitt að leggja það á alla að vera
þarna annan vetur. Á pabba sem er
í bænum og krakkana, sérstaklega
yngstu dóttur okkar sem var mjög
skelkuð eftir veturinn, mátti ekki
heyra vindhviður og var alltaf úti
í glugga að líta til veðurs,“ útskýrir
Anna og Óli rifjar upp þegar hún
dvaldi hjá honum á Ísafirði þar sem
hann leigði kjallaraíbúð og hún dró
upp gardínuna og sá bara snjó: „Hún
hreinlega hvítnaði í framan. Þetta
hafði mest áhrif á hana.“
Náðu saman á ný
Anna segist þó strax hafa fengið sam
viskubit yfir að flytja aftur í bæinn
enda hafði Óli elt fjölskylduna vestur
og komið sér vel fyrir.
„Hann studdi mig þó í þessari
ákvörðun og á endanum flutti hann
líka suður. Við vorum líka aðeins
farin að stinga saman nefjum seinni
part sumars,“ segir Anna og Óli bætir
við að hann hafi viljað fara varlega
í það enda búið að reyna á sam
bandið áður. „Ég var ákveðinn í því
að ef við myndum taka saman aftur
yrðu línur að vera skýrar. En það var
eitthvað breytt og við náðum vel
saman.“
Anna hefur undanfarna mánuði
einbeitt sér að sjálfsvinnu og meðal
annars sótt námskeið á vegum Virk.
Eins hefur hún staðið við hlið Óla á
gullsmíðaverkstæði hans í Íshúsinu
í Hafnarfirði og er ekki annað að sjá
en að parið sé einkar samstíga í lífi
og leik.
1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð