Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 74
Einar Andri er einstaklega fjölhæfur maður og margt til lista lagt. Hann starfar sem iðnaðarmaður og fyrirsæta, er kærasti og gæludýraeigandi. „Fyrir nokkrum árum fékk ég með nokkrum semingi þó að skipta rækjukokteilnum sem hafði hitað upp fyrir jólasteikina á aðfangadag fram að þessu út fyrir rjúpusúpu sem ég lagaði einu sinni áður og kolféll fyrir þennan sama vetur. Við höfum alltaf frá því að ég man eftir mér verið stór hópur saman á aðfangadag svo núna varð ég heldur betur að skella mér í stórustrákaskóna og sanna fyrir fjölskyldunni ágæti rjúpunnar. Þarna var ég tiltölulega nýbyrjað- ur að stunda rjúpnaveiði og fannst alveg upplagt að innleiða inn í fjöl- skylduna þessa hefð svo margra Íslendinga, að borða rjúpu um jólin, enda alveg geggjuð villibráð í alla staði. Ég skellti mér í svuntuna og eyddi svo heilum degi í eld- húsinu að saxa og skera og sjóða og ég veit ekki hvað og viti menn, hún slær svona rækilega í gegn.“ Á næstu dögum bauð Einar Andri f leirum upp á súpuna enda hafði veiðst vel hjá honum það árið og ávallt voru góðar undirtektir og á þeim vendipunkti varð matar- gerðarsögu Einars ekki aftur snúið. „Ég lærði meira að segja í kjölfarið að meta gráðaost sem ég hafði alltaf fúlsað við, en það er dass af þeim bláa í súpunni.“ Einar Andri segist halda fast í hefðir og siði og vera mikið jóla- barn. „Ég fylgist gjarnan með því þegar amma, og seinna meir með dætrum hennar þegar þær tóku við keflinu, töfraði fram kalkún- inn sem var iðulega framreiddur á aðfangadagskvöld. Ég fékk iðulega að hjálpa til við smærri verkefni eins og að leggja á borð. Í seinni tíð hef ég svo séð um forréttinn á aðfangadag, rjúpusúpuna, sem reyndar kom inn sem nýr siður eftir að ég hafði töfrað gestina upp úr skónum eins fram hefur komið.“ Hlusta á marrið í snjónum og niðinn í vindinum Einar Andri segist elska líka allt umstangið í kringum jólin eins og smákökugerðina, jólalyktina, viðburðina og rólegu kvöld- stundirnar. „Frítíminn sem fæst til að eyða með þeim sem mér þykir vænst um er ómetanlegur um jólin og svo auðvitað árlega rjúpna- veiðin sem er svo heilandi og góð hugleiðsla. Að kúpla sig aðeins niður úr öllu borgaramstrinu og hlusta bara á marrið í snjónum og niðinn í vindinum uppi á snævi- þöktu hálendinu.“ Hér sviptir Einar Andri hulunni af uppskriftinni að rjúpusúpunni sem allir eiga eftir að elska að njóta. „Soðið er tímafrekt svo verið tilbúin til þess að eyða í það um það bil fimm klukkustundum. Ágætt að gera soðið kvöldinu fyrir eldunina ef þið eruð í tímaþröng.“ Rjúpusúpan ljúfa að hætti Einars Fyrir 6 2 stk. rjúpur (hamflettar) 1 lítill laukur 1 lítil gulrót 1 sellerístilkur 4 piparkorn 2 lárviðarlauf 4 einiber ½ tsk. timjan 1 msk. sherríedik eða rauðvíns­ edik 1 grænmetisteningur 3 súputeningar 2 msk. rifsberjahlaup 2½ dl rjómi 100 g gráðaostur 60 g smjör 60 g hveiti 1 msk. villibráðarkraftur Fyrst takið þið rjúpurnar og hamf lettið. Skerið bringur frá og geymið í bili. Sjóðið um það bil 2,5 l af vatni. Höggvið bein, háls og læri smátt og brúnið með olíu á pönnu við háan hita, kryddið með salti og pipar og bætið út í sjóðandi vatnið. Saxið grænmetið smátt og brúnið á sömu pönnu. Bætið því svo út í sjóðandi vatnið ásamt piparkornum, lárviðarlaufi, eini- berjum, timjan, ediki, grænmetis- krafti, kjötkrafti og rifsberja- hlaupi. Látið sjóða og f leytið af froðu, lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita í 4-5 tíma. Sigtið soðið og mælið upp 1,3 l og setjið í annan pott. Bræðið smjörið og lagið smjörbollu með því að bæta hveitinu við. Vinnið smjörbolluna saman við og látið sjóða. Bætið í rjómanum og gráðaost- inum, látið sjóða við vægan hita þar til osturinn er uppleystur. Bragðbætið með salti, pipar, kjöt- krafti og smá skvettu af púrtvíni. Skerið bringurnar í strimla og bætið í sjóðandi súpuna rétt áður en hún er borin fram og njótið. Ljúffeng rjúpusúpa fyrir matgæðinga Einar Andri Ólafsson er mikill veiðimaður og áhugakokk- ur þegar frúin hleypir honum í eldhúsið, eins og hann segir. Hann gefur uppskrift að uppáhaldsjólaréttinum. Einar Andri skipti út rækjukokteil fyrir rjúpusúpu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Rjúpusúpa sem allir eru að missa sig yfir og er í miklu uppáhaldi. Aðalsteinn varð snemma bókhneigður. „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, Blesugróf nánar tiltekið. Leiksvæði mitt var Elliðaárdalurinn sem var, og er, mikið ævintýraland. Ég varð snemma læs og undi mér oft við lestur alls konar bóka, las nánast allt sem ég komst yfir. Ég var oft í sveit á sumrin þar sem ég undi mér vel.“ Leiðir Aðalsteins lágu víða að loknu skyldunámi. „Eftir skóla- skyldu fór ég að vinna ýmis störf, svo sem járnsmíði, sjómennsku, húsaviðgerðir og þess háttar. Síðar hóf ég nám í Iðnskólanum þar sem ég lærði húsasmíði auk þess að nema við Tækniskólann.“ Sköpunargáfan var þó aldrei langt undan. „Í gegnum tíðina hef ég fengist við að skrifa texta og ljóð, þýtt dægurlagatexta og þess háttar sem sumir hafa verið fluttir í Mos- fellskórnum sem ég hef verið í í allnokkur ár, með hléum þó,“ skýrir Aðalsteinn frá. Hugarheimur barnsins Eftir að Aðalsteinn eignaðist barnabörn varð ekki aftur snúið. „Það var þó fyrst þegar ég fékk titilinn „afi“ sem ég fór að skrifa barnabækur. Það hafði aldrei hvarflað að mér áður að skrifa bækur, en eitthvað í hugarheimi barnsins virðist hafa kveikt þann þráð.“ Hann segir hugmyndina að nýju bókinni hafa kviknað fyrir hálfgerða tilviljun. „Hugmyndin að Tinnu trítlimús kviknaði þegar ég var á heimleið, ók framhjá skóg- ræktinni við rætur Úlfarsfells, að mér varð hugsað til dýranna sem þar búa. Mýs, kanínur, þrestir og fuglar af ýmsum gerðum og jafnvel einstaka refur. Nafninu „Tinna trítlimús“ skaut upp í hugann. Þegar ég kom heim byrjaði ég að skrifa um þessa Tinnu og má segja að hún hafi leitt mig áfram svo úr varð bók. Alveg óvart í raun og veru. Nú eru komnar út tvær bækur um Tinnu: Vargur í Votadal var sú fyrri, og nú þessi síðari: Háskabrunnurinn. Í millitíðinni skrifaði ég þó einnig bókina Sagan um Ekkert, sem kom út í fyrra, en hún fjallar um dreng sem var skírður „Ekkert“ fyrir mistök, og þær skondnu uppákomur sem geta fylgt því að heita slíku nafni.“ Bókin sem gefin er út af Óðins- auga, er fjörug og ævintýraleg. „Tinna trítlimús býr í Heiðmörk með Stússu mömmu sinni. Þær búa í nota- legri holu en næstu nágrannar þeirra eru kanínufjöl- skylda og amma hennar Tinnu. Koli kanínu- strákur er besti vinur Tinnu. Öll dýrin eru að safna vetrar- forða og Kobbi kanínupabbi fer í leiðangur til að finna góm- sæta viðbót í forðann. Þegar hann skilar sér ekki aftur taka Tinna og Koli sér ferð á hendur til að finna hann. Leiðin er löng og hættuleg fyrir litla músarstelpu og lítinn kanínustrák og ýmsar hættur sem verða á vegi þeirra. Spurningin er, finna þau Kobba kanínupabba og komast þau aftur heim í dalinn sinn? Tinna og Koli hafa þó sýnt það að með því að standa saman og hjálpast að er hægt að leysa flestan vanda. Þetta er ævintýra-/ spennusaga með hugljúfu ívafi.“ Lagasmíðar og glæpasögur Aðalsteinn segir að það þurfi oft ekki mikið til að hann fái hug- mynd. „Það má segja að innblást- urinn að sögunum komi úr lausu lofti. Eitt orð eða eitt nafn nægir til að kveikja einhverja hugmynd og svo rekur sagan sig sjálf. Bækurnar sem ég hef skrifað eru fyrir aldur á bilinu 5-12 ára, en ég er líka með í vinnslu handrit fyrir krakka á unglingsaldri. Sjáum til hvernig það æxlast.“ Nær sköpunargáfan út fyrir skriftirnar? Er eitthvert annað list- form sem þú leggur stund á? „Ég hef ekki verið mikið í list- sköpun, fyrir utan texta- og ljóða- gerð, en nýverið fannst mér vanta lög við suma texta mína svo ég tók mig til og samdi nokkur. Það er jú snúið þegar maður spilar ekki á hljóðfæri, en þetta var eitthvað sem þurfti að komast út.“ Aðalsteinn les enn mikið og gætir þess að geta valið á milli bóka eftir því hvernig hann er stemmdur hverju sinni. „Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að lesa og er oftast með nokkrar bækur á náttborðinu um mismunandi efni sem ég gríp í eftir hvernig ég er stemmdur. Glæpa- og spennu- sögur eru þó oftast efst á baugi, og eru Stefán Máni og Jo Nesbø þar ofarlega á blaði. Þeir eru báðir á náttborðinu hjá mér núna.“ Afatitillinn kveikjan að skrifum Aðalsteinn Stefánsson gaf nýverið út sína þriðju bók, Tinna Trítlimús: Háskabrunnurinn. Hann segir afa- hlutverkið hafa veitt sér innblástur til þess að skeiða fram á ritvöllinn. Aðalsteinn Stefánsson er höfundur bókarinnar Tinna Trítlimús: Háska­ brunnurinn sem kom út á dögunum. Matarást Sjafnar Sjöfn Þórðardóttir sjofn@torg.is 14 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.