Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 46
Þuríður Ottesen, eigandi BÓEL, hreifst af Trippen skónum eftir að fjöldi við- skiptavina kom að kaupa fatnað í þessum fallegu skóm. Sum pörin voru komin til ára sinna en þau voru alltaf f lott. „Fatnaðurinn í BÓEL er svo- lítið öðruvísi og með vísun í Japan og boho og avant garde hönnunarstíl. Það er mikill samhljómur í þessu og skónum frá Trippen og þegar viðskipta- vinir tvinna saman fatnaðinn og skóna myndast skemmtileg heild og stundum hreinasti galdur,“ útskýrir Þuríður. „Trippen skór eru sannarlega lífsstíll, enda er hvert par lista- verk. Skórnir eru handgerðir og framleiddir af mikilli alúð í verksmiðju sem er rétt fyrir utan Berlín,“ segir Þuríður. „Þar er séð vel um starfsmenn, enda er starfmannavelta lítil og nokkrir starfsmenn búnir að vinna þar í næstum 30 ár.“ Endingargóðir og umhverfisvænir „Trippen hefur líka unnið til fjölda verðlauna fyrir endingu, sem er eitthvað sem við þurfum öll að huga að í dag, og umhverfissjónar- mið eru höfð að leiðarljósi í fram- leiðslunni,“ segir Þuríður. „Það er notast við náttúrulega liti og með því að framleiða þá úr besta hráefni sem völ er á í Evrópu er hægt að tryggja einstaklega góða endingu, sem lágmarkar sóun. Ég er ánægð með að bjóða upp á skó og fatnað sem er gaman að eiga lengi og er alltaf smart og við viljum vera þekkt fyrir það,“ segir Þuríður. „Það er þessi hugsjón sem drífur mig áfram í rekstri BÓEL. Mér finnst það einstaklega ánægjulegt þegar viðskiptavinir, sem eru oft í 10-15 ára gömlum skóm, fjárfesta í nýjum Trippen skóm og og segja: „Ég er sko ekki að fara að granda gömlu skónum, af því að það er hægt að gera þá upp.“ Það býr til vinnu handa skósmið- um, sem geta gert þá næstum eins og nýja,“ útskýrir Þuríður og heyra má að henni er annt um sjálf bærni og umhverfisvernd. Tilboð og kaupaukar í boði En hvað skyldi vera að seljast mest núna fyrir jólin? „Það fer mjög mikið af skóm, handtöskum og fatnaði,“ segir Þuríður. „Svo eru lífrænu snyrti- vörurnar frá Antipodes líka mjög vinsælar, en það er 20 prósenta afsláttur af þeim núna fyrir jólin. Allir sem kaupa Trippen skó fyrir jólin fá líka andlitsgrímu að gjöf. Gríman er með silki næst vitunum sem er mjög gott að anda í gegnum og rannsóknir sýna að silki sé það efni sem helst hrindir frá sér bakteríum og vírusum,“ útskýrir Þuríður. „Svo er hún geggjað flott og með réttu skila- boðin. Einn viðskiptavinur sem var sérstaklega ánægður með grímuna sagði: „Loksins get ég andað í gegnum grímuna og fæ ekki útbrot í kringum munninn.““ Fyrir hönd BÓEL langar mig svo bara að þakka kærlega fyrir þá uppörvun að heyra margoft nú fyrir jólin frá eiginmönnum og börnum viðskiptavina: „Mamma eða konan mín vill fá jólagjöf úr BÓEL af því það er uppáhalds- búðin hennar.“ Mig langar líka að þakka öllum frábæru viðskipta- vinunum sem leggja leið sína á Óðinsgötuna til okkar. Gleðilega hátíð!“ segir Þuríður að lokum. Á heimasíðu BÓEL, www.boel.is, er hægt að skoða og panta flest allt það sem er til sölu í búðinni. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Þuríður segir að Trippen skórnir hafi einstaklega góða endingu og umhverfissjónar- mið séu höfð að leiðarljósi í framleiðslunni. Hvert par er lista- verk, en skórnir eru handgerðir og framleiddir af mikilli alúð í verksmiðju rétt fyrir utan Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Glæsileg Trippen Seath stígvél. Litur: Steel. Verð: 66.000 kr. Trippen Fuchsia ökklaskór. Litur: Bleikur. Verð: 49.000 kr. Töff Trippen Average uppreimuð leðurstígvél. Verð: 56.000 kr. Antipodes húðvörurnar eru á 20 prósenta afslætti núna fyrir jólin. Þær eru frábær gjöf. Flottu og þægilegu I NEED SPACE grímurnar eru með silki næst vitunum og kosta 3.900 kr. Ég er ánægð með að bjóða upp á skó og fatnað sem er gaman að eiga lengi og er alltaf smart og við viljum vera þekkt fyrir það. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.