Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 48
Sagnfræðingurinn Lára Magnúsdóttir, sem hefur fyrst og fremst rannsakað réttar-
sögu Íslands á miðöldum, gerði
skemmtilega uppgötvun við lestur
Árna sögu, sem fjallar um biskups-
tíð hans á 13. öld, sem gefur alveg
nýjan og gjörólíkan skilning á jóla-
vísunni um Jólasveina einn og átta.
Lára sagði frá þessari uppgötvun
sinni í grein sem birtist í Andvara
fyrr á þessu ári.
„Mitt sérsvið er réttarsaga á
tímabilinu 13. til 15. öld. Ég hef
verið að rannsaka dóma fólks sem
var dæmt af kirkjunni fyrir trúar-
lega glæpi og gerði doktorsritgerð
um bannfæringu og hef reynt að
svara því hvað gerðist eftir að fólk
var bannfært.
Flestir sagnfræðingar rann-
saka tímann fyrir árið 1300, en
það verða gríðarlegar breytingar
á þjóðfélaginu þegar kóngs- og
kirkjuvaldið kemur til sögunnar í
lok 13. aldar,“ útskýrir Lára. „Það
verða skil þegar Ísland gengur
Noregskonungi á hönd og Rómar-
kirkjan tekur völd og ég rannsaka
tímann eftir það.“
Átök konungs og kirkju
„Greinin mín í Andvara er um þá
uppgötvun að í Árna sögu biskups
er frásögn sama efnis og hin þekkta
vísa um jólasveina einn og átta og
hann Andrés sem stendur utan
gátta. Sagan er skrifuð snemma á
14. öld en efni hennar nær í stórum
dráttum yfir biskupstíð Árna, 1269
til 1298,“ segir Lára. „Efni vísunnar
er algerlega sambærilegt við það
sem sagt er frá í Árna sögu, sem
er í stuttu máli átök um það hvort
tækist að koma líki hins bann-
færða Andrésar Pálssonar ríkis-
ráðsmanns í Noregi í kristilega
gröf. Niðurstaðan var að hann var
grafinn meðal kristinna manna, en
ekki „færður tröllunum“, sem vísar
til þess að grafa hann með útlögum
og öðrum.
Heimildir Árna sögu fyrir þessu
eru sendibréf sem Loftur Helgason
skrifaði frá Björgvin og vitnað er í
orðrétt í Árna sögu. Það er í sjálfu
sér merkilegt að svo beinar lýsingar
séu til frá átökunum sem þar stóðu
yfir veturinn 1282 til 1283,“ segir
Lára. „Mitt í óreiðunni var Loftur í
sérlega misheppnaðri tilraun til að
ná fundi konungs, en hann ætlaði
að tala sínu máli og átta annarra
við hann út af deilum á Íslandi.“
„Það er auðveldara að sjá
tengslin milli frásagnarinnar
í Árna sögu og seinna erindis
vísunnar. Fyrst er talað um að það
hafi verið miklar deilur og átök
milli konungs og kirkju og næst
Réð í óskiljanlega jólavísu
Lára Magnúsdóttir tók eftir því að sagan í jólavísunni Jólasveinar einn og átta stemmir við at-
burði frá 13. öld sem sagt er frá í Árna sögu. Hún telur að vísan fjalli um þá, en ekki neitt jólalegt.
Lára uppgötvaði merkingu vísunnar hálfpartinn fyrir slysni en segir að hún sé fyrir löngu búin að festa sig í sessi
sem jólavísa og það sé engin ástæða til að breyta því þrátt fyrir uppgötvunina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
sagt að Andrés hafi verið bann-
færður, eða í banni erkibiskups, og
því megi ekki grafa hann í vígðri
mold,“ útskýrir Lára. „Það að hann
hafi „staðið“ þýðir að verið er að
tala um lík og „utan gátta“ vísar
til þess að ekki hafi mátt fara með
það inn í kirkjuna.
Eins og ég skil þetta eru þetta
tvær frásagnir af sömu atburðum
frá sitt hvoru sjónarhorninu. Í Árna
sögu sést sjónarhorn kirkjunnar,
þeim finnst slæmt að það hafi tekist
að grafa Andrés þrátt fyrir bann-
færinguna. Þegar hringt er á móti
líkinu sér maður fyrir sér að það
hafi orðið átök þegar það var reynt
að koma líkinu inn í kirkjuna og
þá hafi stöpullinn brotnað,“ segir
Lára. „Hinum megin er svo andstætt
sjónarmið og það hlakkar í þeim
sem vildi grafa Andrés í vígðri mold.
Það sem skiptir máli er að þetta
endar á átökum vegna Andrésar og
„svo var hringt um allan bæinn í
banni kennimanna“. Báðar frásagn-
irnar enda því á bjölluhringingum,“
útskýrir Lára. „Þarna báðum
megin er því frásögn af einhverjum
Andrési sem er dauður og stendur
utan kirkjunnar, svo verða átök og
bjöllum er hringt. Þetta er of mikið
til að þetta geti verið tilviljun.
Þegar ég skildi þetta áttaði ég mig
strax á að það sem kemur á undan
í sögunni er sama saga og í fyrsta
erindinu. Jón á völlunum kemur í
staðinn fyrir Jónsvelli, sem skipta
máli í frásögninni, og það stendur
að Loftur hafi farið til Noregs að
hitta kónginn fyrir hönd sína og
átta annarra, sem sagt níu alls, svo
þar eru komnir jólasveinar einn
og átta,“ segir Lára. „Andrés kom
af fjöllum því hann veit ekkert
hvað hann er að gera, sem er líka
ástæðan fyrir því að hann er kall-
aður jólasveinn. Aðstæður höfðu
breyst í Noregi vegna uppreisna og
hann vissi ekkert hvert hann átti að
snúa sér. Ég held að hann hafi þótt
kjánalegur. Svo var hann líka að
koma frá Íslandi í fína borg og vissi
ekkert hvað var að gerast.“
Varð úrelt þekking
„Ég held að ástæðan fyrir því að ég
gerði þessa uppgötvun núna sé að
lítill áhugi hefur verið á þessu tíma-
bili í Íslandssögunni í langan tíma.
Við skiljum þessar heimildir ekki
mjög vel, en með betri skilningi
held ég að ýmislegt gæti komið í
ljós,“ segir Lára. „En ég hef verið að
skoða þessar heimildir í 30 ár, sem
verður til að ég finn hluti sem aðrir
sjá ekki.
Ég held að þekking um þessa
atburði og þessa vísu hafi glatast
fyrst og fremst vegna þess að
Íslendingar hættu að vera kaþólskir
á 16. öld og þá fannst fólki þekk-
ingin um sögu miðaldakirkjunnar
verða ómerkileg. Gömlu siðirnir
voru bannaðir og áherslan var á að
búa til nýja,“ útskýrir Lára. „Svo á
19. öld verður áherslan á verald-
legt lýðræðisþjóðfélag og þá hættir
fólki að finnast trúarleg málefni
og kirkjan skipta máli í pólitík og
þá gleymist þetta enn frekar. Þetta
er orðið mjög fornt, en nútíminn
byggir að sjálfsögðu á þessum
stoðum engu að síður.“
Allir kunnu vísuna á 19. öld
„Vísan fjallar um augnablik í stór-
felldu pólitísku umbreytingaskeiði,
þar sem konungs- og kirkjuvald
voru að komast til valda á Íslandi,
en hvorugt hafði verið til áður.
Þarna er tekist á um grundvallar-
atriði og völd yfir jörðum, svo þetta
eru einhverjar stærstu breytingar
Íslandssögunnar þar til á 19. öld
þegar kóngurinn afsalar sér í raun
völdum hér,“ segir Lára. „En ég veit
hvorki hvenær hún var ort né hve-
nær hún komst í almenna notkun
sem jólavísa. Hún var fyrst skrifuð
upp snemma á 19. öld og þá var litið
á hana sem gamla vísu. Svo kemur
hún í Þjóðsögum Jóns Árnasonar
og það er ljóst að á seinni hluta 19.
aldar er talað um þessa vísu sem
eitthvað sem allir kunna.
Eitt helsta vandamálið við mína
túlkun á þessari vísu, að mati gagn-
rýnenda, er að það séu engin dæmi
um að orðið jólasveinn sé notað í
þeirra merkingu að vera kjáni eða
klaufalegur frá miðöldum,“ segir
Lára. „En ég færi rök fyrir því í
greininni minni að jólasveinarnir
hafi verið eitthvað sem konurnar
töluðu um við börnin og þess vegna
var ekki sérstaklega líklegt að
það rataði í ritmálið, sem fjallaði
mestmegnið um formlega hluti.
En ég fann dæmi frá miðri 18. öld í
vísu eftir Eggert Ólafsson þar sem
þetta orð virðist notað til að lýsa
ástföngnum sveini, sem gæti sam-
svarað einfeldningi.“ Lára leggur
áherslu á að þó að raunveruleg
merking vísunnar sé kannski
komin í ljós sé hún fyrir löngu búin
að festa sig í sessi sem jólavísa og
hún telji enga ástæðu til að upp-
götvun hennar hafi áhrif á það.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R