Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 19.12.2020, Blaðsíða 100
ÞÓTT HEIMURINN OG MANNFÓLKIÐ SÉU GALLAGRIPIR ÞÁ  ER STUNDUM GAMAN. VÉL er þriðja ljóðabók Stein-u nnar A r nbjargar Stef-ánsdóttur. Hún er selló- leikari, bjó lengi í Frakklandi en nú á Akureyri. „Bókin er ofin úr mörgum þráðum. Smíði hennar hófst í f lugvélum og á f lugvöllum, og fjallar hún í eina röndina af mörgum um ferðalagið frá Frakk- landi til Íslands sem ég þráði oft og mjög. Svo vatt þetta utan á sig og eftir stendur nokkurs konar vanga- velta um mannkynið, veturinn og/ eða hversdaginn. Hinum kvenlega kveinstafaþræði bregður fyrir, en hann uppgötvaði ég, þökk sé grein sem ég las eftir Helgu Kress í fyrra,“ segir Steinunn. Einnig her- skáum ljóðum og saknaðar. Stein- unn segir síst vera þunglyndistón í ljóðunum: „Þótt heimurinn og mannfólkið séu gallagripir þá er stundum gaman.“ Steinunn byrjaði ung að yrkja. „Ég hnoðaði saman vísur þegar ég var krakki eins og gengur og réðst svo af einbeittari ásetningi í ljóða- gerð þegar ég var unglingur.“ Sellóleikur og tónsmíðar tóku síðan við en Steinunn hefur tals- vert samið tónlist við eigin ljóð. „Ég var rúmlega tvítug þegar ég samdi fyrsta lagið við ljóð eftir sjálfa mig. Það þótti mér vera fyrsta almenni- lega lagið sem ég bjó til. Framan af hafði ég áhuga á skáldskap og ljóða- gerð án þess að tengja það beinlínis við tónlistina. En svo varð þetta að einni þvíþátta f léttu, eða vafningi. Tónlistin og ljóðlistin eru sama sem ein rödd.“ kolbrunb@frettabladid.is Sama sem ein rödd Bókin er ofin úr mörgum þráðum, segir Stein- unn. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Sumarliði R. Ísleifsson er höfundur bókarinnar Í fjarska norðursins – Ísland og Grænland – viðhorfa-saga í þúsund ár. Bókin er tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Hún er tæpar 400 síður, skiptist í fjóra hluta og í henni eru um 200 myndir. Vildi fá samanburð „Hugmyndir annarra um Ísland og sjálfsmyndir þjóðarinnar hafa lengi verið mér hugstæðar og ekki síst samspil þeirra. Oft hef ég velt því fyrir mér hvernig viðhorf Íslendinga til sjálfra sín hafa mótast. Við þeirri spurningu eru mörg svör. Eitt þeirra er viðhorfin að utan, og hvaða áhrif þessi viðhorf hafa á það hvernig við lítum á okkur sjálf,“ segir Sumarliði. „Svo fannst mér ég ekki geta fjallað um þetta eitt og sér, heldur vildi fá samanburð við eitthvert annað land og þá var nærtækast að taka Grænland. Það er margt svipað með þessum löndum en líka ýmis- legt ólíkt og það gefur tækifæri til að draga fram hvað er sérstakt við hug- myndir manna um þessi tvö lönd. Í bókinni fjalla ég um það hvernig hugmyndir um fólk og þjóðir verða til, hvers eðlis þessar hugmyndir eru, hvernig þær eru byggðar upp og hvernig þær birtast.“ Útópía Evrópu Um efni bókarinnar segir Sumar- liði: „Fyrst ræði ég um miðalda- lýsingar frá því í kringum 1100 og fram um 1500. Á þessu tímabili eru löndin nánast óþekkt, örfáar en áhrifaríkar lýsingar eru til frá þessum tíma, engar frá sjónar- vottum. Næsta tímabil nær frá því um 1500 til miðrar 18. aldar. Hér eru aðallega ráðandi tvenns konar við- horf, annars vegar um hinn göfuga villimann og hins vegar um hinn siðlausa villimann og þessi við- horf eru heimfærð upp á löndin tvö. Fólk álítur að þetta sé eitt og sama svæðið og þar búi fólk sem lifi sams konar lífi og standi nánast utan heimsins. Þriðja tímabilið nær frá ofan- verðri 18. öld og fram um 1900; hér má segja að skilji leiðir á milli Íslands og Grænlands. Ísland varð á þessum tíma hluti Evrópu, nánast eins og safn um lífið í frum-Ger- maníu en Grænlendingar héldu áfram að vera fjarlægir, frumstæðir og framandi. Á fjórða tímabilinu birtist Ísland oft sem útópía Evrópu, en Græn- land birtist iðulega sem andstæða Íslands. Vitaskuld má sjá margvís- legar breytingar frá elstu lýsingum á löndunum tveimur og samtíma- lýsingum. En samt er margt furðu líkt við upphaf og lok tímabilsins þegar nánar er að gáð. Hluti af ímynd þessara svæða er efasemdir um það hvernig lönd þetta eru. Í hugum fólks geta þau verið siðlaus og villimannleg en líka menningarleg og siðleg. Fólk veit að þau eru ólík þeim löndum sem það þekkir og öðruvísi, en það gerir líka að verkum að fólk hefur áhuga á þessum tveimur löndum og langar að fara þangað.“ Hugmyndir um Ísland og Grænland Sumarliði R. Ísleifsson er höfundur bókar um viðhorf til Íslands og Grænlands. Segir hluta af ímynd þessara svæða vera efasemdir um hvernig lönd þetta eru. Hef velt því fyrir mér hvernig viðhorf Íslendinga til sjálfra sín hafa mótast, segir Sumarliði. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Starfsfólk bókaverslana er ann-álað fyrir góðan bókmennta-smekk. Á dögunum var tilkynnt um úrslit í bókmennta- verðlaunum þeirra. Listinn yfir verðlaunabækurnar er á þessa leið: Besta skáldsagan Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson Besta þýdda skáld- verkið Beðið eftir barbörun- um eftir J. M. Coetzee Besta ljóðabókin Sonur grafarans eftir Brynjólf Þor- steinsson Besta ungmenna- bókin Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur Besta ævisagan Berskjaldaður eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur Besta barnabókin Grísafjörður eftir Lóu Hlín Hjálm- týsdóttur Besta þýdda barnabókin Múmínálfar – stór- bók 3 eftir Tove Jansson Besta fræðibókin Konur sem kjósa eftir ýmsa höfunda Bóksalar velja það besta Í BÓKINNI FJALLA ÉG UM ÞAÐ HVERNIG HUGMYNDIR UM FÓLK OG ÞJÓÐIR VERÐA TIL, HVERS EÐLIS ÞESSAR HUGMYNDIR ERU, HVERNIG ÞÆR ERU BYGGÐAR UPP OG HVERNIG ÞÆR BIRTAST. Úlfar Örn sýnir verk á mynd-listarsýningunni Haustar í Gallery Grásteini á Skóla- vörðustíg. Úlfar Örn er kunnur fyrir málverk sín af íslenska hestinum. Úlfar Örn stundaði nám í MHÍ í Reykjavík og Konstfack í Stokk- hólmi og lærði þar grafíska hönnun og myndskreytingar. Hann starf- aði við hönnun og auglýsingagerð í mörg ár ásamt því að iðka list sína. Undanfarin ár hefur hann alfarið getað helgað sig myndlistinni. Úlfar hefur haldið fjölmargar einkasýn- ingar á Íslandi og tekið þátt í sam- sýningum erlendis. Sýningin í Gallery Grásteini stendur til 29. desember. Úlfar Örn sýnir hestamálverk Úlfar sýnir verk á myndlistarsýning- unni Haustar í Gallery Grásteini. 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R68 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.