Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 22

Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 22
ÍÞRÓTTIR Á næstu dögum kveðjum við afar sérstakt íþróttaár þar sem blása þurfti af Íslandsmótin í þremur stærstu boltagreinunum á Íslandi. Í knattspyrnu stendur upp úr árangur kvennalandsliðsins sem komst á fjórða Evrópumótið sitt í röð á sömu slóðum og karlalandsliðið féll úr leik á síðustu hindruninni fyrir EM. Atvinnumennirnir okkar áttu mis- jafnt ár á erlendri grundu. Sara Björk Gunnarsdóttir varð annar Íslend- ingurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á árinu og sú fyrsta til að skora í úrslitaleiknum sjálfum eftir að hafa samið við sterkasta lið Evrópu. Hún var ein af nokkrum leikmönnum kvenna- landsliðsins sem áttu frábært ár með félagsliðum sínum. Allt undir í Ungverjalandi Fótboltalandslið Íslands lentu í þeirri sérkennilegu stöðu að leika bæði úrslitaleik upp á sæti í loka- keppni EM í Ungverjalandi með tæplega þriggja vikna millibili. Stelpurnar okkar brutu blað í sögu KSÍ þegar þær urðu fyrsta A-lands- liðið til að vinna leik í desember- mánuði gegn Ungverjum þann 1. desember síðastliðinn. Með því fékk kvennalandsliðið nítján stig af 24 mögulegum í riðlakeppninni og kom síðar um kvöldið í ljós að þær voru komnar á Evrópumótið í Eng- landi árið 2022 eftir úrslit úr öðrum riðlum, sem eitt af stigahæstu lið- unum í öðru sæti. Með því tókst kvennalandsliðinu að kóróna gott ár, þar sem fimm sigrar unnust í átta leikjum og markmiðið að komast á EM náðist. Svartur blettur var sett- ur á afrek kvennalandsliðsins sama kvöld þegar þjálfari liðsins fór yfir strikið í fagnaðarlátum undir áhrif- um áfengis en hann sagði nokkrum dögum síðar af sér starfinu. Karlalandsliðið var grátlega nálægt því að komast á þriðja stór- mótið í röð í nóvembermánuði en missti forskotið frá sér á lokamín- útum leiksins gegn Ungverjalandi. Ísland hafði áður unnið 2-1 sigur á Rúmeníu í haust, sem þýddi að Ísland fór í hreinan úrslitaleik í Búdapest upp á sæti á EM. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka í Búdapest virtist Gylfi Þór Sigurðs- son ætla að verða hetja Íslands í enn eitt skiptið, eftir að hafa komið Íslandi yfir í byrjun leiks, en klaufa- legt jöfnunarmark hleypti Ung- verjum inn í leikinn á ný. Í upp- bótartíma var það gulldrengur Ungverja sem rak rýting í hjörtu Íslendinga og skaut Ungverjum á EM með langskoti og gerði út um vonir Strákanna okkar. Árangur kvennalandsliðsins á árinu var aðeins hluti af stórkost- legu ári Söru Bjarkar sem afrekaði það að vinna tvöfalt fjórða árið í röð með Wolfsburg. Sara var svo í þeirri sérkennilegu aðstöðu að mæta fyrrum liðsfélögum sínum með Lyon í úrslitaleik Meistara- deildar Evrópu nokkrum vikum síðar og var besti leikmaður vall- arins þegar Lyon  vann Meistara- deildina fimmta árið í röð. Sara var á dögunum í 24. sæti yfir bestu leik- menn heims og hefur strax tekist að stimpla sig inn í eitt besta félagslið sögunnar í Frakklandi. Árangurinn var ekki slakari hjá  Grindvíkingnum Ingibjörgu Sigurðardóttur sem fór fyrir fyrsta meistaraliði Välerenga í  Nor- egi.  Með Ingibjörgu innanborðs vann Välerenga fyrstu tvo titlana í sögu félagsins og var miðvörður- inn valinn leikmaður ársins í Nor- egi. Hin 23 ára gamla Ingibjörg fór frá Svíþjóð yfir til Noregs með það að markmiði að keppa í titilbaráttu á ný og stóð hún við markmið sín með fullt hús stiga. Þegar gullkynslóðin í karlalands- liðinu sem hefur komið Íslandi á tvö stórmót fer að nálgast seinni enda ferilsins og nokkrir gætu hafa leikið sinn síðasta landsleik, var jákvætt að U21 ára drengjaliðið komst í lokakeppni EM sem fer fram á næsta ári. Tíu ár verða þá liðin frá því að Ísland keppti fyrst í lokakeppninni og burðarásarnir úr því liði áttu eftir að mynda kjarna A-landsliðs- ins næsta áratuginn. Í U21 árs liði Íslands var að finna leikmenn sem náðu frábærum árangri með félags- liðum sínum eins og Alfons Samp- sted sem varð norskur meistari með Bodö/Glimt í fyrsta sinn í sögu félagsins og Andra Fannar Baldurs- son sem lék fyrstu leiki sína í efstu deild á Ítalíu átján ára gamall. Eng- inn vakti þó jafn mikla athygli og Ísak Bergmann Jóhannesson sem lék 27 leiki í sænsku deildinni og er eftirsóttur af mörgum af stærstu liðum heims. Í deildarkeppninni hér heima endurheimtu karlalið Vals og kvennalið  Breiðabliks Íslands- meistaratitlana eftir eins árs fjar- veru. Hvorugu liði tókst að innsigla Íslandsmeistaratitilinn áður en deildarkeppnin var stöðvuð en voru í sérflokki og aðeins tímaspursmál hvenær titilinn hefði unnist.  Bjarki fetaði í fótspor Guðjóns Vals og Sigurðar í Þýskalandi Árið byrjaði á einum af betri sigrum íslenska handboltalandsliðsins í sögu þess, á ríkjandi heimsmeist- urum Dana fyrir troðfullri höll af Dönum sem áttu von á sann- færandi sigri sinna manna. Aron Pálmarsson minnti heimsbyggð- ina á sig með því að fara á kostum í 31-30 sigri Íslands. Sigur á Rússum fylgdi tveimur dögum síðar en tap gegn Ungverjum og Slóvenum gerði út um vonir Íslands á því að komast áfram í milliriðlinum og vann Ísland aðeins einn leik af síðustu fimm  á Evrópumótinu. Kórónaveiru faraldurinn gerði út um umspilsleiki fyrir HM 2021 og úthlutaði EHF Íslandi sæti á HM á kostnað Sviss. Heimsfaraldurinn kom einnig í veg fyrir alla leiki kvennalandsliðsins í undankeppni EM og kepptu Stelpurnar okkar því enga leiki á þessu ári. Það var ekki aðeins gegn Dönum sem Aron sýndi snilli sína því hann hefur verið meðal bestu leikmanna Barcelona, sem á enn eftir að tapa leik á árinu. Börsungar leika í úrslitahelgi Meistaradeildar Evr- ópu milli jóla og nýárs og hafa ekki tapað leik í rúmlega tvö ár. Spænska liðið þykir afar sigurstranglegt fyrir úrslitahelgina í Meistaradeildinni þar sem Aron fær tækifæri til að vinna keppnina í þriðja sinn. Annar leikmaður sem blómstr- aði í byrjun árs var hornamaður- inn  Bjarki Már Elísson. Árbæing- urinn varð þriðji Íslendingurinn í sögunni til að verða markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með Lemgo. Áður höfðu Sigurður Sveins- son og Guðjón Valur Sigurðsson náð því afreki, en Bjarki varð áður markahæsti leikmaður næstefstu deildar í Þýskalandi. Í Olís-deildunum var keppni stöðvuð áður en kom að úrslita- keppninni og var því enginn Íslandsmeistari krýndur á árinu. Fram var svo gott sem búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í kvennaf lokki en spennan var heldur meiri í karlaflokki þar sem Valur var með naumt forskot á FH á toppi deildarinnar. Framkonur höfðu áður unnið bikarmeistara- titilinn í kvennaf lokki en karla- megin voru það Eyjamenn sem urðu bikarmeistarar. Upplifðu gleði og sorg í Ungverjalandi Skrýtnu íþróttaári lýkur á næstunni þar sem kórónaveirufaraldurinn setti strik í reikninginn í íslensku íþróttalífi. Á alþjóðlegri grundu áttu atvinnumennirnir góðum árangri að fagna og kvennalandsliðið í knattspyrnu getur horft stolt til baka á þetta ár. Sara Björk var einn besti leikmaður vallarins og skoraði markið sem innsiglaði sigur Lyon á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, nokkrum vikum eftir vistaskipti til Lyon frá þýska félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Martin fagnar fyrri titli ársins með Alba Berlin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Danir reyndu hvað sem þeir gátu til að stöðva Aron Pálmarsson sem fór fyrir Íslandi í óvæntum sigri á Dönum í fyrsta leik á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT ÍSLENSKAR ÍÞRÓTTIR 2020
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.