Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Síða 75

Víkurfréttir - 09.09.2020, Síða 75
Leikir framundan: Lengjudeild karla ÍBV - Keflavík Hásteinsvöllur lau. 12/9 kl. 14:00 Víkingur Ó. - Grindavík Ólafsvíkurvöllur lau. 12/9 kl. 14:00 Keflavík - Fram Nettóvöllurinn mið. 16/9 kl. 16:30 Grindavík - Leiknir R. Grindavíkurvöllur mið. 16/9 kl. 16:30 Lengjudeild kvenna Keflavík - Afturelding Nettóvöllurinn lau. 12/9 kl. 13:00 2. deild karla ÍR - Þróttur Hertz-völlurinn mið. 9/9 kl. 17:15 Víðir - Selfoss Nesfisk-völlurinn mið. 9/9 kl. 17:15 Njarðvík - Fjarðabyggð Rafholtsvöllurinn mið. 9/9 kl. 17:15 Njarðvík - Kári Rafholtsvöllurinn sun. 13/9 kl. 14:00 Þróttur - KF Vogaídýfuvöllur sun. 13/9 kl. 16:00 2. deild kvenna Sindri - Grindavík Sindravellir lau. 12/9 kl. 14:00 Grindavík - HK Grindavíkurvöllur þri. 15/9 kl. 17:00 3. deild karla Reynir - Vængir Júpiters BLUE-völlurinn lau. 12/9 kl. 14:00 Ægir - Reynir Þorlákshafnarvöllur þri. 15/9 kl. 17:00 399 kr/kg Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar 854 kr/pk GOTT VERÐ alla daga Kjúklingabringur 2.519 kr/kg Epli Rauð Morgundögg frá Kaffitár Malað, 400 gr Keflavík í öðru sæti eftir sigur á Þór Keflvíkingar eru í toppbaráttunni í Lengjudeild karla, þeir gerðu góða ferð til Akureyrar á mánudaginn þar sem þeir mættu Þórsurum. Leikurinn var var mikilvægur fyrir Keflavík því með sigri komust þeir í annað sæti deildarinnar, upp fyrir Leikni Reykjavík. Leiknum lyktaði með 3:1 sigri Keflvíkinga og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu á 17. mínútu. Keflvíkingar jöfnuðu leikinn á 31. mínútu þegar Rúnar Þór Sigurgeirsson tók góða auka- spyrnu inn á teig Þórsara, boltinn barst til Joey Gibbs sem afgreiddi hann í netið. 1:1. Fimm mínútum síðar fengu Keflvíkingar hornspyrnu sem Þórsarar náðu ekki að koma frá, boltinn barst til Kian Williams sem átti góða sendingu á fjærstöng þar sem Nacho Heras var einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið (36’). Joey Gibbs var ekki hættur og bætti við lokamarkinu rétt áður en flautað var til leikhlés eftir langa sendingu Sindra fram völlinn. Þórsvörnin átti í erfiðleikum með að koma boltanum frá og hár bolti barst til Gibbs sem tók hann á kassann og lét svo vaða rétt fyrir utan víta- teigsbogann. Boltinn söng í netinu, gullfallegt mark og óverjandi fyrir markvörð Þórs. Staðan í hálfleik því 3:1. Seinni hálfleikur var markalaus og Keflvíkingar voru frekar líklegir til að bæta við en Þór að minnka muninn. Með sigrinum komst Keflavík í annað sæti Lengju- deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Fram og einu stigi fyrir ofan Leikni Reykjavík. Keflavík á leik til góða þar sem leik þeirra gegn Grindavík síðustu umferð var frestað. Þrettán spjalda leikur í Garðinum Víðismenn tóku á móti Dalvík/Reynir á Nesfisk-vellinum í síðustu umferð. leikurinn var afar mikilvægur báðum liðum en Víðir í situr í þriðja neðsta sæti 2. deildar á meðan Dalvík/Reynir er í því næst- neðsta. Víðismenn náðu í tvígang forystu en gestirnir jöfnuðu á 30. mínútu og aftur á 8. mínútu uppbótartíma. Það leit út fyrir að Víðismenn væru að landa mikilvægum sigri en þegar seinni hálfleikur var nánast liðinn fékk Dalvík/Reynir horn- spyrnu og úr henni fór knötturinn í hönd leikmanns Víðis og því dæmd vítaspyrna í þann mund sem leikurinn var að renna út. Gestirnir jöfnuðu úr vítinu og grátlegt jafntefli niðurstaðan. Njarðvíkingar nálgast toppinn Njarðvíkingar mættu liði KF á útivelli í 2. deild karla og fóru með sigur af hólmi. Njarðvíkingar hafa verið á góðri siglingu undanfarið og vinna sig jafnt og þétt upp töfluna. Þeir eru nú í þriðja sæti, einu stigi á eftir toppliðunum, Kórdrengjum og Selfossi, sem leika í dag. Ivan Prskalo sem skoraði fyrsta mark Njarðvíkinga á 6. mínútu. KF jafnaði leikinn á 29. mínútu en Prskalo kom Njarðvík aftur yfir á þeirri 35., tveimur mínútum síðar skoraði Bergþór Ingi Smarason þriðja mark Njarðvíkinga og markahrókurinn Kenneth Hogg tryggði sigurinn með marki á 78. mínútu. Lokatölur 4:2 fyrir Njarðvík. Þróttur sigraði Völsung Þróttarar mættu botnliði Völsungs á heimavelli sínum í 2. deild karla. Það tók tíma fyrir Þróttara aðfinna leiðina að marki Völsunga en þrátt fyrir markalausan fyrri hálfleik hafðist 3:0 sigur í lokin. Með sigrinum eru Þróttarar enn nálægt toppi deildarinnar, sitja í fjórða sæti aðeins þremur stigum frá Kórdrengjum og Selfossi sem bæði eiga leiki í dag. Mörk Þróttar skoruðu Alexander Helgason (57’ og 66’) og Hubert Rafal Kotus (88’). Reynismenn dottnir í annað sæti Reynir Sandgerði mætti Hetti/Huginn á Egilsstöðum í síðustu um- ferð. Höttur/Huginn sat í næstneðsta sæti 3. deildar karla fyrir leik inn en Reynismenn, sem hafa setið á toppi deildarinnar í allt sumar, sáu aldrei til sólar í leiknum og í fyrri hálfleik réðust úrslitin þegar leikmenn heimamenn skoruðu tvö mörk gegn máttlitlum Reynis- mönnum. Reynismenn voru yfirspilaðir af heimamönnum og úrslit leiksins urðu 2:0. Með tapinu hafa Reynismenn þá tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og dottið niður í annað sæti 3. deildar, tveimur stigum á eftir KV. Hólmar Örn Rúnarsson, þjálfari Víðis, gengur niðurlútur af velli á meðan spjaldaglaður dómari leiksins gefur Guyon Philips að líta rauða spjaldið. Ljósmynd: Facebook-síða knattspyrnudeildar Víðis Konurnar úr Keflavík sigruðu á Skaganum Keflavík, sem situr í næstefsta sæti Lengjudeildar kvenna, lék gegn ÍA á Akranesi á sunnudag. ÍA er í sjöunda sæti deildarinnar og áttu Keflvíkingar í mestu vandræðum með að brjóta niður varnarmúr þeirra. Það hafðist þó skömmu fyrir leikslok með marki Paula Isa- bella Germino Watnick (86’). Keflavík situr í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Tindastóli en á sjö stig á Hauka sem eru í þriðja sæti. Paula Watnick skoraði markið sem réði úrslitum gegn ÍA. vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 43

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.