Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Qupperneq 75

Víkurfréttir - 09.09.2020, Qupperneq 75
Leikir framundan: Lengjudeild karla ÍBV - Keflavík Hásteinsvöllur lau. 12/9 kl. 14:00 Víkingur Ó. - Grindavík Ólafsvíkurvöllur lau. 12/9 kl. 14:00 Keflavík - Fram Nettóvöllurinn mið. 16/9 kl. 16:30 Grindavík - Leiknir R. Grindavíkurvöllur mið. 16/9 kl. 16:30 Lengjudeild kvenna Keflavík - Afturelding Nettóvöllurinn lau. 12/9 kl. 13:00 2. deild karla ÍR - Þróttur Hertz-völlurinn mið. 9/9 kl. 17:15 Víðir - Selfoss Nesfisk-völlurinn mið. 9/9 kl. 17:15 Njarðvík - Fjarðabyggð Rafholtsvöllurinn mið. 9/9 kl. 17:15 Njarðvík - Kári Rafholtsvöllurinn sun. 13/9 kl. 14:00 Þróttur - KF Vogaídýfuvöllur sun. 13/9 kl. 16:00 2. deild kvenna Sindri - Grindavík Sindravellir lau. 12/9 kl. 14:00 Grindavík - HK Grindavíkurvöllur þri. 15/9 kl. 17:00 3. deild karla Reynir - Vængir Júpiters BLUE-völlurinn lau. 12/9 kl. 14:00 Ægir - Reynir Þorlákshafnarvöllur þri. 15/9 kl. 17:00 399 kr/kg Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar 854 kr/pk GOTT VERÐ alla daga Kjúklingabringur 2.519 kr/kg Epli Rauð Morgundögg frá Kaffitár Malað, 400 gr Keflavík í öðru sæti eftir sigur á Þór Keflvíkingar eru í toppbaráttunni í Lengjudeild karla, þeir gerðu góða ferð til Akureyrar á mánudaginn þar sem þeir mættu Þórsurum. Leikurinn var var mikilvægur fyrir Keflavík því með sigri komust þeir í annað sæti deildarinnar, upp fyrir Leikni Reykjavík. Leiknum lyktaði með 3:1 sigri Keflvíkinga og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu á 17. mínútu. Keflvíkingar jöfnuðu leikinn á 31. mínútu þegar Rúnar Þór Sigurgeirsson tók góða auka- spyrnu inn á teig Þórsara, boltinn barst til Joey Gibbs sem afgreiddi hann í netið. 1:1. Fimm mínútum síðar fengu Keflvíkingar hornspyrnu sem Þórsarar náðu ekki að koma frá, boltinn barst til Kian Williams sem átti góða sendingu á fjærstöng þar sem Nacho Heras var einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið (36’). Joey Gibbs var ekki hættur og bætti við lokamarkinu rétt áður en flautað var til leikhlés eftir langa sendingu Sindra fram völlinn. Þórsvörnin átti í erfiðleikum með að koma boltanum frá og hár bolti barst til Gibbs sem tók hann á kassann og lét svo vaða rétt fyrir utan víta- teigsbogann. Boltinn söng í netinu, gullfallegt mark og óverjandi fyrir markvörð Þórs. Staðan í hálfleik því 3:1. Seinni hálfleikur var markalaus og Keflvíkingar voru frekar líklegir til að bæta við en Þór að minnka muninn. Með sigrinum komst Keflavík í annað sæti Lengju- deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Fram og einu stigi fyrir ofan Leikni Reykjavík. Keflavík á leik til góða þar sem leik þeirra gegn Grindavík síðustu umferð var frestað. Þrettán spjalda leikur í Garðinum Víðismenn tóku á móti Dalvík/Reynir á Nesfisk-vellinum í síðustu umferð. leikurinn var afar mikilvægur báðum liðum en Víðir í situr í þriðja neðsta sæti 2. deildar á meðan Dalvík/Reynir er í því næst- neðsta. Víðismenn náðu í tvígang forystu en gestirnir jöfnuðu á 30. mínútu og aftur á 8. mínútu uppbótartíma. Það leit út fyrir að Víðismenn væru að landa mikilvægum sigri en þegar seinni hálfleikur var nánast liðinn fékk Dalvík/Reynir horn- spyrnu og úr henni fór knötturinn í hönd leikmanns Víðis og því dæmd vítaspyrna í þann mund sem leikurinn var að renna út. Gestirnir jöfnuðu úr vítinu og grátlegt jafntefli niðurstaðan. Njarðvíkingar nálgast toppinn Njarðvíkingar mættu liði KF á útivelli í 2. deild karla og fóru með sigur af hólmi. Njarðvíkingar hafa verið á góðri siglingu undanfarið og vinna sig jafnt og þétt upp töfluna. Þeir eru nú í þriðja sæti, einu stigi á eftir toppliðunum, Kórdrengjum og Selfossi, sem leika í dag. Ivan Prskalo sem skoraði fyrsta mark Njarðvíkinga á 6. mínútu. KF jafnaði leikinn á 29. mínútu en Prskalo kom Njarðvík aftur yfir á þeirri 35., tveimur mínútum síðar skoraði Bergþór Ingi Smarason þriðja mark Njarðvíkinga og markahrókurinn Kenneth Hogg tryggði sigurinn með marki á 78. mínútu. Lokatölur 4:2 fyrir Njarðvík. Þróttur sigraði Völsung Þróttarar mættu botnliði Völsungs á heimavelli sínum í 2. deild karla. Það tók tíma fyrir Þróttara aðfinna leiðina að marki Völsunga en þrátt fyrir markalausan fyrri hálfleik hafðist 3:0 sigur í lokin. Með sigrinum eru Þróttarar enn nálægt toppi deildarinnar, sitja í fjórða sæti aðeins þremur stigum frá Kórdrengjum og Selfossi sem bæði eiga leiki í dag. Mörk Þróttar skoruðu Alexander Helgason (57’ og 66’) og Hubert Rafal Kotus (88’). Reynismenn dottnir í annað sæti Reynir Sandgerði mætti Hetti/Huginn á Egilsstöðum í síðustu um- ferð. Höttur/Huginn sat í næstneðsta sæti 3. deildar karla fyrir leik inn en Reynismenn, sem hafa setið á toppi deildarinnar í allt sumar, sáu aldrei til sólar í leiknum og í fyrri hálfleik réðust úrslitin þegar leikmenn heimamenn skoruðu tvö mörk gegn máttlitlum Reynis- mönnum. Reynismenn voru yfirspilaðir af heimamönnum og úrslit leiksins urðu 2:0. Með tapinu hafa Reynismenn þá tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og dottið niður í annað sæti 3. deildar, tveimur stigum á eftir KV. Hólmar Örn Rúnarsson, þjálfari Víðis, gengur niðurlútur af velli á meðan spjaldaglaður dómari leiksins gefur Guyon Philips að líta rauða spjaldið. Ljósmynd: Facebook-síða knattspyrnudeildar Víðis Konurnar úr Keflavík sigruðu á Skaganum Keflavík, sem situr í næstefsta sæti Lengjudeildar kvenna, lék gegn ÍA á Akranesi á sunnudag. ÍA er í sjöunda sæti deildarinnar og áttu Keflvíkingar í mestu vandræðum með að brjóta niður varnarmúr þeirra. Það hafðist þó skömmu fyrir leikslok með marki Paula Isa- bella Germino Watnick (86’). Keflavík situr í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Tindastóli en á sjö stig á Hauka sem eru í þriðja sæti. Paula Watnick skoraði markið sem réði úrslitum gegn ÍA. vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.