Fréttablaðið - 30.12.2020, Page 1

Fréttablaðið - 30.12.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 7 3 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 útsalan er hafin Bólusetningardagurinn fyrsti var víða um land í gær en þá hófust bólusetningar gegn COVID-19. Þeir fyrstu til að verða bólusettir voru úr forgangshópum. Um er að ræða starfsfólk í framlínu baráttunnar gegn faraldrinum og íbúa sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa. Bólusetningum verður fram haldið í dag. Styttast fer í næstu sendingu bóluefnisins og þess varla langt að bíða að tekið verði til við að bólusetja þá sem eru neðar á forgangslista yfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK +PLÚS VIÐSKIPTI „Það er mín skoðun að það sé engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög frá Íslandi sem eru með Keflavíkurflugvöll sem tengi­ miðstöð,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Þetta hefur verið reynt tvisvar áður,“ útskýrir Bogi í viðtali við Markaðinn, „fyrst með Iceland Express og síðar WOW air. Við sjáum þetta aðeins á stórum alþjóð­ legum flugvöllum.“ Bogi er maður ársins í íslensku viðskiptalífi að mati dómnefndar Markaðarins fyrir að hafa leitt Ice­ landair, kerfislega mikilvægt fyrir­ tæki, í gegnum vel heppnaða endur­ skipulagningu og hlutafjárútboð við gríðarlega erfiðar aðstæður. Forsvarsmenn Play Air, nýs lág­ gjaldaflugfélags sem boðaði komu sína á markaðinn fyrir meira en ári, hafa sagst vera tilbúnir að hefja flug­ rekstur um leið og tækifæri gefst til og langtímafjármögnun er í höfn. Aðspurður segist Bogi ekki vera hræddur við samkeppni en bendir á að heimamarkaðurinn sé mikilvæg­ ur og hjá okkur telji hann einungis 360 þúsund manns. „Þess vegna tel ég ekki raunhæft að reka héðan tvö f lugfélög til lengri tíma sem starf­ rækja tengibanka.“ Í viðtalinu segir Bogi að það hafi verið „mjög sérstakt að fara af stað í útboð í september hjá stærsta og lík­ lega mikilvægasta félagi landsins og vita í raun ekkert um afstöðu helstu hluthafanna nema PAR Capital sem ætlaði ekki að taka þátt. Við vorum því í algjörri óvissu.“ Tveir af fjórum stærstu lífeyris­ sjóðum landsins, Birta og LIVE, voru á meðal þeirra sjóða sem fjárfestu ekki í útboðinu. Bogi viðurkennir að „ við hefðum líkast til haft miklar efasemdir um niðurstöðu útboðsins vitandi að þessir tveir sjóðir ætluðu sér ekki að taka þátt.“ Hann vonast til að núgildandi sóttvarnareglum við landamærin verði breytt fyrir til dæmis 1. mars. „Þá held ég að ferðamannasumarið geti orðið ágætt. En ef fyrirkomu­ lagið verður óbreytt fram í maí eða júní þá tel ég ljóst að sumarið sé í raun farið.“ – hae / sjá Markaðinn Óraunhæft að vera með tvö flugfélög Forstjóri Icelandair, maður ársins í íslensku viðskiptalífi að mati dómnefndar Markaðarins, segir fullreynt að reka tvö innlend flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi. Fóru af stað í hlutafjárútboð án vissu um hvort lífeyrissjóðir eða aðrir hluthafar tækju þátt. Bogi Nils Boga- son, forstjóri Icelandair Group

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.