Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 12
Fyrir utan veiruvandann sem hrjáð hefur landsmenn er t aumlaus útþensla r ík is- báknsins ein helsta ógnin við íslenska hagkerfið nú sem stendur. Vonandi sjáum við fyrir endann á veiruvandanum þegar bólusetn- ingar fara að hafa áhrif til góðs sem væntanlega verður f ljótlega á nýja árinu. Aftur á móti bendir ekkert til þess að við munum sjá nokkurt lát verða á útþenslu ríkisbáknsins. Það er stórháskalegt og getur haft alvarlegar afleiðingar ef ekki verður hugarfarsbreyting meðal æðstu ráðamanna ríkisins. Hér er ekki verið að amast við því að ríkið verji auknum fjármunum til grunnþjónustu, sér í lagi heil- brigðiskerfisins. En ástæða er til að vara við óráðsíu og sóun víðs vegar í rekstri hins opinbera. Byrjum á toppnum. Stjórnmálaf lokkarnir á Alþingi hafa komið sér saman um að nær þrefalda framlög til sín sjálfra. Á fjárlögum 2021 eiga 728 milljónir króna að renna til rekstr- ar stjórnmálaflokkanna. Auk þess greiðir ríkissjóður laun 28 aðstoð- armanna þingf lokkanna. Lengst gengur endaleysan á því sviði hjá þingf lokki sem telur tvo þing- menn en hefur þrjá aðstoðarmenn á launum hjá skattgreiðendum! Umrætt fyrirkomulag er vitan- lega galið og hreinn dónaskapur við eigendur ríkissjóðs, skattgreiðend- ur sem þurfa að borga brúsann. Það er raunar merkilegt hve litla athygli þessi framkoma stjórnmálaf lokk- anna vekur. Landsmenn eru orðnir dofnir gagnvart framkomu af þessu tagi. Sama gildir um áform Alþingis um að láta reisa fimm hæða glæsi- hýsi við hlið Alþingis sem á að hýsa kontóra fyrir þingmenn og starfsfólk Alþingis. Allt þetta fólk hefur ágæta vinnuaðstöðu og það ætti ekki að vera forgangsmál í því kreppuástandi sem ríkir á Íslandi að byggja slíkt monthús yfir skrif- stofu Alþingis, að ekki sé nú talað um að ætla að troða 1.200 fer- metra skrifstofubyggingu inn á lóð stjórnarráðshússins gamla og eyðileggja ásýnd þess, bara til að geta komið sívaxandi fjölda emb- ættismanna ráðuneytisins fyrir. Enginn skortur er á vönduðu leigu- húsnæði í nágrenninu sem fá má á sífellt hagstæðari kjörum vegna aukins framboðs. Þá er rétt að nefna dæmi um útþenslu- og eyðslustefnu ríkis- stjórnarinnar: Fram hefur komið í vönduðum greinum í DV að starfs- menn forsætisráðuneytisins séu orðnir 54 talsins. Á tíma Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir áratug voru þeir 35 og ekki nema 15 árið 1988. Spyrja má hvort vinnubrögð ráðu- neytisins séu svona miklu vand- aðri núna en áður og eins hvort ný verkefni hafi hlaðist á forsætis- ráðuneytið. Vafalaust hafa einhver verkefni bæst við. En alla vega ekki með þeim hætti að það réttlæti slíka útþenslu. Nefnt hefur verið eitt dæmi um ný verkefni í ráðu- neytinu. Það er svonefnd „skrif- stofa jafnréttismála“, þar sem sex embættismenn eru nú skráðir með starfstitla. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að innan stjórnkerfisins er starfandi sérstök ríkisstofnun, Jafnréttisstofa, staðsett á Akureyri með átta starfsmenn á launum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir framlögum til Jafnréttisstofu upp á 162 milljónir króna. Hefði ekki mátt ætla að sex stöður emb- ættismanna til viðbótar innan for- sætisráðuneytisins vegna þessa málaf lokks væru óþarfar? Kostn- aður ráðuneytisins vegna þessa er væntanlega nokkuð á annað hundrað milljónir króna á ári. Hvað höfðingjarnir hafast að Hér er einungis verið að taka dæmi um skort á ráðdeildarsemi meðal æðstu valdhafa ríkisins. Varla þarf að gera ráð fyrir öðru en að vinnu- brögðin séu áþekk niður eftir öllu kerfinu þegar fólkið á toppnum gefur svona fordæmi: „Hvað höfð- ingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ segir í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og er enn í fullu gildi. Þetta er ekki nefnt hér af illum hug eða vondum hvötum. Við Íslendingar verðum að horfast í augu við þann raunveruleika sem nú blasir við. Ríkissjóður er rekinn með um 300 milljarða króna halla á árinu 2020 og fjárlög ársins 2021 gera ráð fyrir enn meiri halla. Við getum ekki bara látið eins og þetta sé allt í lagi og haldið áfram sömu útgjöldum hins opinbera og verið hefur, hvað þá aukið útgjöld. Vegna veiruvandans þurfa fyrirtækin í landinu að grípa til margvíslegra ráðstafana, skera niður og spara í rekstri sínum. Atvinnuleysi er nú um ellefu prósent með öllum þeim sársauka sem því fylgir. Atvinnuleysi mun ekki minnka fyrr en atvinnulífið nær fyrri styrk að nýju þegar áhrifa veirunnar hættir að gæta. Þangað til verður at v innu leysið áf ramhaldandi böl hér á landi og eins mun vandi fjölda fyrirtækja í ýmsum atvinnu- greinum halda áfram að truf la. Á meðan fólk og fyrirtæki berjast við mikinn efnahagssamdrátt er algjör- lega óboðlegt að ríkisvaldið grípi ekki til ráðstafana og sýni aðhald í eigin rekstri. Ætlast verður til fordæmis í þeim efnum frá æðstu stofnunum, Alþingi og ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Eftir höfðinu dansa limirnir. Ég hef fulla trú á því að við Íslend- ingar getum komist hratt út úr þeim erfiðleikum sem veiran hefur valdið hér á landi að undanförnu. En þá þarf hið opinbera einnig að sýna ráðdeild og skynsemi. Ekki er nægilegt að ætlast til þess af fólkinu og fyrirtækjunum sem standa utan við opinbera kerfið. Bjöguð samkeppni Ríkisútvarpið er ríkisstofnun sem dregur til sín milljarða af skatt- peningum landsmanna á ári hverju, að mestu gagnrýnislaust af hálfu stjórnmálamanna. Ekki virðist duga minna en fimm milljarðar frá ríkissjóði árlega til að halda úti þessari starfsemi í bjagaðri sam- keppni við einkarekna fjölmiðla. Gagnrýni á þetta bákn kemur aðal- lega frá keppinautum sem þurfa að búa við ósanngjarna samkeppnis- stöðu ár eftir ár. Öðrum virðist að mestu standa á sama og sætta sig við að fimm milljörðum króna af skattfé borgaranna sé ráðstafað með þessum hætti ár hvert. Ef litið er nokkur ár aftur í tím- ann má finna yfirlýsingar frá ráð- herrum og alþingismönnum sem hétu því að breyta – jafnvel bylta – rekstri og umfangi Ríkisútvarps- ins, meðal annars með því að taka stofnunina út af auglýsingamarkaði eins og tíðkast í nágrannalönd- unum. Sumir f lokkar hafa ályktað með þessum hætti árum og jafnvel áratugum saman. En allt kemur fyrir ekki. Einungis innantóm orð stjórnmálamanna en engar efndir. Hlutverk útvarpsins hefur gjör- breyst í áranna rás. Nú er haldið upp á 90 ára afmæli þessarar ríkis- stofnunar sem sannarlega var þörf á sinni tíð. Lengi vel var aðeins um eina útvarpsrás og síðar eina sjón- varpsrás „að velja“. Svo kom sam- keppni og einkareknar stöðvar hafa haslað sér völl og ný tækni rutt sér til rúms. Með þeim breytingum hefur hlutverk Ríkisútvarpsins gjörbreyst og það jafnvel orðið óþarft að mörgu leyti þó svo lög- gjafinn hafi ekki veitt því athygli. Mikið er gert úr meintu „menn- ingarhlutverki“ stofnunarinnar. Því vekur athygli að í fjárlögum er stofnunin ekki f lokkuð sem „menn- ingarstofnun“, heldur sem fjölmið- ill. Þá er jafnan lögð mikil áhersla á að Ríkisútvarpið sinni því sem kallað er „almannaþjónusta“ og með því eru milljarðafjárveitingar af skattfé réttlættar. Þetta átti við þegar Ríkisútvarpið var eitt á sviðinu en þannig er það alls ekki lengur. Nýlega kom fram í viðtali við for- stjóra Sýnar, sem rekur Stöð 2, Vísi, Bylgjuna og ýmsa aðra öfluga fjöl- miðla, að félagið gæti hæglega tekið að sér almannaþjónustuhlutverk sem Ríkisútvarpinu er einu falið með lögum. Forstjórinn benti á hve mikilvægir fréttamiðlar vefir fjöl- miðlafyrirtækjanna væru en þeir eru jafnan fyrstir með fréttirnar. Þar á meðal alvarlegar fréttir af slysum, hamförum og almannavá sem „almannaþjónustu“ er væntan- lega treyst fyrir sérstaklega. Mikilvægi vefmiðla vaxandi Gallup mælir útbreiðslu á helstu vefmiðlum landsins og þar kemur fram að Vísir.is er nú vinsælasti einstaki vefurinn eins og forstjóri Sýnar benti á í umræddu viðtali. Samkvæmt síðustu mælingu var Vísir.is með 568 þúsund notendur á viku, Mbl.is hafði 554 þúsund notendur á viku en miðlar Torgs, Fréttablaðið.is og DV.is, voru þá samtals með 715 þúsund notendur á viku, þannig að miðlar Torgs hafa mesta útbreiðslu samtals. Vefmið- ill Ríkisútvarpsins kemur á eftir öllum þessum vefmiðlum með 323 þúsund notendur á viku samkvæmt umræddri samantekt Gallup. Í ljósi alls þessa er vandséð að löggjafinn geti varið lengur að ráðstafað sé milljörðum á ári til Ríkisútvarpsins til að uppfylla „almannaþjónustu- hlutverk“ sem aðrir fjölmiðlar geta hæglega sinnt – og sinna – með miklum sóma þó þeir megi búa við mismunun af hálfu löggjafans. Virðist litlu skipta hvaða stjórn- málaf lokkar eru við völd hverju sinni. Þeir hafa látið undir höfuð leggjast áratugum saman að koma á réttlæti hvað þessa starfsemi varðar. Við sem komum að rekstri einka- rekinna fjölmiðla verðum að gera okkur ljóst að varla er við því að búast að stjórnvöld leiðrétti þá samkeppnisskekkju sem hér um ræðir. Stjórnmálamenn og stjórn- málaflokka virðist skorta kjark til að gera sjálfsagðar og sanngjarnar breytingar á umgjörð fjölmiðla- rekstrar hér á landi. Þeim virðist þykja ágætt að ríkið eigi stærsta fjölmiðil landsins sem nýtur sín vel í bjagaðri samkeppni. Vera kann að þeir óttist sjálfir þessa ríkisstofnun. Er mögulegt að ýmsir stjórnmála- menn gætu hugsað sér að Ríkisút- varpið yrði eini alvörufjölmiðillinn á Íslandi? Kann að vera að einhverj- um stjórnmálamönnum hugn ist illa frjáls f jölmiðlun? Stundum læðist sá grunur að manni að skoð- ana- og tjáningarfrelsi eigi minna fylgi að fagna en ætla mætti. Vilja menn ríkislímonaði? Margir muna eftir persónunni Marteini Mosdal sem Stöð 2 gerði ódauðlegan á sínum tíma. Mar- teinn vildi einfalda hlutina og lagði stöðugt til að ekki yrði selt annað en ríkislímonaði hér á landi. Hann taldi samkeppni almennt óþarfa. Marteinn Mosdal kynnti sig sem frambjóðanda R ík isf lok ksins. Spyrja má hvort hinir ríkisstyrktu f lokkar okkar tíma séu ekki óðum að renna saman í einn Ríkisflokk. Við skulum vona að stefna Mar- teins Mosdals eigi ekki fylgi að fagna. Þá er gott til þess að vita að kosið verður til Alþingis á komandi ári. Hver veit nema við fáum þá nýja og öfluga þingmenn sem vilja leggja sitt af mörkum til að koma á eðli- legu rekstrarumhverfi um Ríkisút- varpið og reyndar fjölmargar aðrar ríkisstofnanir sem virðast sæta afar litlu aðhaldi kjörinna fulltrúa. Árið 2020 hefur verið viðburða- ríkt hjá Torgi ehf., sem gefur út Fréttablaðið, DV, rekur sjónvarps- stöðina Hringbraut og fjölmarga öfluga vefmiðla ásamt eigin prent- smiðju. Við höfum lokið við samein- ingu þriggja fjölmiðlafyrirtækja og endurskipulagt flesta rekstrarþætti fyrirtækisins þannig að Torg er full- búið að takast á við alla samkeppni – bæði sanngjarna og ósanngjarna. Veiran alræmda truflaði vitanlega rekstur okkar mikið á árinu en við vonum eins og aðrir að hremm- ingum vegna hennar ljúki senn. Við hjá Torgi horfum björtum augum fram á veginn. Ég vil þakka öllum okkar góðu starfsmönnum fyrir frábært starf á árinu og óska þeim og öðrum velunnurum fyrir- tækisins velfarnaðar á árinu 2021. Gegndarlaus útþensla ríkisbáknsins er ógnvekjandi Helgi Magnússon stjórnar- formaður Torgs ehf. SENSITIVE heitir núna PEAUX SENSIBLES Nýjar umbúðir – sama góða varan Ríkissjóður er rekinn með um 300 milljarða króna halla á árinu 2020 og fjárlög ársins 2021 gera ráð fyrir enn meiri halla. Við getum ekki bara látið eins og þetta sé allt í lagi og haldið áfram sömu útgjöldum hins opin- bera og verið hefur, hvað þá aukið útgjöld. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.