Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2020, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 30.12.2020, Qupperneq 35
D-vítamín er eitt mikilvægasta vítamínið sem líkaminn þarfnast. Skortur á því getur valdið ýmsum hvimleiðum kvillum og í verstu tilfellum alvar- legum heilsufarsvandamálum. D-vítamín hjálpar okkur að vinna kalk úr fæðunni til þess að fyrir- byggja kalkskort. Beinþynning af völdum kalkskorts er eitt algeng- asta heilsufarsvandamálið hjá öldruðum og má oftar en ekki rekja beint til D-vítamínskorts. Því fyrr sem við byrjum að taka inn D-víta- mín að staðaldri, því betra. D-vítamínskortur getur verið lúmskur en afleiðingar til lengri tíma geta verið tannskemmdir, vöðvarýrnun, hárlos, beinverkir, þreyta og slen og í kjölfarið þung- lyndi. Við fáum einfaldlega ekki nóg D-vítamín fáum við úr fæðu og úr sólarljósinu en fjöldi rannsókna sýnir fram á að nútímamaðurinn fær ekki nóg af D-vítamíni úr fæðunni. Og við sem búum á norðlægum slóðum erum enn verr sett því alla jafna fáum við of lítið af sólarljósi, hvað þá í svartasta skammdeginu. Því er algert lykilat- riði að taka inn D-vítamín sem bætiefni til þess að tryggja nægilegt magn. Og munurinn leynir sér ekki þegar líkaminn fær loksins nóg. Orkublanda með D-vítamíni og íslenskri burnirót Orkublandan frá ICEHERBS inni- heldur 2000 einingar af D-vítamíni og hreina íslenska burnirót og kom á markað í febrúar 2018. „Ég þróaði þessa vöru með sjálfa mig í huga. Mér fannst mikilvægt að tvinna þessi innihaldsefni saman enda hefur inntaka á bæði D-vítamíni og burnirót reynst mér sjálfri gríðar- lega vel í gegnum árin,“ segir Katrín Amni Friðriksdóttir, framkvæmda- stjóri og annar eigandi Náttúru- smiðjunnar ehf., sem framleiðir vörur undir vörumerkjunum ICE- HERBS og ICEHERBS Skin. „Ég verð sjálf ofboðslega þreytt á veturna og myrkrið er mér gríðar- lega erfitt. Ég hef alltaf verið svona og á tímabili hélt ég að það væri ein- faldlega eitthvað að mér á veturna. Svo kom á daginn að mig vantaði D-vítamín og smá búst í líkamann. Skorturinn hafði mikil áhrif á lífs- gæði mín. Það var erfitt að vakna á morgnana og myrkrið hafði áhrif á líkamsstarfsemina. Orkublandan með D-vítamíni og burnirót er sniðin fyrir þá sem glíma við þetta sama skamm- degisslen. Það er ótrúleg virkni í Orkublöndunni enda fæ ég mikið af góðum viðbrögðum frá neytendum um hvað varan gerir þeim gott. Flestallir finna mun á sér eftir að hafa tekið Orkublönduna daglega í 5-10 daga, og vaknar fólk mun hressara.“ Hið norræna ginseng Burnirótin er ein magnaðasta lækningajurt sem vex á Íslandi og eitt best geymda leyndarmál jurta- ríkisins. Jurtin vex á norðlægum slóðum og er afar þrautseig. Þá er hún oft kölluð hið norræna gin- seng en hún er þekkt fyrir einstök áhrif sín á aukna orku, einbeitingu og úthald. Áður fyrr var hún meira að segja notuð til að auka frammi- stöðu hermanna. Klínískar rann- sóknir sýna einnig fram á að hún hjálpar fólki að vinna gegn stressi og álagi. Burnirótin er oft notuð til að vinna gegn orkuleysi, sleni og depurð og þannig vinnur hún vel með D-vítamíninu. Innihaldsefni sem Orkublandan frá ICEHERBS samanstendur af eru algert dúndur fyrir aukna orku, snerpu og úthald. Í hverju hylki eru 2000 einingar af D-vítamíni sem er viðmiðunargildi fyrir efri mörk daglegrar meðal- neyslu á D-vítamíni. Burnirótin í Orkublöndunni er handtínd á Íslandi, þurrkuð, verkuð og mulin. Öll bætiefni ICEHERBS eru fram- leidd á Blönduósi. Hrein náttúruafurð Markmið ICEHERBS er að nýta náttúruauðlindir sem tengjast íslenskri hefð og sögu og vinna í neytendavæna vöru fyrir viðskipta- vini. „Við hjá ICEHERBS leggjum mikla áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni sem byggja á sjálfbærri nýtingu náttúruauð- linda. Við kappkostum að vörurnar nýtist viðskiptavinum okkar og að virknin skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá leggjum við áherslu á að nota engin óþörf fylliefni.“ ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum. Sjá nánar á iceherbs.is. Óþarfi að þjást í skammdeginu Við þurfum ekki að sætta okkur við hið klassíska orkuleysi sem leggst yfir íslensku þjóðina í skammdeginu eins og þung mara með tilheyrandi skammdegisþreytu, depurð og sleni. Katrín Amni Friðriksdóttir, framkvæmda- stjóri ICEHERBS þróaði Orku- blönduna með sjálfa sig í huga, enda hefur hún góða reynslu af notkun D-vítamíns og burnirótar í baráttunni við skamm- degisþreytuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI. Algengustu nýársheitin snúast um heilsurækt, að tileinka sér hollari lífsstíl, grennast, styrkjast, borða hollar, hætta að reykja og drekka minna. Aðrir einsetja sér meiri ráðdeild í fjármálum eða hreinlega að njóta tilverunnar til fulls. Hér eru nokkur áramótaheit til hvatningar á nýju ári. n Farðu oftar í göngutúra og gakktu helst í 30 mínútur á dag. n Farðu fyrr í háttinn og líka með makanum. Með meiri og betri svefni eykst kynlífs- löngun umtalsvert. n Hrósaðu sjálfum þér oftar. Það gerir þig hamingjusamari og bætir svefninn. n Borðaðu sítrusávexti oftar. Þeir eru stútfullir af C-víta- míni sem er gott fyrir húðina, dregur úr hrukkumyndun og húðþurrki. n Losaðu um streitu með góð- vild. Umhyggja fyrir sjálfum þér lækkar blóðþrýsting og svitamyndun sem eru ein- kenni sem tengjast stressi. n Borðaðu meira af bláberjum og valhnetum. Bláber lækka blóðsykur og blóðþrýsting og minnka kviðfitu, og valhnetur lækka slæmt kólesteról. n Notaðu hádegispásuna í vinnunni fyrir sjálfan þig í stað þess að vinna áfram og borða við skrifborðið. n Gerðu eitthvað uppbyggilegt og nýtt í frítímum, eins og að prófa nýja uppskrift, fara á myndlistarnámskeið eða leik- sýningu. n Farðu í gegnum fataskápinn og gefðu gömul og góð föt til góðgerðamála. n Sótthreinsaðu símann oftar. Farsímar bera með sér tíu sinnum fleiri bakteríur en flestar klósettsetur, ekki síst ef farið er með þá í leiðangra á klósettið. n Lyftu lóðum til að byggja upp vöðvamassa og aukinn kraft, og tileinkaðu þér nýjar æfingar. n Drekktu meira vatn, ekki síst ef það vantar upp á svefninn. Þá þarf líkaminn aukinn vökva. n Gakktu upp stigann í stað þess að taka lyftuna. n Snæddu grænmeti oftar. Það er gómsætt heilsufæði sem hjálpar til við þyngdartap. n Auktu við orðaforðann og víkkaðu sjóndeildarhringinn með því að hlusta á hljóð- bækur ef þú hefur ekki tíma til að lesa bækurnar sjálfur. n Dreptu í sígarettunni og fleygðu munntóbakssekkjun- um. Tóbak er dauðans alvara þegar kemur að vanheilsu og ekki síst fyrir lungun. n Lærðu jóga með makanum. Það gerir ykkur afslappaðri gagnvart líkömum hvors ann- ars, eykur unað í samlífinu, styrkir grindarbotnsvöðvana og hefur áhrif á kynlöngun, kynæsing og fullnægju. n Spreyttu þig á nýjum rétti í hverri viku til að borða fjöl- breyttara fæði og öðlast nýjar upplifanir. n Gerðu sparnaðaráætlun sem þú stendur við og uppskerð aukin fjárráð til nauðsynja og skemmtana. n Dragðu úr áfengisneyslu. Það þarf ekki vín til að hafa gaman, auk þess sem minni drykkja bætir skapið, svefninn og húðina, styrkir ónæmis- kerfið og sparar stórfé. n Vertu þakklátari fyrir sjálfan þig og það sem þú hefur. Það eykur hamingju þína og vel- líðan að hugsa um það góða í lífi þínu og vera meðvitaður um það sem þú hefur verið blessaður með. n Sæktu námskeið eða gerstu meðlimur í klúbbi til að kynn- ast nýju fólki sem deilir sömu áhugamálum. n Farðu oftar út í náttúruna. Mannfólkið er ekki skapað til þess að vera inni dagana langa. Það styrkir ónæmis- kerfi líkamans, gerir það meira skapandi og hamingju- samara. n Njóttu litlu hlutanna í lífinu. Að horfa á stjörnumergðina á himinhvolfinu, ganga í grasi á táslunum og klappa kisu sem fer hjá. n Notaðu hvert tækifæri til að tjá ást þína og væntumþykju, og hafðu vinsemd og hjálp- semi að leiðarljósi. n Haltu dagbók. Það hjálpar við skipulagningu, að ná settum markmiðum og betra sambandi við tilfinningar og langanir. n Taktu þátt í sjálfboðastarfi. Það gefur lífinu aukinn tilgang ásamt því að auka sjálfstraust og vellíðan. Skorum okkur á hólm á nýja árinu Árið 2021 heilsar með fögrum fyrirheitum á föstudag og mannfólkið heilsar því á móti með von og bjartsýni í farangrinum. Margir strengja nýársheit af ýmu tagi, í átt til betra lífs og ríkari tilveru. Framtíðin er óskrifað blað og gott veganesti að vanda hana vel. MYND/GETTY 8 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.