Fréttablaðið - 30.12.2020, Page 37
Margir stunda það að skruna mikið gegnum samfélags-miðla og fréttasíður, en
sú venja getur auðveldlega skapað
kvíða og ýtt undir vanlíðan. Þessir
staðir eru alla jafna yfirfullir af
slæmum fréttum og öðru áhyggju-
efni og á þessu ári hefur það verið
verra en nokkru sinni. Margir upp-
lifa það samt að stunda þetta lang-
tímum saman eða endurtaka þessa
hegðun, jafnvel á áráttukenndan
hátt. Þessi skaðlega hegðun er svo
algeng að á ensku er komið sérstakt
orð yfir hana, „doomscrolling“,
sem mætti þýða sem dómsdags-
skrun á íslensku. En þó að margir
falli í þessa gryfju eru til leiðir upp
úr henni.
Á þessu ári hafa skapast kjörað-
stæður til að láta dómsdagsskrun
ná tökum á sér. Endalausar fréttir
af faraldrinum og öðrum erfiðum
málum í bland við samkomubönn
sem hafa haldið fólki heima og við
tölvur, hafa valdið því að margir
hafa drukkið í sig slæmar fréttir
af miklum krafti. En þessi venja
fer illa með geðheilsuna, segja
sérfræðingar. Rétt eins og slæmt
mataræði veldur slæmri líkam-
legri heilsu, er það óhollt fyrir
hugann að innbyrða of mikið af
neikvæðni.
Vítahringur neikvæðni
Sálfræðingurinn Dr. Amelia Aldao
varaði við því í viðtali við frétta-
vefinn NPR að dómsdagsskrun
festi fólk í vítahring neikvæðni,
sem valdi kvíða.
„Hugar okkar eru hannaðir til
að vera á varðbergi gagnvart ógn,“
segir hún. „Þeim mun meiri tíma
sem við eyðum í að skruna, því
meira finnum við þessar hættur
og því meira sem við látum óttann
við þær ná tökum á okkur, þeim
mun kvíðnari verðum við.“
Þetta neikvæða efni getur svo
valdið því að við sjáum heiminn í
neikvæðu ljósi, bætir hún við.
„Þá horfir þú í kringum þig og
allt virðist svart og allt veldur þér
kvíða. Þannig að þú leitar aftur í
fréttirnar til að fá meiri upplýs-
ingar,“ segir Aldao. Þannig viðhelst
vítahringurinn.
Leiðir upp úr gryfjunni
Aldao rekur sálfræðistofu sem sér-
hæfir sig í hugrænni atferlismeð-
ferð og hefur hjálpað sjúklingum
sínum að minnka dómsdagsskrun.
Hún er með góð ráð.
Settu tímatakmörk: Aldao segir
að hún vinni mestmegnis með
skjólstæðingum sem upplifa kvíða
og að hún hafi reynt mikið að
takmarka skrunið. Hún gerir það
einfaldlega með því að segja fólki
að setja sér tímatakmörk. Fólk vill
vita hvað er að gerast í heiminum,
þannig að lausnin er ekki að hætta
að fara á netið, heldur að finna
mörk.
Verið meðvituð: Þegar farið er
á fréttasíður eða samfélagsmiðla,
eða bara í hvert sinn sem síminn
er tekinn upp er gott að minna sig
á af hverju þú ert þar, að hverju þú
ert að leita og hvaða upplýsingar
þú vilt finna. Svo þarf reglulega að
spyrja sig: Hef ég fundið það sem
mig vantaði?
Skiptið neikvæðum venjum
út fyrir jákvæðar: Það er líka
mikilvægt að finna aðra hluti sem
geta komið í staðinn fyrir óholla
hegðun. Það er um að gera að fara
t.d. í gönguferðir, hafa samband
við vini sína, senda eitthvað
fyndið til félaganna eða stunda
skemmtileg áhugamál. Lykillinn
er að eyða tíma sínum í hluti sem
valda vellíðan og fylla lífið af
jákvæðum tilfinningum og upp-
lifunum.
10 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA
Höfum hemil á neikvæðninni
Það getur verið óhollt andlegri heilsu og skapað vítahring neikvæðni að velta sér of mikið upp úr
slæmum fréttum, sem hefur verið nóg af á árinu. En það eru til ráð til að forðast slíka hegðun.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Ljósið sinnir endurhæfingu og stuðningi við þá sem greinast með krabbamein og aðstand-
endur þeirra og þar er að finna
verðmæta sérþekkingu. Til að
gefa skjólstæðingum og fagfólki á
landsbyggðinni aukið aðgengi að
þessari þekkingu er búið að setja
á fót tveggja ára tilraunaverkefni
sem heitir Landsbyggðardeild
Ljóssins, en það snýst um að nota
fjarfundarbúnað til að koma
fræðslu og þjónustu til skila.
„Við bjóðum upp á þríþætta
endurhæfingu; sálræna, félags-
lega og líkamlega. Sálræni og
félagslegi hlutinn er oft settur
undir sálfélagslegan hatt og svo
er líkamlegi hlutinn sér. Auðvitað
skarast þetta, en meginmark-
miðið er að viðhalda og bæta
færni,“ segir Haukur Guðmunds-
son sjúkraþjálfari. „Iðjuþjálfar
og sálfræðingar eru meðal þeirra
sem sinna sálfélagslega hlut-
anum, sem snýst um daglegt
líf og valdeflingu fólks og svo
sinna sjúkraþjálfarar og íþrótta-
fræðingar líkamlega hlutanum,
sem snýst um að byggja upp
líkamann, styrkja fólk í krabba-
meinsmeðferð og vinna gegn
aukaverkunum hennar.“
„Starfið er mjög fjölbreytt
og við bjóðum upp á mikið af
fræðslu, handverk, félagslega
virkni og sköpum vettvang fyrir
jafningjastuðning,“ segir Unnur
María Þorvarðardóttir, iðjuþjálfi
og verkefnisstjóri Landsbyggðar-
deildar Ljóssins. „Ljósið hefur
Bæta aðgengi að sérþekkingu
Til að bæta aðgengi skjólstæðinga og fagfólks á landsbyggðinni að sérþekkingu og þjónustu
Ljóssins hefur verið sett á fót sérstök landsbyggðardeild sem færir þjónustuna í heimabyggð.
Búið er að setja
á fót tveggja ára
tilraunaverk-
efni sem heitir
Landsbyggðar-
deild Ljóssins.
Það snýst um að
nota fjarfundar-
búnað til að
koma fræðslu
og þjónustu
Ljóssins til skila
til fagfólks og
skjólstæðinga á
landsbyggðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
alltaf haft einstaka stemningu
og við viljum að þau sem búa
á landsbyggðinni og geta ekki
komið og nýtt þjónustuna okkar
fái líka að njóta hennar.“
„Það er rosalega heimilislegt
hjá okkur og hér ríkir mikil gleði,“
segir Haukur. „Fólk er yfirleitt
hissa á því hvað starfið einkenn-
ist almennt mikið af gleði, þó að
fólki sé auðvitað velkomið að hafa
aðrar tilfinningar.“
Einstök sérþekking
„Það er styrkleiki okkar starfsemi
að við getum sérhæft okkur í einni
sjúkdómsgreiningu og byggt upp
þekkingu á afmörkuðu sviði,“ segir
Unnur.
„Við náum að vinna markvisst
með það sem tengist krabbameini,
en það eru oft sértæk vandamál
sem geta fylgt því og þessi sérþekk-
ing gefur okkur sérstöðu,“ segir
Haukur. „Við getum hjálpað fólki
og frætt það um hvað er eðlilegt og
við hverju má búast.“
„Eitt af markmiðum Lands-
byggðardeildar Ljóssins er að deila
reynslunni með öðru fagfólki. Það
er f lott þjónusta í boði víða um
land en okkur langar að létta undir
með fagfólki á landsbyggðinni
með því að gera því kleift að leita
til okkar og nýta þekkinguna sem
Ljósið hefur aflað síðastliðin 15 ár,“
segir Unnur. „Þannig að þjónustan
er ekki bara fyrir skjólstæðinga og
notendur, heldur líka fagfólk.“
Mikil þjónusta í boði
„Við byrjuðum að undirbúa þetta
verkefni í fyrra, en COVID gerði
fjarfundarbúnað og netsamskipti
eðlilegri og auðveldari fyrir fólk og
það hefur flýtt fyrir og auðveldað
ferlið,“ segir Haukur. „Við þurftum
að umbreyta þjónustunni vegna
sóttvarnaráðstafana og færa hana
að stóru leyti í rafrænt form og sú
reynsla hefur nýst í verkefninu.“
Einfalt er að komast í tengsl við
Landsbyggðardeild Ljóssins.
„Fólk getur haft samband við
okkur með sérstökum hlekk á
heimasíðunni okkar eða með
því að hringja eða koma við hjá
okkur,“ segir Unnur. „Þá fer ákveð-
ið ferli í gang og viðkomandi fær
viðtal hjá iðjuþjálfa og sjúkraþjálf-
ara svo hægt sé að átta sig á endur-
hæfingarþörfinni. Við tökum við
öllum sem hafa endurhæfingar-
þarfir vegna krabbameins, sama
hvar fólk er statt í veikindunum,
en það er kostur að byrja sem fyrst
eftir greiningu.
Við bjóðum upp á ólík sérhæfð
námskeið, viðtöl hjá sálfræðing-
um, markþjálfun, fjölskylduráð-
gjöf, næringarráðgjöf, líkamsrækt
og fleira, allt í gegnum fjarfundar-
búnað,“ segir Unnur. „Við aðstoð-
um fólk líka við að nýta þjónustu
í heimabyggð, bæði með fræðslu
og hvatningu. Við munum einnig
þróa verkefnið eftir þörfum svo
þjónustan henti skjólstæðingum
sem best.
Við byrjuðum í nóvember en
verkefnið er enn í mótun,“ segir
Unnur. „Við erum að útbúa kynn-
ingarefni sem verður aðgengilegt
á netinu til að fólk geti séð hvað er
í boði og hvernig er hægt að nýta
það. Við stefnum svo á að senda
kynningarefni af stað eftir áramót,
bæði til fagaðila og skjólstæðinga.
Vonandi sannar verkefnið gildi sitt
og nýtist sem flestum.“
Nánari upplýsingar um Lands-
byggðardeild Ljóssins er að finna
á vef Ljóssins, ljosid.is
Á samfélagsmiðlum og fréttasíðum er urmull af slæmum fréttum og öðru áhyggjuefni sem getur skapað kvíða og
fest fólk í vítahring neikvæðni. En það eru til góð ráð til að verjast þessum neikvæðu áhrifum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY