Fréttablaðið - 30.12.2020, Page 49

Fréttablaðið - 30.12.2020, Page 49
Jón Páll Sigmars- son, sterkasti maður í heimi, var átrúnaðargoðið mitt í æsku. Ég vissi að ég væri sterk og vinur minn manaði mig til að taka þátt í keppninni um Sterkustu konu Íslands. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is 22 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA Sem krakki hafði ég miklar áhyggjur af bumbunni á mér og fannst hún of stór, þótt ég sæi síðar á myndum að bumban á mér var ekkert stór. Svokallað eplavaxtarlag með bumbum er algengt í móðurfjölskyldunni og ég var alltaf á innsoginu við að halda maganum inni. Ég var þéttholda, sveitasterk og vöðvuð, en hef með tímanum lært að klæða magann af mér og er farin að taka hann í sátt. Ég veit að ég verð aldrei tággrönn og mig langar ekki heldur til þess, en ég vil líta vel út og vera í það góðu formi að ég geti alltaf farið í fjallgöngur og átök án þess að vera að springa. Ég stefni líka að því að verða rosalega hraust gamalmenni,“ segir Anna Björk Hjaltadóttir, verkefnastjóri, heilsumarkþjálfi og sveitastelpa frá bænum Fossnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Anna Björk var orðin 120 kílóa sófakartafla þegar vatt hún kvæði sínu í kross og léttist um fimmtán kíló árið 2009. „Árið á eftir stóð ég í stað en árið 2011 náði ég af mér öðrum 25 kílóum þegar vinnufélagi minn á Reyðarfirði sá hvað ég var dugleg að hreyfa mig en að árangurinn stóð á sér. Hann er sjúkraþjálfari að mennt og sagðist vilja hjálpa mér að létta mig. Hann tæki ekkert fyrir það annað en skuldbindingu frá mér um að standa mig og ef ég svikist um eða gæfist upp myndi hann hætta. Hann tók mataræði mitt í gegn, ráðlagði mér borða kol- vetni fyrri part dagsins og lét mig halda matardagbók sem hann fór yfir í viku hverri,“ útskýrir Anna Björk, sem fann fljótt mikinn árangur þegar hún fór auk þess eftir stífu æfingaprógrammi vinar síns. „Jón Páll Sigmarsson var átrún- aðargoðið mitt í æsku. Ég vissi að ég væri sterk og vinur minn, sjúkraþjálfarinn, manaði mig til að taka þátt í keppninni um Sterk- ustu konu Íslands. Ég fann mig strax í aflraunaæfingum og keppti þrisvar sinnum í Sterkustu konu Íslands þar sem ég endaði í 2. sæti árið 2016 og í fyrsta sæti í keppni Hjalta Úrsusar, Stálkonunni, sama ár,“ segir Anna, sem síðan hefur stundað ólympskar lyftingar. „Í kófinu hef ég ekki komið inn á líkamsræktarstöð og stunda þess í stað göngur og hreyfingu utan- húss. Það hentar mér ofsalega vel. Ég er meira að segja farin að hlaupa aftur, eftir að hafa misst áhugann á langhlaupum þegar ég hljóp hálft maraþon 2012, en nú er mark- miðið að hlaupa aldrei lengra en 10 kílómetra í einu og hlaupa mér einungis til ánægju úti og fá ferskt loft í lungun.“ Sjálfsskoðun skilar árangri Eftir að hafa náð árangri í baráttu við aukakílóin og tekið þátt í aflraunakeppnum fann Anna Björk löngun til að læra meira um næringu og áhrif hennar á heilsu og líðan. „Ég lærði heilsumarkþjálfun við Institute for Integrative Nutrition í New York þar sem ég fékk fræðslu um alls konar mataræði og mikil- vægi einstaklingsmiðaðrar nálg- unar ásamt aðferðum við mark- þjálfun. Með þeirri þekkingu get ég hjálpað fólki að skapa þess eigin persónulegu leið til heilbrigðis sem hentar hverjum og einum ein- staka líkama, lífsstíl, áhugasviði og markmiðum,“ segir Anna Björk, sem eftir útskrift starfaði fyrsta kastið við heilsumarkþjálfun. „Markmiðið hjá mér var ekki að starfa sem heilsumarkþjálfi í fram- tíðinni heldur að læra um áhrif matar á eigin líkama og heilsu. Ég prófaði að starfa sem heilsu- markþjálfi en fann mig ekki í því starfi, en er þó alltaf til í að deila því sem ég hef lært á eigin skinni. Í skólanum lærði ég að matur er meðalið. Matur hefur mismunandi áhrif á líkamann og maður getur komið veg fyrir og læknað marg- víslega kvilla með mat, rétt eins og maður getur komið sér í kvillana með röngum mat, sem eru lífsstíls- sjúkdómar.“ Besta veganestið úr náminu í New York segir Anna Björk vera að hlusta á líkamann. „Ef mann grunar óþol fyrir mat að taka hann út og sjá hvort líð- anin batni. Ég reyni alltaf að hlusta eftir einkennum eftir máltíðir og ef mér líður illa af mat sleppi ég honum alfarið eða borða hann sjaldnar og í minna mæli, ef mér þykir hann ómissandi og góður. Sjálf borða ég annars allan mat, bæði hollan og óhollan inn á milli, en legg kapp á að borða fæðu sem mér líður vel af.“ Anna segir heilsumarkþjálfun setja fram spurningar sem krefjist þess að fólk leiti inn á við og finni lausnirnar sjálft. „Heilsumarkþjálfun er mikil sjálfsskoðun sem gerir út á að hjálpa einstaklingnum að finna hjá sjálfum sér hvað hann er tilbúinn að gera til að breyta lífs- stílnum. Ég hef líka lært á sjálfri mér að rútína og vani er besta aðferðin fyrir mig til að ná árangri, og að bægja slæmum vana úr rútínunni. Fyrir mig og mína lík- amsgerð þarf ég stöðugt að passa mig á mat en á síðustu árum hef ég fundið hið gullna jafnvægi þar sem ég get leyft mér að borða hvaða mat sem er. Ég hef prófað ýmislegt, eins og ketó, lágkolvetnamataræði og danska kúrinn, en hef loks náð jafnvægi og sátt. Ég held einföldum kolvetnum í lágmarki og fæ mér til dæmis frekar grænmeti á diskinn en pasta. Ég fasta líka til hádegis, það er sleppi morgunmatnum, og hef síðan í haust farið í sjóböð þrisvar í viku með vinkonum. Það gerir mikið fyrir mig, bæði líkama og sál, og mig langar mikið til að halda því áfram.“ Súkkulaði meðal fyrir sálina Í byrjun nýs árs, þegar margir vilja bæta lífsstílinn, segir Anna Björk gott að hafa í huga að það sem einum henti vel hentar öðrum síður. „Öll erum við ólík og því er mismunandi hvaða mataræði og hreyfing hentar hverjum og einum, og getur breyst með aldrinum. Ég ráðlegg fólki að búa til nýja rútínu sem er í það minnsta betri en gamla rútínan og hlusta vel á hvað matur- inn gerir fyrir líkamann. Það kemur oft og iðulega á óvart. Þegar ég tók út kolvetni fyrst uppgötvaði ég að liðirnir voru ekki lengur bólgnir en áður var ég stöðugt bólgin án þess að taka eftir því. Allt er þetta rann- sóknarvinna, þú og þinn líkami, og að finna hvað hentar þér best og hvenær.“ Matur sé meðalið en hver og einn þurfi að finna hvert hans meðal sé. „Súkkulaði er fínasta meðal fyrir sálina og hægt að velja sér sykur- laust sælgæti þegar nammiþörfin verður öllu yfirsterkari. Mest um vert er þó að borða það í hófi án sektarkenndar og samviskubits. Gott heilræði er að láta eiga sig að kaupa sælgæti til heimilisins og forðast þannig óþarfa freistingar, en þó að leyfa sér að njóta af og til, án þess að skamma sig og brjóta niður.“ Undanfarin tvö ár hefur Anna Björk verið á svipuðu mataræði, en frá því í haust þegar hún hætti að drekka kaffi daglega og fór að stunda sjóböð hefur hún lést um fjögur kíló án annarra breytinga. „Kaffi hefur áhrif á nýrnahett- urnar og ég velti fyrir mér hvort það sé hormónatengt að léttast við það að sleppa kaffinu, sem og sjókælingin, göngutúrar og rólegra æfingaálag. Mitt nýja rannsóknar- verkefni fyrir minn líkama er að fylgjast með áhrifum mataræðis á hormónin mín. Mikið af æfinga- prógrömmum og mataræði hefur verið rannsakað út frá körlum en ekki konum og því ekkert skrýtið að konur bregðist öðruvísi við og oft með minni árangri. Ekki er nema áratugur síðan farið var að leggja upp úr því hjá Lyfjastofnun Bandaríkjanna að rannsaka þurfi konur og viðbrögð þeirra við lyfjum og lækningatækjum sér- staklega, þar sem önnur svörun gæti fengist hjá konum en körlum. Öll lífsstílsbreyting og árangur er því bæði einstaklings- og kynja- bundin og snýst um að hlusta á og vinna með eigin líkama.“ Matur er meðalið Veganesti Önnu Bjarkar Hjaltadóttur heilsumarkþjálfa til betri lífsstíls er að hlusta vel á eigin líkama þegar kemur að mataræði og hreyfingu. Þannig hafi hún náð sínum besta árangri. Anna Björk hefur lést um fjögur kíló síðan hún hóf sjóböð í haust og hætti að drekka kaffi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.