Fréttablaðið - 30.12.2020, Síða 65
Ef eftirlitsstofnanir
finna hjá sér löngun til
að lina tökin, en leyfa í staðinn
dýnamík og tilraunir í
auknum mæli, mun það
leysa úr læðingi grósku
á hárréttum tíma.
Orri Hauksson, forstjóri
Símans.
29.12.2020
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 30. desember 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
Kórónukreppan, og allt sem hún hefur í för með sér, krefur samfélagið um sjálfs-
skoðun á mörgum sviðum. Skyndi-
lega er áríðandi að taka á málum
sem annars hefðu fengið að vera
óáreitt um einhverja hríð. Þetta á
sérstaklega við um mótun á fram-
tíðarsýn fyrir lífeyriskerfið.
Á þessu ári má telja að minnsta
kosti þrjú stór mál sem vekja
okkur til umhugsunar um stærð
og umgjörð lífeyriskerfisins. Fyrst
má nefna hlutafjárútboð Icelandair
Group en fjármögnun flugfélagsins
var algjörlega háð aðkomu lífeyris-
sjóða þrátt fyrir óvænta og ánægju-
lega umframspurn frá almennum
fjárfestum. Í umræðu um aðkomu
lífeyrissjóðanna var meðal annars
vísað til þess að árangursrík fjár-
mögnun Icelandair hefði jákvæð
áhrif á eignasöfn sjóðanna til lengri
tíma litið. Hagsmunir sjóðfélaga
hvers og eins lífeyrissjóðs væru
þannig samtvinnaðir þjóðarhags-
munum. Heldur þessi röksemd
vatni? Því er ekki auðsvarað.
Sama gildir um áhugaleysi lífeyr-
issjóða á skuldabréfum ríkissjóðs
sem er sagt hafa átt þátt í að þrýsta
ávöxtunarkröfu bréfanna upp á
við. Því hefur verið haldið fram að
hagkvæm fjármögnun ríkissjóðs á
næstu árum, sem er meðal annars
háð eftirspurn lífeyrissjóða, hafi
jákvæð áhrif á eignasöfn þeirra
þegar fram í sækir. Kann að vera, en
þarna er heldur langt seilst.
Þriðja málið eru tilmæli Seðla-
banka Íslands til lífeyrissjóða um
að þeir gerðu hlé á erlendum fjár-
festingum sínum til að „viðhalda
þjóðhagslegum stöðugleika“ á sama
tíma og erlendar hlutabréfavísitölur
voru á miklu flugi.
Lífeyrissjóðum er skylt að taka
sjálfstæðar ákvarðanir með hags-
muni sjóðfélaga sinna í fyrirrúmi.
Þannig á heilbrigt lífeyriskerfi að
vera. Aftur á móti eru sjóðirnir
orðnir svo umfangsmiklir að niður-
stöður í málum þar sem miklir
þjóðarhagsmunir eru í húfi velta
í raun, eins og dæmin hér að ofan
sýna, á samstilltu átaki lífeyrissjóða
sem er þó óheimilt að eiga víðtækt
samráð. Þetta minnir um margt á
f lókið leikjafræðivandamál.
Með öðrum orðum er stærðin
til trafala. Lífeyrissjóðirnir, sem
„hafa nánast einokun á skyldu-
sparnaði íslenskra launþega“ eins
og fjármálaráðherra komst að orði,
eru ómissandi í stórum fjármögn-
unarverkefnum. Mörkin milli
hagsmuna sjóðfélaga og víðtækari
hagsmuna verða óskýr og umræðan
um fjárfestingarákvarðanir getur
orðið pólitísk.
Þessi staða er ekki til þess fallin
að viðhalda því trausti sem fólk ber
til kerfisins og stjórnendur sjóð-
anna hafa staðið undir. Dreifðari
ákvarðanataka í fjármálakerfinu, í
því skyni að stuðla að heilbrigðara
umhverfi fyrir fjármögnun, er mál
sem þarf að setja á dagskrá á árinu
2021.
Dreifstýring á
dagskrá 2021
Tólf ára gamalt met var slegið í fjölda viðskipta
á hlutabréfamarkaði á einni viku í viku 50, 7.-11.
desember. Vikan á eftir var sú sjöunda stærsta
frá 2008. Þetta kemur fram í gögnum sem
Markaðurinn bað Kauphöllina að taka saman.
„Ég held að þetta sé forsmekkurinn af því
sem koma skal,“ segir Magnús Harðarson, for-
stjóri Kauphallarinnar. Hann gerir ráð fyrir
því að almenningur muni halda áfram að
fjárfesta í hlutabréfum á nýju ári og að erlendir
fjárfestar komi þegar líður á vorið.
Mest voru viðskipti með hlutabréf Icelandair
á umræddu tímabili í desember eða í 68 pró-
sentum tilvika í viku 50 og 52 prósentum
tilvika vikuna á eftir. Fjöldi viðskipta í fyrri
vikunni var 3.427 og 1.962 í seinni vikunni.
Aldrei hafa verið meiri viðskipti í Kauphöll-
inni í einum mánuði með nokkurt félag.
Magnús segir spila inn í mikil viðskipti að
á sama tíma og almenningur sé að fjárfesta í
auknum mæli í hlutabréfum bárust jákvæð
tíðindi af bóluefni gegn COVID-19. – hvj
Metfjöldi viðskipta í desember
Magnús Harðar-
son, forstjóri
Kauphallarinnar
LJÓSABLAÐIÐ 2020
ÁRLEGT TÍMARIT LJÓSSINS ER NÚ KOMIÐ ÚT!
Við bjóðum þjóðinni allri að skyggnast bakvið
tjöldin hjá Ljósinu, kynnast fólkinu, starfinu
og gleðinni sem ríkir á Langholtsveginum.
Skannaðu QR merkið með myndavélinni í símanum til að
lesa Ljósablaðið 2020 eða smelltu þér á www.ljosid.is