Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 3

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Margrét Ólafía Tómasdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 1850 Prentun og bókband Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2020/106 171 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL „Fyrsta hjartaaðgerðin sem ég tók þátt í sem læknanemi var enduraðgerð á hjarta. Myndast hafði mikill örvefur og ég fékk að hanga á hökum til að lyfta upp bringubeininu í nokkra klukku- tíma. Það hélt mér ekki frá heldur var byrjunin á þessu ævintýri,“ segir Ragnheiður Martha Jó- hannesdóttir, sérfræðilæknir í hjarta- og lungna- skurðlækningum. „Allt frá því að ég man eftir mér ætlaði ég að verða læknir. Amma man eftir mér segja það þegar ég var tveggja ára,“ segir hún og hlær á línunni frá Umeå í Svíþjóð en hún útskrifaðist frá Norrlands-háskólasjúkrahúsinu þar nú um miðj- an mánuðinn. Ragnheiður gekk í MR. „Af því að ég ætlaði að verða læknir,“ segir hún. Hún var þá þegar ákveðin í að verða skurðlæknir. Á öðru ári í læknadeild fór afi hennar í hjáveituaðgerð. „Þá kviknaði hjá mér löngun til þess að mennta mig í þessari sérgrein. Um leið og ég kom inn á hjarta- skurðdeildina á 4. ári var ég fullviss um að valið væri rétt,“ segir hún. „Ég hef alltaf vitað hvað ég vil gera.“ Hún segist ekki hafa spáð í að hún yrði fyrsta íslenska konan til að útskrifast úr þessari sér- grein. „Ekkert, og fattaði ekki fyrr en ég varð deildarlæknir að það væru einungis karlar í faginu heima og engir kvenmenn úti í þessu sér- námi. Þetta æxlaðist því bara svona og var ekki planað.“ Hún segir starfsfélagana hér heima hafa stutt sig heilshugar. „Þeir drógu alls ekki úr mér held- ur hvöttu mig áfram.“ En hvað er það sem fælir konur frá faginu? „Úff, ég veit það ekki.“ Sumir nefna hve langan tíma aðgerðirnar taki og fólki finnst mikil ábyrgð í að sýsla með hjartað. Hún hvetur konur til þess að feta þessa leið. „Við sem ákveðum að verða læknar höfum þegar ákveðið að hafa líf fólks í höndunum. Við þurfum ekki að óttast þær krefjandi aðstæður sem fylgja því að gera hjartaaðgerð,“ segir hún. „Það er eðlilegt að vera stressaður fyrir aðgerð eða óöruggur með eitthvað sem maður er að gera í fyrsta skipti, en fyrir mér hverfa allar svona til- finningar fyrir algjörri einbeitingu í aðgerðum.“ Er hún stolt sem fyrsta íslenska konan sem hjarta- og lungnaskurðlæknir? „Já, ég verð að segja það. Ég er það, svona þegar ég fattaði að þetta eru tímamót fyrir okkur íslenskar konur. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því.“ Ragnheiður er ánægð í Umeå. „Hér er góður andi og mikið jafnræði milli lækna á klíníkinni. Hér setja yfirlæknar sig ekki á háan hest. Hópur- inn fer saman yfir málefni dagsins á morgnana. Svo drekka allir saman kaffi áður en læknar fara á stofugang eða í aðgerð. Samvinnan er góð.“ Hún er ekki ein kvenna í hjarta- og lungnaskurð- lækningum ytra. „Við erum fjórar hérna sem er einstakt því við erum ekki svo margar í faginu hér í Svíþjóð, en fjölgar þó ört.“ Hvað tekur við nú eftir útskrift? „Ég held áfram að læra. Núna get ég gert tvennskon- ar hjartaaðgerðir, kransæðahjáveituaðgerð og ósæðarlokuskipti. Ég á enn eftir að læra að gera margar aðrar aðgerðir.“ Hún einbeitir sér að hjart- anu núna en stefnir á að læra að gera lungnaað- gerðir med VATS-tækni. Á heimleið? „Ekki eins og er.“ Hún hefur ásamt manni sínum byggt hús í Umeå. „Ég á eftir að læra svo mikið enn að ég er ekki farin að huga að heimferð.“ En er hún þá komin í draumastarfið. „Jú, jú, þetta er ótrúlegt. Ég hef verið í læknanámi frá því að ég var tvítug, í 13 ár. Þegar pappírinn kom í pósti um daginn marðist það inn að ég væri í alvörunni búin.“ Útskrifast fyrst íslenskra kvenna sem hjarta- og lungnaskurðlæknir ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir RRR = hlutfallsleg áhættuminnkun; ARR = algjör áhættuminnkun; ISTH = International Society on Thrombosis and Haemostasis. Heimildir: 1. ESC Clinical Practice Guidelines on the management of Chronic Coronary Syndromes 2019. 2. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto 2,5 mg. 3. Connolly SJ, Eikelboom JW, Bosch J, et al. Rivaroxaban with or without aspirin in patients with stable coronary artery disease: an international, randomised, double-blind, placebo- controlled trial. Lancet 2018 Jan 20;391(10117):205–18. ▼ PP-XAR-IS-0012-1 Desember 2019 XARD0251 – Bilbo Æðaskammtur af Xarelto ásamt lágum skammti af asetýlsalisýlsýru Fyrir meiriháttar blæðingar samkvæmt aðlöguðum ISTH-viðmiðum var áhætta hjá þeim sem fengu Xarelto + asetýlsalisýlsýru 3,2 % en 1,9 % hjá þeim sem fengu asetýlsalisýlsýru (áhættuhlutfall 1,66, p < 0,0001)3 Enginn marktækur munur á banvænum blæðingum eða blæðingum í mikilvægum líffærum3 ♦ Kemur í veg fyrir blóðsega af völdum æðakölkunar hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm í mikilli hættu á blóðþurrð2 ♦ Marktækt lægri tíðni endapunktsins dauði af völdum hjarta- og æða- sjúkdóms, heilaslag eða hjartadrep en asetýlsalisýlsýra ein og sér3 Asetýlsalisýlsýra lágur skammtur 75 –100 mg ×1 Xarelto æðaskammtur 2,5 mg ×2 ASA ARR: 1,4 % p < 0,0001 26%RRR Í MEÐFERÐAR- LEIÐBEININGUM ESC V IÐ KRANSÆÐASJÚ KD Ó M I NÚ 1 „Allt frá því að ég man eftir mér ætlaði ég að verða læknir,“ segir Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir sem áttaði sig seint á að hún yrði fyrst íslenskra kvenna til að ljúka námi í hjarta- og lungnaskurðlækningum. Mynd: Aðsend.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.