Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 42

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 42
210 LÆKNAblaðið 2020/106 „Við erum vel upplýst og dugleg þjóð. Við eigum frábærlega vel menntað og þjálfað heilbrigðisstarfsfólk og góða innviði í almannavörnum. Við kunnum að standa saman. Ef við getum ekki tekist á við veiruna, þá hver?“ spyr landlæknir og hvetur heilbrigðisstarfsfólk áfram. Hún bendir á að þótt mikið mæði á heilbrigðis- starfsfólki sé það tímabundið. „Við erum öll vön að vinna mikið. Við munum kom- ast í gegnum þetta.“ Þrátt fyrir hvatningarorðin hefur hún áhyggjur af álaginu sem nú er á heilbrigð- isstarfsfólki. „Svo sannarlega,“ segir Alma. „Það er alveg ljóst að fram undan eru langar vinnutarnir hjá öllum en við reikn- um með því að kúfurinn sé tímabundinn. Læknar og aðrir eru vanir að vinna mikið og við klárum okkur í gegnum það.“ Skýrslur gerðar um stöðuna En verður skoðað hvernig álagið fer með starfsfólkið og hvort veiran leggst á sálina á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki? „Já,“ svarar Alma. Embætti landlæknis hefur kallað eftir upplýsingum heilbrigð- isstofnana svo huga megi að heilsu heil- brigðisstarfsfólks nú þegar kórónuveiran COVID-19 geisar. „Kallað hefur verið eftir upplýsing- um um mönnun, aðbúnað og vinnu- álag. Einnig hvort gæðum og öryggi sé ógnað og hvernig tekst að hafa stjórn á ástandinu,“ segir hún. „Við viljum vita um rauð flögg og skoða tölulegar upplýs- ingar.“ Fyrstu skýrslur bárust embættinu 24. mars og verður þeim skilað vikulega. Embættið fær einnig daglega skýrslur frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fylgst verður sérstaklega með heilbrigðis- Landlæknir tekur púlsinn á líðan lækna í kórónuveirufaraldrinum „Ef við getum þetta ekki, þá hver?“ spyr Alma D. Möller landlæknir sem staðið hefur í ströngu í baráttunni við COVID-19 kórónuveiruna. Hún fylgist með álaginu og líðan lækna og annars heil- brigðisstarfsfólks og fær nú vikulegar skýrslur, meðal annars um mönnun, aðbúnað og álag. Alma D. Möller landlæknir bendir á að kórónuveirufaraldurinn sé tímabundinn og heilbrigðisstarfsfólk vant miklu álagi. Fylgst verði með álaginu og aðbúnaði og brugðist við eins og frekast er unnt. Hér er hún á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í gámi við Skógarhlíð. Mynd/gag ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.