Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - apr. 2020, Side 42

Læknablaðið - apr. 2020, Side 42
210 LÆKNAblaðið 2020/106 „Við erum vel upplýst og dugleg þjóð. Við eigum frábærlega vel menntað og þjálfað heilbrigðisstarfsfólk og góða innviði í almannavörnum. Við kunnum að standa saman. Ef við getum ekki tekist á við veiruna, þá hver?“ spyr landlæknir og hvetur heilbrigðisstarfsfólk áfram. Hún bendir á að þótt mikið mæði á heilbrigðis- starfsfólki sé það tímabundið. „Við erum öll vön að vinna mikið. Við munum kom- ast í gegnum þetta.“ Þrátt fyrir hvatningarorðin hefur hún áhyggjur af álaginu sem nú er á heilbrigð- isstarfsfólki. „Svo sannarlega,“ segir Alma. „Það er alveg ljóst að fram undan eru langar vinnutarnir hjá öllum en við reikn- um með því að kúfurinn sé tímabundinn. Læknar og aðrir eru vanir að vinna mikið og við klárum okkur í gegnum það.“ Skýrslur gerðar um stöðuna En verður skoðað hvernig álagið fer með starfsfólkið og hvort veiran leggst á sálina á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki? „Já,“ svarar Alma. Embætti landlæknis hefur kallað eftir upplýsingum heilbrigð- isstofnana svo huga megi að heilsu heil- brigðisstarfsfólks nú þegar kórónuveiran COVID-19 geisar. „Kallað hefur verið eftir upplýsing- um um mönnun, aðbúnað og vinnu- álag. Einnig hvort gæðum og öryggi sé ógnað og hvernig tekst að hafa stjórn á ástandinu,“ segir hún. „Við viljum vita um rauð flögg og skoða tölulegar upplýs- ingar.“ Fyrstu skýrslur bárust embættinu 24. mars og verður þeim skilað vikulega. Embættið fær einnig daglega skýrslur frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fylgst verður sérstaklega með heilbrigðis- Landlæknir tekur púlsinn á líðan lækna í kórónuveirufaraldrinum „Ef við getum þetta ekki, þá hver?“ spyr Alma D. Möller landlæknir sem staðið hefur í ströngu í baráttunni við COVID-19 kórónuveiruna. Hún fylgist með álaginu og líðan lækna og annars heil- brigðisstarfsfólks og fær nú vikulegar skýrslur, meðal annars um mönnun, aðbúnað og álag. Alma D. Möller landlæknir bendir á að kórónuveirufaraldurinn sé tímabundinn og heilbrigðisstarfsfólk vant miklu álagi. Fylgst verði með álaginu og aðbúnaði og brugðist við eins og frekast er unnt. Hér er hún á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í gámi við Skógarhlíð. Mynd/gag ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.