Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 19

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2020/106 187 R A N N S Ó K N Inngangur Gláka er hrörnunarsjúkdómur í sjóntaug augans. Einkennin eru sjónsviðstap sem byrjar yfirleitt í hliðarsjón og taka sjúklingar oft ekki eftir því fyrr en talsverð sjónsviðsskerðing hefur átt sér stað. Á Íslandi var gláka einn algengasti blinduvaldurinn langt fram eftir síðustu öld.1 Tíðni blindu vegna gláku hefur síðan snarminnkað2 með aukinni augnlæknaþjónustu, nákvæmari greiningu, öflugum lyfjum og háþróuðum skurðaðgerðum. Orsakir gláku eru ekki að fullu þekktar en rannsóknir hafa sýnt að hækkaður augnþrýstingur er auk aldurs sterkasti áhættu- þátturinn fyrir glákuskemmdum. Lækkun augnþrýstings er eina meðferðin við gláku sem sannað hefur gildi sitt og hægir á fram- gangi sjúkdómsins.3-7 Markmið meðferðar er að lækka augnþrýsting nægilega mik- ið til að hægja á eða stöðva sjónsviðstap. Það er ýmist gert með lyfjameðferð, lasermeðferð eða skurðaðgerð.8,9 Hjáveituaðgerð (trabeculectomy) hefur fram til þessa verið algengasta skurðaðgerðin við gláku. Þá er búinn til fistill sem veitir vökva út úr auganu um hjáveitu framhjá síuvef augans sem virkar ekki sem skyldi. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á þrýstingslækkandi áhrif hjáveitu- aðgerða og metið árangur meðal annars með tilliti til þróunar á sjónsviðsskerðingu.4,9-12 Glákusjúklingar eru misleitur hópur þar sem sjúkdómurinn greinist á misalvarlegu stigi, þróun sjónsviðstaps er mishröð og svörun við meðferð einstaklingsbundin. Það er því klínísk áskor- un að velja meðferð og núgildandi klínískar leiðbeiningar leggja áherslu á einstaklingsmiðaða meðferð.8,13 Lyfjameðferð er oftast fyrsta úrræði en þegar lyf duga ekki eða þegar gláka er langt gengin er skurðaðgerð beitt. Niðurstöður nýlegrar samanburðar- rannsóknar benda til þess að hjá sjúklingum með umtalsverðar Sjónsviðsskerðing við fyrstu hjáveituaðgerð (trabeculectomiu) vegna gláku Á G R I P INNGANGUR Gláka er hrörnunarsjúkdómur í sjóntaug augans. Eina sannreynda meðferðin við gláku byggir á að lækka augnþrýsting og hægja þannig á hraða sjónsviðsskerðingar. Þegar lyfjameðferð dugir ekki eða gláka er langt gengin er skurðaðgerð beitt. Hjáveituað- gerð er algengasta skurðaðgerðin við gláku. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta alvarleika sjónsviðsskerðingar þegar sjúk- lingum er vísað í fyrstu hjáveituaðgerð en það hefur ekki verið rann- sakað áður á Íslandi. AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn sem nær til allra sjúklinga með gleiðhornagláku sem undirgengust fyrstu hjáveituaðgerð á Íslandi í júní 2014 til mars 2016. Upplýsingar um 86 einstaklinga fengust úr sjúkraskrám. Alvarleiki glákuskemmda var metinn með mean defect (MD) tölugildi á sjónsviðsrannsókn og sjúklingar flokkaðir í þrjá hópa eftir því. NIÐURSTÖÐUR Meðalaldur var 75 ± 11 ár, 57% karlar. Sjúklingar notuðu að meðal- tali 3,0 glákulyf við tilvísun í aðgerð og 64% sjúklinganna tóku þrjú lyf eða fleiri. Meðalgildi MD var 13,4 ± 7,7dB (bil: 0,8-26,2 dB), 21% augna höfðu milda sjónsviðsskerðingu (MD<6dB), 23% miðlungs- alvarlega (MD 6-12 dB) og 56% alvarlega (MD >12). ÁLYKTUN Augu sem undirgengust hjáveituaðgerð á rannsóknartímabilinu höfðu allt frá mildri til alvarlegrar sjónsviðsskerðingar. Eins og klínískar leiðbeiningar mæla með, virðist meðferð gláku einstak- lingsmiðuð og helsta ábending aðgerðar versnun á sjónsviði þrátt fyrir lyfjameðferð. Meðaltal sjónsviðsskerðingar reyndist hærra í okkar rannsókn en í erlendum samanburðarrannsóknum. Augu með alvarlega sjónsviðsskerðingu höfðu að meðaltali lægsta augn- þrýstinginn og þynnstu hornhimnuna. Þetta getur bent til þess að mikil áhersla sé lögð á háan augnþrýsting sem ábendingu fyrir aðgerðarþörf en ef til vill of lítil áhersla á sjónsviðsskerðingu og þunna hornhimnu. Elín Björk Tryggvadóttir1 læknir Sveinn Hákon Harðarson2 líffræðingur María Soffía Gottfreðsdóttir2,3 læknir 1Augndeild háskólasjúkrahússins á Skáni, Svíþjóð, 2Háskóla Íslands, 3augndeild Landspítala. Rannsóknin var unnin við augndeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Elín Björk Tryggvadóttir, elinb.86@gmail.com sjónsviðsskemmdir við greiningu verði sjónsviðsskerðingin minni ef gripið er til skurðaðgerðar fyrr í sjúkdómsferlinu.10 Á Íslandi hafa ekki verið gerðar rannsóknir á sjónsviðs- skerðingu þeirra sjúklinga sem undirgangast skurðaðgerðir vegna gláku. Mikilvægt er að fá vísbendingar um hvort glákuaðgerðir séu gerðar nógu tímanlega á íslenskum sjúklingum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða alvarleika sjónsviðsskerðingar þegar sjúklingum var vísað í hjáveituaðgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.