Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 36

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 36
204 LÆKNAblaðið 2020/106 26. mars Magnús Gottfreðsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, og smitsjúkdómalæknir Ég hef haft áhuga á smitsjúkdómum og heimsfaröldrum frá því að ég var læknanemi. Síðustu árin hef ég rannsakað spænsku veikina og skrifað um til hvaða viðbragða mætti grípa þegar til nýrra heimsfaraldra kæmi á 21. öld. Fræðin og sagan eru hins vegar ekki alltaf tengd raunveruleika hversdagsins. Mig grunaði ekki að á mínum starfsferli sem smitsjúk- dómalæknir ætti ég eftir að upplifa þann ótrúlega heimsfaraldur kórónaveirusýk- inga sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að á fyrstu mánuðum þessa árs. Í yfirstandandi faraldri hefur verið bæði áhugavert og hrollvekjandi að fylgj- ast með viðbrögðum mismunandi landa, sem sum hafa einkennst af afneitun, vanhæfni og seinagangi, en önnur hafa gripið til harðneskjulegra og íþyngjandi aðgerða til að draga úr útbreiðslu veik- innar. Viðbrögðin hér á landi hafa verið fagleg og einkennst af góðri samvinnu, en fyrirsjáanlegt er að áhrifin á samfélagið og heilbrigðiskerfið muni verða gríðarleg eins og efni þessa tölublaðs Læknablaðsins ber vott um. Þegar þessi orð eru skrifuð er ekki ljóst hvert mannfallið verður á heimsvísu, en afleiðingarnar fyrir heimshagkerfið verða risavaxnar, þótt vonir hinna bjartsýnu standi til að þær verði ekki langvinnar. Fyrir lækni er áhugavert að fylgjast með umræðu um efnahagsmál í þessu sam- hengi, en sumir segja að vandamálið sé orðum aukið og hvetja til slökunar og niðurfellingar á forvarnaraðgerðum „til að koma hagkerfinu sem allra fyrst í gang“. Þeir sem þannig tala virðast gefa sér að með því að draga úr forvörnum gegn vandanum hljóti faraldurinn að deyja út og þeir sem ekki týna lífi geti áhyggju- lausir tekið upp fyrri iðju. Þessi sýn er bæði óraunsæ og óverjandi að mínu mati því að ef illa tekst til munu þau verðmæti sem eru öllum samfélögum svo dýrmæt, - traust, samvinna og samhjálp - bera var- anlegan hnekki eða glatast. Það leiðir af sér háan fórnarkostnað og jafnvel mikinn félagslegan óstöðugleika. Ljóst er að mannkyn stendur núna andspænis mikilli brekku og verkefnin hrannast upp, en slíkar aðstæður kalla oft fram það besta í fólki. Tileinkum okkur raunsæi, æðruleysi, kærleika og bjartsýni. Sagan mun svo dæma hvernig til tekst. Már Kristjánsson á fundi viðbragðsstjórnar og far- sóttarnefndar. Það eru 2 metrar milli hans og Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala. Mynd/Þor- kell Þorkelsson. Iðnaðarmenn á milljón að ganga frá nýrri göngudeild fyrir COVID við Borgarspítalann. Mynd/Þorkell Þorkelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.