Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 37

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2020/106 205 Stuttfréttir af COVID-19 • Þúsundir smitast Samkvæmt spálíkani vísindamanna Háskóla Íslands má ætla að 1.500 manns verði greindir með COVID-19 hér á landi á meðan faraldurinn gengur yfir, en talan gæti náð tæplega 2.300 manns skv. svartsýnustu spá, samkvæmt uppfærðu líkaninu 25. mars. • Álag á heilsugæslum „Reynum að forðast skriffinnsku,“ biðlaði Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunn- ar á höfuðborgarsvæðinu, til atvinnurekenda vegna álags af beiðnum um vottorð vegna eins tveggja daga veikinda óháð Covid-19. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi landlæknis og almannavarna. Hann fór yfir samstarf Læknavaktarinnar, heilsugæslunn- ar og Landspítala þann 24. mars • Starfsmenn í sóttkví Á þriðja hundrað starfsmanna Landspít- ala hafa verið í sóttkví frá 20. mars vegna kórónuveirunnar Covid-19. Starfsmenn í einangrun hafa verið á þriðja- og fjórða tug hvern dag. Ekki fengust upplýsingar um hversu margir læknar væru þar á meðal en Læknafélag Íslands leitast nú við að safna þeim upplýsingum saman. • COVID-19 göngudeild Sérstök COVID-19-göngudeild var tekin til starfa á Landspítala 24. mars. Þar er sjúk- lingum sem greinst hafa með kórónuveiruna Covid-19 sinnt. Göngudeildin er í Birkiborg á lóð Landspítala Fossvogi. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir deildarinnar og Sól- veig Sverrisdóttir deildarstjóri. • Andlát vegna veirunnar Liðlega sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi, lést mánudaginn 23. mars á smitsjúkdómadeild Landspítala af völdum Covid-19 veirunnar. Hún er sú fyrsta sem lætur lífið vegna veirunnar á spítalanum en ástralskur ferðamaður lést á Heilbrigðis- stofnunar Norðurlands á Húsavík þann 16. mars. • Ólík afbrigði veirunnar greind Íslensk erfðagreining hefur raðgreint um 40 stökkbreytingar af COVID-19 kórónu- veirunni, samkvæmt fréttum RÚV 23. mars. Fyrirtækið hóf að skima fyrir veirunni 13. mánaðarins. Sagt var frá í fréttum að einn einstaklingur hafi greinst með tvenns konar afbrigði veirunnar. • Fyrsti lagður inn Fyrsti smitaði einstaklingurinn af Covid-19 veirunni var lagður inn á spítala 9. mars. Frá þeim degi hafa mest fjórtán verið lagðir inn á spítalann vegna veirunnar. Frá 24. mars höfðu ekki fleiri en 2 verið á gjörgæslu hverju sinni með veiruna. 26. mars Sveinn Rúnar Hauksson Níu manns höfðu staðfesta Covid-19 sýk- ingu á Gaza á fimmtudaginn 26. mars. Hröð útbreiðsla er meiri ógn þarna en víðast annars staðar vegna þéttbýlis, skorts og innilokandi og eyðileggjandi hernáms. 23. mars Augljós Bráðaaugnsjúkdóma - og augnslysavakt Að gefnu tilefni bjóðum við fram krafta okkar til að létta af álagi á slysadeild, heilsugæslu og Læknavaktar vegna COVID-19 faraldursins sem nú gengur yfir. Við verðum einnig með símavaktina opna frá 8:00-16:00. Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráð- herra frá 23. mars 2020 munum við ekki framkvæma valkvæðar skurðaðgerðir, þar á meðal laseraðgerðir, fyrr en slíkt er óhætt að mati Landlæknis. Þetta á einnig við almennar komur aðrar en bráðakomur. Vinsamlegast athugið að koma ekki inn á stofuna ef þið hafið einkenni sem gæti samrýmst COVID-19. Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar þar að lút- andi sem finna má á landlaeknir.is Virðingarfyllst, Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir Elva Dögg Jóhannesdóttir, augnlæknir 25. mars Läkartidningen Ett skyddsstopp kan bli fallet i en krissituation när skyddsutrustning inte räcker till för att vårda patienter med covid-19. Skyddsombud runtom i landet förbereder sig för en sådan situation. 24. mars Tidsskrift for Den norske legeforening Vi er blant de landene i Europa med færrest sykehussenger per capita. Hvor skal koronapasientene ligge? 27. mars Ugeskrift for Læger MED INFEKTIONSMEDICINEREN PÅ VAGT : "Jeg tænder bagvagtstelefonen, og der går syv sekunder, til jeg får det første coronaopkald. Og så vælter det ind med coronaspørgsmål". Andreas Knudsen, der er reservelæge på Hvidovre Hospitals infektionsmed- icinske afdeling, svarer på spørgsmål fra praktiserende læger, hjemmeplejen, kollegaer fra andre afdelinger og mange andre. Almannavarnadeild ríkis- lögreglustjóra og Embætti landlæknis komu í loftið síðunni covid.is. Hún er sérlega greinargóð, einföld, lýsandi og myndræn. Efnið er þýtt á 8 tungumál sem notuð eru á hér á landi, - hér er aðalsíðan á pólsku en Pól- verjar eru sem kunnugt er stærsti hópur innflytjenda á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.