Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 7

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2020/106 175 R I T S T J Ó R N A R G R E I N A temporary measure or permanent solution? Anna Margrét Halldórsdóttir MD, PhD, Specialist in Clinical Pathology/ Transfusion Medicine. Consulting Physician, Department of Transfusion Medicine, Landspitalinn. Clinical Associate Professor, University of Iceland. Acting chair, Landspitali Medical Board. Anna Margrét Halldórsdóttir sérfræðilæknir Blóðbankanum Landspítala starfandi formaður Læknaráðs Landspítala klínískur dósent, læknadeild HÍ annamha@landspitali.is Tímabundið átak eða framtíðarlausn? Mikið álag á bráðamóttöku Landspítala var endur- tekið fréttaefni í fjölmiðlum landsins í ársbyrjun. Vandamálið hafði lengi verið til umræðu og hafði Embætti landlæknis meðal annars gert alvarlegar athugasemdir í kjölfar úttektar. Staðan var sú að fjöldi sjúklinga lá að jafnaði á göngum bráðadeildar- innar bíðandi eftir plássi á legudeildum spítalans, sem er talið sjúklingum hættulegt. Már Kristjáns- son yfirlæknir smitsjúkdómalækninga lýsti þessari óboðlegu stöðu vel í viðtali í Læknablaðinu í janúar („Stórslys í aðsigi á bráðamóttökunni“). Í kjölfarið hélt Félag sjúkrahúslækna fjölmennan fund þar sem samþykkt var harðorð ályktun um mál- ið. Læknaráð Landspítala sendi frá sér þrjár ályktan- ir um vanda bráðamóttökunnar á aðeins rúmu ári, fyrst 10. desember 2018, næst 14. júní 2019 og loks 8. janúar 2020. Þrátt fyrir síendurtekin varnaðarorð lækna virtist lítið um viðbrögð. Það hitnaði svo rækilega í kolunum á almenn- um Læknaráðsfundi á Landspítala með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þann 13. janúar þegar Ragnar Freyr Ingvarsson læknir greindi frá „neyðarástandi og skelfingarflækju“ á bráðamóttök- unni. Þremur dögum síðar, þann 16. janúar, var tekin ákvörðun um skipun sérstaks átakshóps á sameig- inlegum fundi heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítala. Eflaust hafa einhverjir hrist höfuðið þegar frétt- ir bárust af stofnun „átakshóps“ enda hefur vandi Landspítala og bráðamóttökunnar farið vaxandi undanfarin ár og snertir í raun allt heilbrigðis- og velferðarkerfið. Skýrsla hópsins var kynnt 25. febr- úar síðastliðinn og þar voru lagðar fram 11 tillögur sem raðað var í forgangsröð og með tímamörkum. Fyrsta tillagan er að „Forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala taki þegar í stað stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku spít- alans sem þurfa innlögn flytjist á viðeigandi legu- deildir sem fyrst“. Samdægurs var samþykkt form- lega á fundi framkvæmdastjórnar spítalans að fara að tillögunni og tekin ákvörðun um að sjúklingar skuli ekki bíða innlagnar lengur en 6 klukkustundir. Mat tveggja erlendra sérfræðinga fylgdi skýrslunni þar sem fram kom að ekki hefði verið ráðist að rót vandans og að Landspítali þyrfti að taka að sér for- ystuhlutverk við úrlausn hans. Ekki gefst rými í þessum leiðara til að greina nánar frá efni skýrslunnar og öðrum tillögum hópsins en þegar þetta er ritað hafa orðið jákvæð- ar breytingar á bráðamóttökunni. Sjúklingum sem bíða innlagnar hefur snarfækkað og aðstæður á bráðadeildinni hafa batnað. Það er ljóst að hluti af lausninni var sú heppilega staðreynd að hægt var að nýta pláss á nýju hjúkrunarheimili en ráðherra tók ákvörðun um að sjúklingar á Landspítala fengju for- gang að þeim. Það er líka ljóst að ný hjúkrunarheim- ili opna ekki á hverjum degi. Því vaknar sú spurning hvort þessi árangur verði aðeins tímabundinn eða hvort um langtímaárangur sé að ræða. Það verður grannt fylgst með þróun mála á bráðamóttökunni og raunar Landspítala öllum en tíminn mun leiða í ljós hvort þessi góði árangur helst eða hvort aftur sígi á ógæfuhliðina. Ekki er hægt að stinga niður penna þessa dag- ana án þess að minnast á COVID-19-faraldurinn sem geisað hefur um landið og heimsbyggðina alla undanfarnar vikur. Teymið sem stýrir viðbrögðum við faraldrinum hefur hlotið mikið lof fyrir fram- göngu sína. Einnig hafa stjórnvöld sýnt skynsemi með því að hlusta á ráðleggingar fagfólks og láta fag- leg og læknisfræðileg rök vega þungt við ákvarðana- töku. Það sýnir sig nú sem oft áður að þegar alvarlega og bráða ógn ber að garði stendur íslenskur almenn- ingur saman og allir leggjast á árarnar. Þannig er hægt að áorka miklu, eins og að prófa metfjölda einstaklinga fyrir sýkingu og opna nýja göngudeild COVID-19-sjúklinga. Það er óskandi að samtaka- máttur almennings, stofn- ana, heilsugæslu, sjúkrahúsa og stjórnvalda haldi áfram þegar faraldurinn er genginn yfir. Vonandi verður sá lær- dómur dreginn að gæfuríkast sé að hlusta á fagleg rök og ábendingar lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að heilbrigðismálum. Einnig færir far- sóttin okkur heim sanninn um mikilvægi þess að setja nægilegt fjármagn í rekstur heilbrigðiskerf- isins, kerfisins sem grípur okkur og ástvini okkar þegar veikindi koma upp. Nú þegar við verðum vitni að því grettistaki sem lyfta má í heilbrigðismálum þegar ógn á borð við COVID-19 steðjar að er ljóst að ekki verður leng- ur unað við endurteknar „hversdagskrísur“ á borð við yfirfulla bráðamóttöku og „fráflæðivanda“ Landspítala. Vandinn er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk og það er óumdeilanlega verkefni íslenskra stjórnvalda og heilbrigðisstofnana að leysa hann. DOI:10.17992/lbl.2020.04.573 Viðbrögð við COVID-19 sýna að lyfta má grettistaki í heilbrigðismálum þegar ógn steðjar að og því verður ekki lengur unað við endurtek- ið krísuástand og „fráflæðivanda“ á Landspít- ala. Vandinn er mannanna verk og verkefni stjórnvalda að leysa hann. Heimildir: 1. ELIQUIS (apixaban). Samantekt á eiginleikum lyfs. 2. Agnelli et al. New England Journal of Medicine 2013;369:799-808 3. Agnelli G et al. New England Journal of Medicine 2013;368:699-708 PP-ELI-EUR-1499 / PP-ELI-DNK-0326 / PFI-20-03-01 Mars 2020 MEÐFERÐ OG FORVÖRN GEGN ENDURTEKINNI SEGAMYNDUN: HVAÐA ATRIÐI SKIPTA ÞIG MÁLI VARÐANDI VERKUN OG ÖRYGGI? Veldu bæði verkun og öryggi með ELIQUIS Byrjaðu og haltu áfram með ELIQUIS, bæði sem meðferð og sem forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og/eða lungnasegareki (DVT/PE)1 Meðferð til inntöku, hraður verkunarháttur og ekki þörf á að hefja meðferð með LMWH stungulyfjum1 • Meðferð við DVT/PE: ELIQUIS sýnir marktæka áhættuminnkun hvað varðar meiriháttar blæðingar í samanburði við enoxaparín/warfarín og sambærilega verkun2 • Forvörn gegn endurteknu DVT/PE: ELIQUIS sýnir marktæka yfirburði verkunar í samanburði við lyfleysu og sambærilega tíðni meiriháttar blæðinga3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.