Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 13

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2020/106 181 R A N N S Ó K N og þeir gátu í 6 mínútur án þess að skokka eða hlaupa. Þeir voru látnir vita með reglulegu millibili hvað tímanum leið, án þess að vera hvattir áfram. Þeir máttu stoppa og hvíla sig, ásamt því að notast við stuðning eða hjálpartæki við gönguna ef þeir þurftu þess. Gerðar voru tvær tilraunir og sú tilraun tekin gild þar sem lengri vegalengd var gengin, að því gefnu að þátttakendur hefðu hvorki hlaupið né skokkað á nokkrum tímapunkti í tilrauninni, en ef það gerðist var hin tilraunin tekin gild, þó svo að vegalengdin hefði verið styttri. Holdafar var metið með því að reikna LÞS (kílógrömm líkams- þyngdar deilt niður á hæð í metrum í öðru veldi: kg/m2), mæla ummál mittis og mjaðma með MYOTAPE málbandi, samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar34 og með fjögurra punkta fitumælingu með SLIM GUIDE húðfellingaklípu, sam- kvæmt leiðbeiningum framleiðanda. Hver húðfelling var mæld þrisvar sinnum og meðaltalið af þeim tveimur mælingum sem voru næst hvor annarri notað við úrvinnslu.35 Miðað var við LÞS 25 kg/m2 og hærra sem viðmið um yfirþyngd hjá báðum kynjum. Miðað var við að ummál mittis væri of mikið ef það var >94 cm á körlum og >80 cm á konum, ásamt því var viðmið um of hátt hlutfall milli ummáls mittis og mjaðma >0,89 á körlum og >0,84 á konum.34 Viðmið fyrir offitu samkvæmt fitu- prósentu var hjá körlum >22% (18-34 ára), >25% (35-55 ára), >23% (eldri en 55 ára) og hjá konum >35% (18-34 ára og eldri en 55 ára) og >38% (35-55 ára).36 Tölfræðileg úrvinnsla Notað var IBM SPSS Statistics 23 við tölfræðilega úrvinnslu á öll- um gögnum. Lýsandi tölfræði var notuð til að skrá fjölda sjúk- dómsgerða, meðferða og mælingar innan og utan æskilegra við- miðunarmarka. Óháð t-próf var notað á samfelldar breytur til að meta mun milli kynja og lýsandi tölfræði til að reikna út meðaltal og staðalfrávik fyrir þær breytur. Fylgnistuðull kenndur við Pearson var notaður til að reikna út fylgni milli línulegra breyta fyrir 6MWT, LÞS, ummál mittis, hlutfall milli ummáls mittis og mjaðma, fituprósentu og allar niðurstöður úr spurningalistum um heilsutengd lífsgæði, nema 5 flokka EQ-5D (hreyfigetu, sjálfsumönnun, athafnir daglegs lífs, verki og kvíða), þar sem notaður var fylgistuðull kenndur við Spearman, vegna þess að þeir flokkar gefa raðbreytur. Miðað var við 95% marktektarmörk (p<0,05) í öllum tilfellum. Með 80 þátttakendur er skýringargeta 80% ef Pearson-fylgni í þýði er 0,307. Með 65 þátttak- endur er skýringargeta 80% ef Pearson-fylgni í þýði er 0,339 og með 15 þátttakendur er skýringargeta 80% ef Pearson-fylgni í þýði er 0,657. Skýringargeta fyrir Pearson- og Spearman-fylgnistuðla er um það bil sú sama. Niðurstöður Þátttakendur Þátttakendur voru 80, þar af 65 konur og 15 karlar á aldrinum 25-77 ára. Tafla I sýnir helstu gerðir krabbameina sem þátttakendur höfðu greinst með. Taflan sýnir einnig helstu meðferðarform sem þátttak- endur gengu í gegnum vegna meinanna. Fjórir þátttakendur þurftu að fara í stofnfrumumeðferð eða mergskipti og einn þátttakandi fékk meðferð með geislavirku joði. Alls mældust 10 þátttakendur með blóð- þrýsting eða hjartsláttartíðni yfir viðmiðunarmörkum í öllum þremur mælingunum. Þeir voru allir beðnir um að ljúka þátttöku eftir að hafa ráðfært sig við lækni og fengið samþykki til þess, sem þeir og gerðu. Tafla I. Tegundir krabbameina og meðferða þátttakenda. Upprunalíffæri krabbameins Fjöldi Brjóst 46 Eitlar (Hodgkins) 9 Ristill 4 Eitlar (non-Hodgkins) 3 Eggjastokkar 3 Blöðruhálskirtill 3 Mergfrumur 2 Önnur mein 10 Meðferðir Fjöldi %) Frumudrepandi lyfjagjöf 71 (88,8) Geislar 45 (56,3) Skurðir* 62 (77,5) Andhormónar 32 (40,0) * Að undanskildum sýnatökum. Þátttakendur undirgengust meðferð vegna krabbameina einhvern tíma á tímabilinu frá og með 1. janúar 2003 til og með 31. mars 2014. Allir þátttakendur höfðu lokið virkri meðferð vegna krabbameina og voru í sjúkdómshléi eða álitnir læknaðir af því. Þátttakendur máttu vera í andhormónameðferð vegna brjóstakrabbameina ef þeir voru álitnir í sjúkdómshléi eða læknaðir af krabbameininu og allri annarri krabbameinsmeðferð var lokið. Tafla II. Meðaltöl aldurs, holdafarsmælinga, þreks og heilsutengdra lífsgæða. Konur (n=65) M ± sf Karlar (n=15) M ± sf Alls (n=80) M ± sf Aldur (ár) 53 ± 10 53 ± 17 53 ± 12 Þyngd (kg)*✦ 71,0 ± 10,1 89,8 ± 17,7** 74,3 ± 13,7** LÞS (kg/m2) 25,3 ± 3,5 27,0 ± 17,7** 25,6 ± 3,7** Mitti (cm)* 86,8 ± 10,1 97,0 ± 15,5 88,7 ± 12,0 Mjaðmir (cm) 103,5 ± 7,1 103,5 ± 6,6 103,5 ± 7,0 Hlutfall milli mittis og mjaðma (cm/cm)* 0,84 ± 0,07 0,93 ± 0,12 0,86 ± 0,09 Fituhlutfall (%)* 37,0 ± 4,9 24,2 ± 8,0 34,6 ± 7,5 Húðfellingar (mm)* 75,9 ± 24,3 55,5 ± 31,6 72,1 ± 26,9 6MWT (m) 626 ± 74 614 ± 118 624 ± 83 EQ-5D TTO (ár) 0,79 ± 0,22 0,84 ± 0,24 0,80 ± 0,23 EQ-5D VAS (0-10 stig) 7,7 ± 1,4 7,7 ± 1,2 7,7 ± 1,4 SF-36 PCS (norm 50 stig ± 10 stig) 48,9 ± 9,0 50,5 ± 8,4 49,2 ± 8,9 SF-36 MCS (norm 50 stig ± 10 stig) 51,1 ± 9,1 50,2 ± 6,3 50,9 ± 8,6 ✦skráning á þyngd eins þátttakanda var ófullnægjandi og því ekki notuð við útreikninga sem hafa með þyngd að gera. * marktækur munur milli kynja p<0,05 ** niðurstöður vantar frá einum þátttakanda (n-1) Skammstafanir og útskýringar: LÞS (líkamsþyngdarstuðull), 6MWT (6 mínútna göngupróf), EQ-5D (spurningalisti sem metur heilsutengd lífsgæði), TTO (Time Trade Off; kvarði sem metur hversu mörgum æviárum fólk er til í að fórna til að lifa við betri lífsgæði), VAS (Visual Analogue Scale; sjónrænn kvarði sem merkt er við og metur alhliða heilsufar), SF-36 (spurningalisti sem metur heilsutengd lífsgæði), PCS (líkamleg heilsa), MCS (andleg heilsa). Viðmið WHO um æskilegt ummál mittis eru < 81 cm fyrir konur og < 95 cm fyrir karla. Viðmið WHO um æskilegt hlutfall á ummáli mittis og ummáli mjaðma eru < 0,85 fyrir konur og < 0,90 fyrir karla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.