Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 33

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2020/106 201 ráð til að grípa til þegar slík líðan kemur upp. 1. Taktu eftir því sem þú finnur fyrir. Það getur verið tilfinning, hugsun, eða eitthvað sem þú finnur í líkamanum. Gefðu því nafn, t.d. „ég finn fyrir kvíða“, eða „ég finn fyrir spennu í maganum“ Prófaðu að leyfa því að vera, án þess að reyna að bregðast við því eða breyta. Það að leyfa sér að finna fyrir því sem er til staðar hjá okkur sjálfum hér og nú, hvort sem það er þægilegt eða óþægilegt er eitt stærsta skrefið sem við getum tekið til að geta notið þess að vera til. 2. Andaðu rólega. Gerðu uppáhalds öndunaræfinguna þína úr jógatíma eða hugleiðslu-appinu, eða bara þína eigin. Þú getur til dæmis talið uppá 5 þegar þú andar að og hægt uppá 5 þegar þú andar frá, eða hugsað „friður“ þegar þú andar að og „ró“ þegar þú andar frá. 3. Láttu ekki kvíðahugsanirnar hlaupa með þig í gönur. Kvíði litar hugsanamynstrið okkar þannig að við förum að búast við því versta og sjáum síður mögulegar já- kvæðar útkomur. Prófaðu að ímynda þér ekki bara hvað væri það versta sem gæti gerst, heldur líka hvað væri mögulega það besta. Oftast verður það eitthvað þar á milli. Við getum ekki vitað um fram- tíðina eða stjórnað henni, en við getum valið að dvelja ekki við hörmungarspár. 4. Ekki eyða miklum tíma í fréttir eða sam- félagsmiðla. Það er sniðugt að skammta sér daglegan tíma, og taka hlé á milli, til dæmis eftir ákveðna tímasetningu á daginn, eða til dæmis einn dag í viku. Allt sem við sjáum, heyrum og skynjum hefur áhrif á okkur, og við höfum val um hvað og hversu mikið við ákveðum að taka inn. 5. Settu góðan nætursvefn í forgang. Svefn- inn er mikið vanmetinn töfra- elexír sem læknar, líknar, endurhleður okkur og styrkir líkama og sál. 6. Taktu inn góða næringu, hollan og góm- sætan mat. Best er að gefa sér góðan tíma og njóta matarins með fjölskyldu eða vinum ef hægt er! 7. Hreyfðu líkamann, gjarnan úti. Veldu hreyfingu sem þér finnst skemmtileg. 8. Ræktaðu tenginguna við náttúruna. Landið okkar er fagurt og frítt, njóttu þess, og mundu að þú ert hluti af sköp- unarverkinu. Þú átt þitt pláss og þinn stað á okkar sameiginlegu jörð.Runólfur Pálssonn á fundi viðbragðsstjórnar. Mynd/Þorkell Þorkelsson. Birgðatalning í línskápnum á nýju göngudeildinni fyrir COVID í Birkiborg við Borgarspítalann. Mynd/Þorkell Þorkelsson. Í bílakjallara Hörpu, gljáfægðir bílar og glansandi sótthreinsaðar græjur. Mynd/Anton Brink.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.