Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 20

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 20
188 LÆKNAblaðið 2020/106 R A N N S Ó K N Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga á Íslandi með gleiðhornagláku sem undirgengust fyrstu hjáveituaðgerð vegna gláku á tímabilinu júní 2014 til mars 2016. Leyfi voru fengin fyrir rannsókninni hjá vísindasiðanefnd (leyfi 15-215), Persónu- vernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Sjúklingar voru fundnir með leit að ICD-10 númeri hjáveituað- gerða á augum (CHSD15) í aðgerða- og greiningarskrám Landspít- ala. Fyrir varð að liggja sjónsviðsrannsókn sem gerð var innan við 15 mánuðum fyrir aðgerðardag. Sjúklingar sem undirgengust augasteinaskipti samtímis voru útilokaðir. Á rannsóknartímanum voru framkvæmdar 127 einangraðar hjáveituaðgerðir. Aðgerðirnar voru framkvæmdar af tveimur skurðlæknum. Tólf einstaklingar gengust undir aðgerð á báðum augum á rannsóknartímabilinu og var þá einungis fyrra augað tekið með í rannsóknina. Tuttugu og níu augu til viðbótar voru útilokuð. Ástæður útilokunar voru að ekki tókst að endurheimta sjónsviðsskráningu (22 augu), fyrri glákuaðgerð (5 augu) og sjónsviðsrannsókn framkvæmd meira en 15 mánuðum fyrir aðgerð (tvö augu). Ólíkar ástæður geta legið að baki því að ekki tókst að endurheimta sjónsvið, meðal annars að sjónsviðsrannsókn var gerð á annarri augnlæknastofu eða ekki gerð þar sem gláka var það langt gengin að ekki var hægt að mæla sjónsvið lengur og/eða aðrir sjúkdómar í augnbotnum, til dæmis aldurstengd augnbotnahrörnun (age related macula, AMD), gerðu mælinguna gagnslitla. Skoðaðar voru sjúkraskrár þeirra 86 einstaklinga sem eftir stóðu. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrárkerfi Landspít- alans og Augnlækna Reykjavíkur. Sjónsviðsrannsókn var fram- kvæmd með Octopus-sjónsviðsmæli (automated perimetry). Upplýs- ingar voru skráðar í Excel-gagnagrunn. Aðrar upplýsingar voru meðal annars faraldsfræðilegar upplýsingar um sjúklingana, gerð gláku, fjöldi glákulyfja og ástæða tilvísunar í aðgerð. Alvarleiki sjónsviðsskerðingar var metinn með mean defect (MD) tölugildi á sjónsviðsrannsókn og sjúklingar voru flokkaðir í þrjá hópa eftir því. Við flokkunina var stuðst við Hodapp-flokk- unina þar sem MD <6dB flokkast sem væg sjónsviðsskerðing, MD 6-12 dB sem miðlungsalvarleg og MD >12dB sem alvarleg sjón- sviðsskerðing.13 Þegar sjúklingum er vísað í glákuaðgerð er litið til fjölda þátta, svo sem alvarleika gláku, meðferðarheldni, óþols fyrir glákulyfj- um, augnþrýstings, aldurs og fleira. Til einföldunar var einungis aðalábendingin fyrir aðgerð skráð. Tölfræðiúrvinnsla var gerð í Excel og Graphpad Prism v.5.01 statistical software (Graphpad Software Inc., LaJolla, CA, USA). Niðurstöður eru gefnar sem meðaltal ± staðalfrávik. Gert var ANOVA og svo Tukeys-eftirpróf við samanburð á þremur eða fleiri hópum. Óparað t-próf var notað við samanburð á tveimur hópum. Marktækni miðaðist við p<0,05. Niðurstöður Af 86 augum í rannsókninni voru 41 hægra auga (48%). Fjörutíu og níu sjúklingar voru karlkyns (57%). Aldur sjúklinga var 45 til 94 ára og meðalaldur 75 ± 11 ár. Miðgildi tímalengdar frá framkvæmd sjónsviðsrannsóknar til aðgerðar var 74 dagar, lágmark 4 dagar og hámark 433 dagar. Miðgildi tímalengdar frá beiðni til aðgerðar var 53 dagar. Fimmtíu og sex augu höfðu frumgleiðhornagláku (primary open angle glaucoma, 65%), 26 höfðu flögnunargláku (pseudoexfoliation glaucoma, PEXG, 30%), þrjú höfðu litargláku (pigmentary glaucoma, 3%) og eitt hafði lágþrýstingsgláku (normal tension glaucoma, 2%). Augnþrýstingur fyrir aðgerð var á bilinu 9-49 mmHg og meðal- tal hans 22 ± 8 mmHg. Upplýsingar fengust um hornhimnuþykkt hjá 56 sjúklingum og mældist hún að meðaltali 519 ± 33mm. Tafla I. Faraldsfræðilegar upplýsingar og einkenni sjúklinga eftir alvarleika sjónsviðsskerðingar. Fjöldi (%). milda meðalb alvarlegc Fjöldi sjúklinga 18 20 48 Meðalaldur, ár 70,2 ± 9,3 72,2 ± 11,0 76,9 ± 10,8 Konur 9 (50) 11 (55) 29 (60) Meðalþykkt HH1, mm 521 ± 28* 541 ± 28** 510 ± 33*** Meðaltal sjónskerpu, Snellen 0,25 ± 0,14 0,34 ± 0,24 0,42 ± 0,31 Meðaltal lyfja, n 2,8 ± 1,3 3,1 ± 1,0 3,0 ± 1,3 Meðaltal augnþrýstings, mmHg 25,0 ± 9,9 21,0 ± 6,1 20,7 ± 8,2 Gerð gláku Frumgleiðhorna 10 (56) 12 (60) 34 (71) Flögnunar 8 (44) 5 (25) 13 (27) Litar 0 3 (15) 0 Lágþrýstings 0 0 1 (2) Ástæða tilvísunar Versnun á sjónsviði 8 (44) 12 (60) 40 (83) Hækkaður augnþrýstingur 7 (39) 6 (30) 7 (15) Lyfjaóþol 3 (17) 2 (10) 1 (2) aAugu með MD <6 dB, baugu með MD 6-12 dB, caugu með MD >12dB. *Tölur fyrir 11 sjúklinga, **tölur fyrir 12 sjúklinga, ***tölur fyrir 33 sjúklinga. 1HH: hornhimna. Mynd 1. Sjónsviðsskerðing (mean defect) fyrir aðgerð. Sjónsviðsskerðing mæld í desi- bel (dB). 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 15 10 5 0 Meðal sjónsviðsskerðing (dB) fyrir aðgerð Fj öl di a ug na
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.